Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Grímulaust tákn kórónaveirufaraldursins

And­lits­grím­an hef­ur á stutt­um tíma orð­ið ein eft­ir­sótt­asta sölu­vara heims, bit­bein ríkja og tekju­lind fyr­ir glæpa­gengi. Nú kepp­ast tísku­hús­in við að koma með sín­ar eig­in út­gáf­ur af henni og marg­ir Ís­lend­ing­ar bera hana á göt­um úti.

Grímulaust tákn kórónaveirufaraldursins
Með grímur Lítil stúlka í Taipei, höfuðborg Taívans, ýtir afa sínum í rólu. Þar, eins og víða annars staðar, er íbúum skylt að ganga með grímu utandyra. Mynd: AFP

Hún er orðin tákn kórónaveirufaraldursins. Áður sást hún aðallega á andlitum tannlækna, skurðstofustarfsfólks og íbúa mengaðra borga. Hún prýddi líka ásjónur einstaka ferðamanna frá Asíu, sem fengu Vesturlandabúa til að brosa í kampinn yfir sýklahræðslu „þessara útlendinga“.

Nú er hún orðin ein eftirsóttasta söluvara heims, verksmiðjur hafa ekki undan að framleiða hana, sum ríki heims hamstra þær og þau sem eiga nóg nota þær sem gjaldmiðil til að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi. Hún er ný tekjulind fyrir glæpagengi, tískuhúsin keppast við að koma með sínar eigin útgáfur af henni og margir Íslendingar sjást nú bera hana á götum úti. 

Þetta er andlitsgríman. 

Skyndilega var ekki þverfótað á samfélagsmiðlum fyrir auglýsingum frá grímuverslunum og myndböndum af fólki sem bjó til grímur úr öllu mögulegu, eins og til dæmis karlmannsnærbuxum og aflóga stuttermabolum.

Í umfjöllun breska blaðsins The Guardian er umfjöllun um mismunadi gerðir andlitsgríma. Til dæmis er algengt að heilbrigðisstarfsfólk beri grímur merktar 3M. Það eru svokallaðar N95 grímur, en agnir sem eru stærri en 0,3 míkrón í þvermál, komast ekki í gegnum þær. Reyndar er kórónaveiran smærri en það, en þræðir í efni grímunnar grípa hana. Aðrar grímur sem Guardian fjallar um eru grímur sem halda frá 99.97% allra agna sem kallast GVS Elipse P100. Heimagerðar grímur úr herranærbuxum eru ekki svona þéttar, en gera þó talsvert gagn og vernda aðra fyrir hnerrum og hóstum.

Gríðarleg eftirspurn og útflutningsbann

Efnið sem skiptir  sköpum til að smáar agnir berist ekki í gegnum grímur er plastefni sem á ensku er kallað meltblown. Það er meðal annars notað í fatnað, einnota bleyjur, loftkælingartæki og vatnssíur og meira en helmingur framleiðslu heimsins á efninu fer fram í Kína. Yfirleitt fer um 2-3% af því efni sem framleitt er í andlitsgrímur, en núna er hlutfallið 95%. Að öllu jöfnu er eftirspurn eftir þessu plastefni nokkuð stöðug og þær verksmiðjur sem framleiða efnið voru því ekki  í stakk búnar til að auka við framleiðslugetuna þegar eftirspurnin eftir því jókst. 

Á franska þinginuÞingmennirnir Ludovic Pajot og Sebastien Chenu við þingstörf. í dag. Þeir bera andlitsgrimu, eins og aðrir kollegar þeirra.

Í byrjun febrúar bönnuðu kínversk stjórnvöld útflutning á efninu og fyriskipuðu að það ætti eingöngu að nota til að framleiða grímur til innanlandsnota. Á sama tíma var framleiðendum andlitsgríma í landinu bannað að selja framleiðslu sína öðrum en kínversku ríkisstjórninni. Slakað var á þessu banni um miðjan mars og bæði grímur, annar hlífðarbúnaður og meltblown-efnið er nú leyft til útflutnings. Til dæmis hefur Icelandair flogið í þrígang til Kína undanfarið  til að sækja þangað hlífðarbúnað, lækninga- og hjúkrunarvörur.

Sakaðir um að senda Pakistönum nærbuxnagrímur

Kínversk stjórnvöld hafa sent hlífðarbúnað víða um heim, meðal annars til Pakistan en stjórnvöld þar sögðu grímurnar hafa verið úr nærbuxum og lá við milliríkjadeilu af þessum sökum. Reyndar hefur Kínverjum verið legið á hálsi fyrir að nýta sér grímur í pólitískum tilgangi.

En þeir eru ekki eina þjóðin sem hefur legið undir slíku ámæli. Í stríðinu um grímurnar hefur spenna á milli ríkja og brestir í Evrópusambandinu opinberast.

Í umfjöllun The Guardian segir að þegar meira en 10.000 COVID-19 tilvik höfðu greinst á Ítalíu í lok febrúar og yfirvöld þar leituðu allra leiða til að fá meira af hlífðarbúnaði hafi Frakkar og Þjóðverjar sett lög þar sem grímur voru skilgreindar sem hernaðarlega mikilvægur búnaður og þeim þannig heimilt að leggja hald á grímur sem flytja átti í gegnum löndin á leið til Ítalíu.

Þá gáfu stjórnvöld í Kína  Ítölum 200.000 grímur og skömmu síðar afnámu Frakkar og Þjóðverjar þessi lög. Síðan þá hafa Ítalir keypt meira en 20 milljónir gríma frá Kína, en Kínverjum hefur tekist að auglýsa þessi viðskipti eins og góðgerðagjörning af sinni hálfu, segir í grein Guardian. Nýleg skoðanakönnun sýndi að meirihluti Ítala telur Kína vera sína bestu vinaþjóð, en Þjóðverjar eru efstir á lista yfir óvinaþjóðir. 

Grímustríð og sjóræningjastarfsemi

Dæmin eru fleiri. Í byrjun mánaðarins sögðust sænsk stjórnvöld íhuga að kæra Frakka til framkvæmdaráðs Evrópsambandsins fyrir að stöðva grímusendingu sem var á leið frá Kína til Svíþjóðar. Um svipað leyti sökuðu þýsk stjórnvöld Bandaríkin um nútíma sjónræningjastarfsemi þegar andlitsgrímur, sem pantaðar höfðu verið frá Bandaríkjunum fyrir lögregluna í Berlín voru gerðar upptækar á leiðinni og sendar aftur til Bandaríkjanna. Það var gert þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti endurvakti áratugagamla löggjöf frá tímum Kóreustríðsins sem heimilar stjórnvöldum  að banna útflutning á sjúkragögnum og skylda fyrirtæki til að framleiða slík gögn eingöngu fyrir hið opinbera.

„Smyglhringir, sem smygla stolnum grímum hafa verið upprættir í nokkrum löndum

Þessi skyndilega þörf fyrir andlitsgrímur hefur líka orðið glæpamönnum að féþúfu. Um miðjan mánuðinn greindi alþjóðalögreglan, Interpol, frá því að komist hefði upp um glæpahring sem hefði villt á sér heimildir og tekið á sig gervi grímusala og þannig reynt að svíkja fé út úr þýskum stjórnvöldum. Smyglhringir, sem smygla stolnum grímum hafa verið upprættir í nokkrum löndum og víða um heim hafa lélegar eftirlíkingar af læknagrímum verið gerðar upptækar. 

Grímur til söluÝmsar gerðir og stærðir í búðarglugga í borginni Arlington í Virginíuríki í Bandaríkjunum.

Sums staðar lögbundið að bera grímu

Reyndar hefur farið tvennum sögum af gagnsemi gríma. Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin, WHO, fullyrti snemma í faraldrinum að heilbrigt fólk hefði engin not fyrir grímu.  Í apríl breytti WHO svo um kúrs og ráðlagði grímunotkun til varnar því að smitast af kórónaveirunni og fjölmörg ríki fylgdu í kjölfarið. 

GrímaVefsíðan Mask Club er ein fjölmargra netverslana með andlitsgrímur sem hafa sprottið að undanförnu. Þessi er prýdd myndum af Kærleiksbjörnunum.

Sum lönd hvetja þegna sína til að bera þær, annars staðar kveða lög á um að fólki beri að nota grímur utan heimilis.  Sú er meðal annars raunin í Þýskalandi þar sem í gær tóku gildi lög sem skylda fólk til að bera grímu á almannafæri, að öðrum kosti verði það sektað um háar fjárhæðir og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, gaf í dag út þau tilmæli til Skota að bera grímur þegar þeir færu út í búð. Þá er ekki heimilt að fara grímulaus út úr húsi í Tékklandi. 

Leikkonan Gwyneth Paltrow grímuklædd: 

Ofurfyrirsætan Bella Hadid með grímu:

Á vefsíðu bandaríska Vogue er grein um 75 flottar grímur, rétt eins og um hvern annan aukahlut á borð við skó eða töskur sé að ræða og öll helstu tískuhús heims á borð við Prada, Gucci og Balenciaga voru ekki lengi að taka við sér og framleiða nú grímur, sem sjá má á Instagram-reikningum margra stórstjarna. Það sem áður þótti stórskrýtið, er nú orðið fullkomnlega eðlilegt.

Eða svona allt að því.

Er gríman komin til að vera? Fáir kippa sér nú upp við að sjá manneskju með grímu, en hvort hún verður hluti af daglegum klæðnaði okkar eða minning um fordæmalausa tíma verður tíminn líklega að leiða í ljós.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
1
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
2
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.
Lára Guðrún Jóhönnudóttir
5
Pistill

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Þrílita Bom­b­an sem ann­ast sinn græna reit

Hún lif­ir líf­inu á eig­in for­send­um. Rútína er henn­ar ástartungu­mál og hún geng­ur um ver­öld­ina með sitt með­fædda sjálfs­traust. Eng­inn veit hvað hún er göm­ul í raun og veru þó ýms­ar kenn­ing­ar séu á kreiki. Hún þarf ekki vega­bréf og hef­ur eng­an kosn­inga­rétt. Hún býr við tals­vert áreiti vegna ein­stakr­ar feg­urð­ar og henn­ar lipru hreyf­ing­ar, sem eru ávallt með til­þrif­um,...
Þróttur ætlar ekki að gefa eftir svæði undir nýjan unglingaskóla í Laugardal
6
Fréttir

Þrótt­ur ætl­ar ekki að gefa eft­ir svæði und­ir nýj­an ung­linga­skóla í Laug­ar­dal

Það log­ar allt í Laug­ar­daln­um eft­ir U-beygju Reykja­vík­ur­borg­ar um fram­tíð skóla­mála í hverf­inu. Fall­ið hef­ur ver­ið frá áform­um um að stækka þrjá grunn­skóla og þess í stað á að byggja nýj­an ung­linga­skóla í Daln­um. Á með­al þeirra lóða sem borg­in skoð­ar að byggja á er lóð sem kall­ast „Þrí­hyrn­ing­ur­inn“ og Þrótt­ur tel­ur sig hafa full yf­ir­ráð. Fé­lag­ið ætl­ar ekki að láta lóð­ina eft­ir.
Úttekt og úrbætur til að Akureyrarbær „geri ekki mistök“ í þjónustu við fatlaða
8
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

Út­tekt og úr­bæt­ur til að Ak­ur­eyr­ar­bær „geri ekki mis­tök“ í þjón­ustu við fatl­aða

Vel­ferð­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar hef­ur fal­ið sviðs­stjóra vel­ferð­ar­sviðs að láta gera óháða út­tekt á verk­ferl­um bæj­ar­fé­lags­ins þeg­ar kem­ur að rétt­inda­gæslu fyr­ir fatl­að fólk og að í kjöl­far­ið verði gerð­ar til­lög­ur að úr­bót­um. Mál­ið var tek­ið fyr­ir á fundi ráðs­ins í kjöl­far fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um mál Sveins Bjarna­son­ar sem bjó í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar í fimmtán ár.
Alvotech tapaði 332 milljónum krónum á dag á fyrsta ársfjórðungi
9
GreiningRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech tap­aði 332 millj­ón­um krón­um á dag á fyrsta árs­fjórð­ungi

Fjöl­marg­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa veðj­að stórt á að Al­votech muni með tíð og tíma verða mylj­andi pen­inga­vél. Hökt hef­ur ver­ið á því ferli og á síð­ustu 27 mán­uð­um hef­ur fé­lag­ið tap­að um 180 millj­örð­um króna. Stjórn­end­ur Al­votech eru hins veg­ar bratt­ir og spá því að tekj­ur fé­lags­ins muni allt að fimm­fald­ast milli ára.
Erlendar veðmálasíður herja á íslensk börn og ungmenni
10
Fréttir

Er­lend­ar veð­mála­síð­ur herja á ís­lensk börn og ung­menni

Er­lend veð­mála­fyr­ir­tæki hafa á und­an­förn­um ár­um ver­ið í mik­illi sókn á ís­lensk­um spila­mark­aði. Aug­lýs­ing­ar frá fyr­ir­tækj­un­um má sjá víða á sam­fé­lags­miðl­um og öðr­um vef­síð­um. Lít­ið sem ekk­ert eft­ir­lit er haft með tengsl­um slíkra aug­lýs­inga og auk­inni spila­mennsku með­al ung­menna hér á landi. Ís­lensk stjórn­völd virð­ast vera mátt­laus gagn­vart þró­un­inni en starf­sem­in fer fram hand­an lög­sögu þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
2
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
3
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
5
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
9
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár