Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fjölmennt á samstöðufundi: „Við erum að styðja líf svartra manna í öllum heiminum“

Mik­ill fjöldi fólks var sam­an­kom­inn á Aust­ur­velli til þess að syrgja Geor­ge Floyd sem lét líf­ið af völd­um lög­reglu­of­beld­is.

Fjölmennt var á Austurvelli í dag þangað sem fólk mætti til að styðja baráttu svartra gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Það sem einkenndi þessi mótmæli umfram önnur fjölmenn mótmæli á Austurvelli síðustu ár var hryggðarblærinn sem lá yfir þátttakendum. Sumir föðmuðust, á meðan aðrir felldu tár í minningu George Floyd og annarra sem látið hafa lífið með sambærilegum hætti og flestir lutu höfði er þeir hlustuðu á ræðumenn tjá reynslusögur sínar af rasisma og ofbeldi.

Mótmælendur voru mættir til þess að sýna samstöðu og mótmæla með friðsælum hætti andláti George Floyd, sem átti sér stað um hábjartan dag í Minnisota fylki, af völdum lögregluofbeldis. Fjórir lögreglumenn áttu hlut í dauða Floyd, en einn þeirra að nafni Derek Chauvin kraup með hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur og gaf ekkert eftir jafnvel þótt George Floyd léti vita að hann gæti ekki andað. Yfirvöld í Minnsota hafa verið undir miklum þrýstingi til þess að draga lögreglumennina fyrir dóm og hafa þeir nú allir verið ákærðir, ýmisst fyrir annarar gráðu morð eða aðstoð við morð, samkvæmt BBC.

Friðsælir mótmælendur á Austurvelli báru margir skilti áletruð „I can't breathe“ til þess að minnast lokaorða Floyd. Orða sem voru hunsuð af lögreglumönnunum sem drógu hann til dauða. Fjöldi annarra mótmælenda báru skilti sem á stóð „Black Lives Matter“ sem er slagorð hreyfingar sem berst fyrir félagslegum réttindum svartra Bandaríkjamanna, en hefur fengið alþjóðlegan meðbyr, meðal annars á Íslandi. Orðin fela í sér áfellidóm á samfélög sem mismuna fólki eftir litarhafti og lætur sem líf hinna svörtu vegi minna en hinna hvítu. Þessi hugmyndafræði kynþáttastigveldis hefur kostað ómæld mannslíf.

Lögreglan hefur ekki gefið út fjöldatölur en um er að ræða fjölmennustu samkomu hér á landi frá því að samkomubann var sett á um miðjan mars. Fundurinn var skipulagður var af Dori Levett Baldvinsson, Derek T. Allan og Sante Feaster sem eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir Bandaríkjamenn, búsett á Íslandi.

Meðal viðstaddra voru tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir og þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, var einnig viðstaddur. Hann sagði í viðtali við Stundina: „Mér finnst bara mikilvægt að við sýnum samstöðu þessum góða málstaði hvar sem við erum í heiminum. Hvert líf skiptir máli, hvernig á litinn sem það er.“

Stundin ræddi við unga konu sem sagðist hafa mætt til þess að styðja Black Lives Matter-hreyfinguna og sýna stuðning við fjölskyldur þeirra sem látið hafa lífið. Önnur ung kona sló í sama streng og bætti við að „morðið á George Floyd hafi vakið umtalið verulega mikið, því það var tekið upp á vídjó og svo margir viðstaddir.“ Rasismi væri til staðar hér á landi líkt og annars staðar og það hafi alltaf angrað hana, en oft sé hann undirliggjandi og fólk taki ekki eftir honum.

Ungur, svartur Íslendingur stóð ásýndar og bar litla dóttur sína á herðum sér. „Við erum bara að styðja líf svartra manna í öllum heiminum. Fréttirnar í dag eru að segja fullt um hvað er í gangi í heiminum og við þurfum að laga það.“ 

Listakonan Sólveig Eir Stewart sagði: „Mér finnst bara mikilvægt að sem flestir í öðrum löndum sýni stuðning við þessa baráttu. Líka vegna ástandsins sem er í Bandaríkjunum. Fyrir utan þetta atvik sem kom upp, þá er þetta samfélagslegt vandamál.“ 

Bandarísk kona sem búsett er á Íslandi tjáði þakklæti sitt fyrir þátttöku Íslendinga í þessum samstöðufundi. Hún sagði fólk þurfa að gera betur og nefndi mikilvægi þess að ræða hlutina og hlusta á raddir þeirra sem eru dökkir á hörund. Ísland væri heimili hennar núna og það væri mikilvægt að gera betur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn misrétti, ofbeldi og niðurlægingu
Erlent#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn mis­rétti, of­beldi og nið­ur­læg­ingu

Mót­mæl­in vegna dauða Geor­ge Floyd hafa varp­að kast­ljósi á elsta og rót­grón­asta vanda­mál Banda­ríkj­anna. Að­gerða­sinn­ar og skipu­leggj­end­ur mót­mæla segja að kom­ið sé að löngu tíma­bæru upp­gjöri við þá kyn­þátta­hyggju sem gegn­sýr­ir allt dag­legt líf og póli­tík vest­an­hafs. Banda­ríska lög­regl­an er sögð órjúf­an­leg­ur hluti af kerfi sem hef­ur frá upp­hafi nið­ur­lægt blökku­fólk og beitt það skipu­lögðu póli­tísku of­beldi fyr­ir hönd hvíta meiri­hlut­ans.
Elliði varar við því að íslenska lögreglan gæti þurft að vígbúast
Fréttir#BlackLivesMatter

Elliði var­ar við því að ís­lenska lög­regl­an gæti þurft að víg­bú­ast

Um­mæli Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra Ölfuss, um of­beldi al­mennra borg­ara gegn lög­regl­unni vöktu hörð við­brögð. Hann árétt­ar áhyggj­ur sín­ar af stöðu ís­lensku lög­regl­unn­ar og var­ar við því að hún gæti þurft að vopn­bú­ast enn frek­ar. Af­brota­fræð­ing­ur bend­ir á að ekk­ert styðji full­yrð­ing­ar Ell­iða um vax­andi nei­kvæðni í garð lög­reglu, sem þurfi að fara var­lega í vald­beit­ingu gagn­vart minni­hluta­hóp­um.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
7
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Brosir gegnum sárin
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár