Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skiptar skoðanir um myndband KSÍ: „Þetta er hámark heimskunnar“

Marg­ir lýstu því að mynd­band­ið hefði kall­að fram gæsa­húð af hrifn­ingu. Pró­fess­or við Lista­há­skól­ann, Godd­ur, seg­ir aft­ur á móti að mynd­band­ið sé veru­lega ógeð­fellt og upp­fullt af þjóð­rembu.

Skiptar skoðanir um myndband KSÍ: „Þetta er hámark heimskunnar“
Segir myndband KSÍ bara vera þjóðrembu Goddur er ekki hrifinn af því myndmáli sem notast er við í nýju kynningarmyndbandi KSÍ. „Ég veit ekki hvort þarna eru börn að verki eð vanvitar, eða hvort það er virkilega verið að meina þetta.“

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) kynnti í gær nýtt merki sambandsins, byggt á landvættunum íslensku. Til að kynna merkið til leiks birti KSÍ kynningarmyndband þar sem beitt var mjög áhrifamiklu myndmáli. Fjöldi fólks lýsti því í gær á samfélagsmiðlum að það væri stórhrifið, hughrifin væru tilkomumikil og myndbandið fyllti fólk stolti af því að vera Íslendingur. Aðrir voru ekki eins hrifnir og lýstu því að myndmálið væri uppfullt af þjóðrembu, svo jaðraði við fasískt myndmál.

Í kynningarmyndbandinu eru landvættirnar kynntar ein af öðrum og sagðar vernda landið fyrir árásum. „Hetjur koma og fara en liðið stendur að eilífu saman sem ein heild, tilbúið til að berjast undir töfrum verndaranna sem að eilífu vaka yfir þjóðinni,“ segir í myndbandinu. „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“.

„Gerði fólk þetta bara edrú og án lyfja?“

„Myndband KSÍ er eins og Leni Riefenstahl hafi fengið teikniteymi Ahnenerbe í lið með sér til að búa til kynningarstiklu fyrir fjöldafund Norðurlandadeildar SS. Gerði fólk þetta bara edrú og án lyfja?“ spurði Kristján B. Jónasson bókaútgefandi á Facebook í gær. Leni Riefensthal var þýskur kvikmyndaleikstjóri sem er hvað frægust fyrir að leikstýra nasista áróðursmyndinni Sigur viljans á fjórða áratug síðustu aldar, auk þess sem hún kvikmyndaði fleiri áróðursmyndir nasista í nánu samstarfi við Adolf Hitler. Ahnenerbe, sem Kristján minnist einnig á, var hugveita sem starfrækt var í Þriðja ríkinu á árunum 1935 til 1945 með það að markmiði reyna að færa sönnur á að hið norræna aríska kyn hefði áður ráðið heiminum.

Ungmennafélagsandinn í sinni verstu mynd

„Ég kann ekkert illa við merkið og það getur alveg staðið sem prýðismerki en mér finnst svolítið sérkennilegt að það minni hvergi á fótbolta,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, sem er rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands og sérfræðingur í myndmáli.

„Þetta er botninn í greind þjóðarinnar, þetta er alveg með ólíkindum“

„Þegar drambið eða þjóðremban spilar á hæstu strengi fiðlunnar jaðrar þetta auðvitað við að vera hlægilegt. Þarna er ekki vottur af dyggðum, þetta er bara remba, þjóðremba. Sennilega hefur kommentakerfi Miðflokksins farið af stað til að dást að þessu. Þetta er hámark heimskunnar, að láta svona frá sér. Ég veit ekki hvort þarna eru börn að verki eða vanvitar, eða hvort það er virkilega verið að meina þetta. Þetta er ekkert annað en partur af þessari Trumpísku pólaríseringu, að ögra til öfganna, draga upp ungmennafélagsandann í sinni verstu mynd. Þetta er raunverulega ógeðfellt.“

Meðal þeirra sem lýstu ánægju sinni með merkið og myndbandið í gær var einmitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem sagði bæði merkið og myndbandið flott.

Spurður hvort hann telji að birting myndbands með myndmáli af þessu tagi geti verið hættuleg telur Goddur það tæplega. „Sjáðu til, maður veit aldrei hvað verður hættulegt. Trump hefur til dæmis náð að vekja upp allan heiminn með vitleysunni og hver veit hvað kemur í kjölfarið þegar kemur viðspyrnan við heimskunni. Kannski er það bara hið besta mál að leyfa þessum tæpu tíu prósentum sem kusu Guðmund Franklín og styðja Miðflokkinn að gleðjast yfir þessu. Þetta er botninn í greind þjóðarinnar, þetta er alveg með ólíkindum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár