Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Björgólfur lánaði tæpan milljarð vegna DV

Nýr árs­reikn­ing­ur sýn­ir að Dals­dal­ur, móð­ur­fé­lag fyrri eig­anda DV, fékk 920 millj­óna vaxta- og af­borgana­laust lán á tæp­um þrem­ur ár­um frá fé­lagi Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar fjár­fest­is. Fé­lag­ið sagði ósatt um lán­ið þar til í vor.

Björgólfur lánaði tæpan milljarð vegna DV
Björgólfur Thor Björgólfsson Fjárfestirinn veitti móðurfélagi DV langtímalán samkvæmt upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu. Mynd:

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir lánaði móðurfélagi DV og fleiri fjölmiðla 920 milljónir króna á því tæplega þriggja ára tímabili sem félagið átti miðlana. Taprekstur DV var fjármagnaður með láninu.

Fjallað er ítarlega um fjármál, eignarhald og rekstrarumhverfi fjölmiðla í tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag. Í nýjum ársreikningi fyrra móðurfélags DV, Dalsdals ehf., kemur fram að langtímaskuldir þess í árslok 2019 hafi verið 920 milljónir króna, sem allar eiga að greiðast til baka án vaxta og afborgana síðar en árið 2022. Samkeppniseftirlitið staðfesti í vor að helsti lánveitandi DV hefði verið Novator, félag Björgólfs Thor, sem veitti umrætt langtímalán.

Dalsdalur greiddi Frjálsri fjölmiðlun ehf., fyrirtækinu sem rak DV og ýmsa miðla, hluta upphæðarinnar sem hlutafé, en lánaði dótturfélaginu einnig háar summur. Skuld Frjálsrar fjölmiðlunar við Dalsdal stóð í 560 milljónum króna í árslok 2019.

Torg, sem er útgáfufélag Fréttablaðsins, keypti eignir Frjálsrar fjölmiðlunar í fyrra. Við samrunann, sem samþykktur var í mars á þessu ári, greindi Samkeppniseftirlitið frá því að Björgólfur Thor hefði verið fjárhagslegur bakhjarl DV undanfarin ár. Félag hans, Novator, var helsti lánveitandi DV frá árinu 2017 með umræddu langtímaláni og fjármagnaði þannig taprekstur fjölmiðilsins.

Novator sagði ósatt um málið um árabil. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs, neitaði því í svari til Stundarinnar í árslok 2017 að Björgólfur kæmi að fjármögnun DV og Frjálsrar fjölmiðlunar. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og eigandi Dalsdals, neitaði að tjá sig um hver væri bakhjarlinn í samtali við Stundina árið 2018.

Lánið tengt deilum við Róbert Wessmann

Lánveitingar Novator má rekja til áralangra deilna Björgólfs Thors við fjárfestinn Róbert Wessmann. Með lánveitingunum til Frjálsrar fjölmiðlunar náði Björgólfur Thor yfirráðum yfir DV og tengdum miðlum og kom þannig í veg fyrir að Róbert gerði það. Róbert og samstarfsmenn hans hafa í staðinn lagt fé í fjölmiðlafyrirtækið Birtíng og einbeitt sér að rekstri þess. Þessi átök hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum um árabil. Novator hefur ekki svarað spurningum um lánveitingarnar frá því að upplýst var um þær opinberlega.

Í ársreikningi Frjálsrar fjölmiðlunar kemur fram að tap félagsins á árinu 2019 hafi numið tæpum 318 milljónum króna. Eigið fé þess hafi verið neikvætt um tæpa 261 milljón króna, það er að skuldir félagsins hafi verið þeim mun hærri en eignir þess. Langstærstur hluti eigna félagsins voru óefnislegar, mestmegnis útgáfuréttindi, 307 af þeim 309 milljónum sem eignirnar eru metnar á.

„ekki komið fram vísbendingar [...] þess efnis að vafi kunni að leika á rekstrarhæfi félagsins“

Félagið er þó talið rekstrarhæft, þrátt fyrir að útgáfuréttindin hafi verið seld Torgi. „Ekki er hægt að sjá fyrir eða leggja mat á hver áhrif faraldursins muni verða á starfsemi félagsins en að mati stjórnar og framkvæmdastjóra hafa ekki komið fram vísbendingar við undirritun ársreikningsins þess efnis að vafi kunni að leika á rekstrarhæfi félagsins“, segir í skýrslu stjórnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Domino's-þjóðin Íslendingar
5
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár