Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins segist vita um lækningu við Covid: „Ég er náttúrulega ekki læknir“

Óson með­ferð, sem tal­in er skað­leg af heil­brigð­is­yf­ir­völd­um, er sögð lækna Covid-19 smit í skop­mynd í Morg­un­blað­inu í dag. Teikn­ar­inn Helgi Sig­urðs­son vís­ar í mynd­bönd um­deilds lækn­is, en seg­ist ekki ætla í stríð við þríeyk­ið, heil­brigð­is­ráð­herra eða Kára Stef­áns­son.

Skopmyndateiknari Morgunblaðsins segist vita um lækningu við Covid: „Ég er náttúrulega ekki læknir“
Skopmynd Helga Sig Skopmynd sem segir óson lækna Covid birtist í Morgunblaðinu í dag. Mynd: Skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag

Ósonmeðferð er sögð lækna Covid-19 smit í skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Notkun efnisins er skaðleg, að mati heilbrigðisyfirvalda á heimsvísu, en höfundur skopmyndarinnar segir ljóst af myndböndum á netinu að hún virki.

Skopmyndin er eftir Helga Sigurðsson og er hún af umdeildum bandarískum lækni, Robert Rowen, sem notast við gastegundina óson til að lækna ýmsa kvilla og sjúkdóma. Á myndinni er netslóð á YouTube síðu Roberts þar sem má finna fjölda myndbanda þar sem skjólstæðingar Roberts lýsa því hvernig meðferð hans hafi lagað ýmis heilsuvandamál þeirra. Undir skopmyndinni stendur svo: „Covid lækning sem fellur ekki að heimsmyndinni.“

Segir Rowen að aðferðin virki meðal annars á krabbamein, Alzheimer, Parkinson og nú nýverið á Covid-19. Meðferðin virkar þannig að gastegundinni óson er sprautað í fólk og á gasið að drepa bakteríur og vírusa. Þekkt er að óson getur virkað gegn bakteríum og vírusum, en það vinnur einnig skaða á líkamanum og viðurkenndar vísindarannsóknir hafa ekki náð að staðfesta virkni meðferðanna.

Robert RowenLæknirinn birtir myndbönd á YouTube og segir óson lækna Covid-19.

Meðferð Rowen er ekki samþykkt neins staðar í heiminum og hefur lyfjastofnun Bandaríkjanna ítrekað sent út tilkynningar þess efnis að hún geti verið skaðleg. Þá er meðferðin bönnuð sem læknismeðferð í Bandaríkjunum. Þá segir lyfstofnunin að engar vísindalegar sannanir sýni fram á virkni óson meðferðar. Fólk hefur látist við að nýta sér þessa meðferð víða um heim og hafa yfirvöld víða um heim handtekið fólk sem stundar þessa meðferð.

Rowen rekur læknastofu sína ásamt eiginkonu sinni, en hún starfar einnig þar sem læknir. Aðsetur læknastofunnar er í Santa Rosa í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Í lok febrúar á þessu ári voru þau hjónin handtekin og ákærð fyrir skattsvik. Segja skattyfirvöld að hjónin hafi komið um 544 milljónum íslenskra króna undan skatti. 

Í samtali við Stundina segir Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, að hann hafi horft á fjölmörg myndbönd á heimasíðu Rowen. Segir hann að þar sjáist hvar aðferð hans hafi læknað meðal annars einstakling smitaðan af Covid-19.

„Það kemur þarna maður sem kemur þarna inn og er með Covid-19, það er búið að staðfesta það. Það er bara hægt að skoða það á þessari síðu. Maðurinn stendur svo upp og er bara hress.“

Vill benda á þetta þrátt fyrir að vera ekki læknir

Helgi segir einnig að þessi aðferð sé vel þekkt í Evrópu og sé búið að notast við hana í yfir 100 ár. „Það er verið að reyna halda honum niðri af því hann er að nota aðferð sem búið er að nota í Evrópu í yfir 100 ár. Tesla var einn af þeim fyrstu til að reyna nota þessa aðferð. Svo var þetta notað í vígvöllum í Fyrri heimsstyrjöldinni til að sótthreinsa sár og annað. Þetta verður til við eldingar í gufuhvolfinu og er talið vera náttúrulegt sótthreinsandi efni. Ég er náttúrulega ekki læknir, ég er bara að benda á þetta.“

„Ég er náttúrulega ekki læknir, ég er bara að benda á þetta“

Bretar prófuðu að notast við óson gas á Queen Alexandra herspítalanum í London í fyrri heimsstyrjöldinni á sár. Var gasinu spreyjað á sár og sótthreinsaði það sárið. Hins vegar skaðaði það líkamsvef sjúklingsins það mikið að ekki var notast við þessa aðferð oftar.

Í samtali við Stundina segir Ágúst Kvaran, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands, að óson sé mjög oxandi efni sem er fljótt að brjóta niður önnur efni sem það komist í snertingu við. „Óson er mjög fljótt að brjóta niður hluti, meðal annars prótein og fitu í líkamanum. Það getur alveg brotið niður veirur líka, en það er þá ekki það eina sem það brýtur niður í líkamanum á sama tíma.“

Trúir að meðferðin virki gegn Covid-19

Helgi segist eftir að hafa horft á myndbönd á YouTube síðu Rowen að það sé augljóst að meðferðin virki þar sem viðbrögð fólks sjáist greinilega.

„Ég bara vísa það sem er á vefsíðunni, það er bara auðséð að fólkið er ekkert að ljúga. Við erum náttúrulega gædd þeim eiginleikum að getað lesið úr svipbrigðum, raddblæ og viðbrögðum fólks. Ef það er eitthvað til sem getur gefið okkur leið út úr þessu Covid, þeir sem eru með Covid. Ég ætla ekkert að fara í stríð við Kára Stefánsson eða þríeykið eða Svandísi Svavarsdóttur eða þig eða neitt. Ég er bara að benda á þetta.“

„Ég ætla ekkert að fara í stríð við Kára Stefánsson eða þríeykið“

Spurður hver tilgangur myndarinnar væri segir Helgi að hann vildi bara koma af stað jákvæðri umræðu. „Það eru náttúrulega ákveðin öfl sem eru ekki hrifin af svona alternative aðferðum, þó að þetta hafi nú komið á undan öllu hinu.“

Vill að notkun óson verði skoðuð á Íslandi

Þegar blaðamaður Stundarinnar benti Helga á að engar vísindalegar rannsóknir sýni fram á að óson virki, eins og Rowen haldi fram að það geri í myndböndum sínum, segir hann að það sé hægt að sjá að þessi aðferð virki á fólkinu sem fari í meðferð til hans.

„Það er bara hægt að sjá það á fólkinu sem fær þetta meðferð. Menn eru alltaf að rannsaka eitthvað, en það er aldrei horft á hvort það virkar eða ekki skilurðu. Ég ætla ekkert að fara dýpra í þetta, ég er enginn sérfræðingur í þessu. Ef fólk treystir þessum vísindamönnum og krabbameinslæknum þá gerir það bara það.“

Aðspurður hvort það sé ábyrg hegðun á tímum Covid-19 að birta skopmynd af þessu tagi segir hann að það eigi að skoða þennan möguleika þar sem þetta gæti verið raunhæft tól í baráttunni við Covid-19 hér á landi.

„Er kannski hægt að fá svona tæki hérna á vegum yfirvalda, er það möguleiki?“

„Ég hef enga þekkingu á að verja þetta, standa í einhverjum paneluviðræðum við einhverja sérfræðinga og gera mig af fífli. Þetta er ekkert ábyrgðarhluti, það er ekkert verið að bjóða upp á þetta. Ef það kemur upp svona umræða upp á milli fólks sem þekkir inn á þetta. Ef það síðan kemur í ljós að þetta sé raunhæfur möguleiki þá getum við prófað þetta. Í staðinn fyrir að bíða eftir einhverju bóluefni í 6 mánuði eða 12 mánuði, það er eitthvað fólk hérna veikt. Er kannski hægt að fá svona tæki hérna á vegum yfirvalda, er það möguleiki? Hugsanlega getur þetta hjálpað fólki og ég hef trú á því að þetta sé í lagi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
3
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
7
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
9
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
10
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu