Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Andrés Ingi um vegaframkvæmdir: „Stjórnarflokkarnir ákváðu að hleypa einkaaðilum á spenann“

Andrés Ingi Jóns­son þing­mað­ur seg­ir það hafa leg­ið fyr­ir að sam­vinnu­verk­efni rík­is og einka­að­ila við vega­fram­kvæmd­ir yrði dýr­ara en ef rík­ið hefði gert það. Hann vís­ar í yf­ir­lýs­ingu fram­kvæmda­stjóra FÍB sem seg­ir að rík­ið verði að fara bet­ur með al­manna­fé.

Andrés Ingi um vegaframkvæmdir: „Stjórnarflokkarnir ákváðu að hleypa einkaaðilum á spenann“
Andrés Ingi Jónsson Þingmaðurinn segir ríkisstjórnina hafa verið meðvitaða um að framkvæmdir yrðu dýrari með aðkomu einkaaðila.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður segir ríkisstjórnina hafa verið meðvitaða um aukinn kostnað þess að ráðast í samstarf með einkaaðilum í vegaframkvæmdum. Hann vísar í frétt RÚV um kostnaðarútreikninga FÍB, en framkvæmdastjóri félagsins lýsti því yfir að ríkið þyrfi að ráðstafa almannafé með betri hætti.

Andrés segir upphæðirnar sláandi í færslu á Facebook síðu sinni. „FÍB reiknar hér út hversu mikið dýrara það er að fá einkaaðila inn í vegaframkvæmdir með ríkinu, frekar en að ríkið standi einfaldlega sjálft að því að byggja upp þessa grunninnviði. Þessar tölur eru sláandi en ættu ekki að koma neinum á óvart.“

Hann segir skýrslur um kostnað slíkra verkefna hafa legið fyrir. „Það kom skýrt fram í frumvarpi samgönguráðherra og nefndaráliti meirihlutans að reynslan í Evrópu hafi verið sú að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði.“

Þingmenn meðvitaðir um auka kostnað

Í nýrri samgönguáætlun til 15 ára er fjallað um samvinnu ríkis og einkaaðila hvað varðar fimm framkvæmdir, auk Sundabrautar. Þessar framkvæmdir eru tvöföldum Hvalfjarðarganga, ný Ölfusársbrú, göng í gegnum Reynisfjall, ný Hornafjarðarbrúar og Axarvegur.

Andrés er afdráttarlaus um að þingmenn sem samþykktu fjármagn þessarar aðferðar hafi vitað að hún yrði dýrari. „Þeir þingmenn sem samþykktu að fjármagna þessar fimm vegaframkvæmdir í samvinnu ríkis og einkaaðila voru fullkomnlega meðvitaðir um að sú leið væri dýrari, eins og FÍB bendir á í þessari frétt.“

Hann segir marga hafa bent á að aukin framlög til samgöngumála væru eðlilegri leið, en hafi afstaða stjórnarliða verið að „ljóst“ væri að brýn verkefni myndu ekki komast til framkvæmda án annarra fjármögnunarleiða.

„Það eina sem er „ljóst“ er að stjórnarflokkarnir ákváðu að hleypa einkaaðilum á spenann á milli almennings og ríkissjóðs, með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir almenning,“ segir Andrés. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
7
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár