Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tekjurnar minnka en verkefnum fjölgar

Bú­ist er við að út­svar­s­tekj­ur sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni drag­ast sam­an um 30 millj­arða í ár og á næsta ári. Á sama tíma er bú­ist við gríð­ar­legri aukn­ingu í fé­lags­þjón­ustu. Sveit­ar­fé­lög­in vilja óend­urkræf fjár­fram­lög úr rík­is­sjóði og láns­fé á hag­kvæm­um kjör­um.

Tekjurnar minnka en verkefnum fjölgar
Framkvæmdir Samdráttur í byggingaframkvæmdum er ein ástæða þess að tekjur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa dregist saman. Á sama tíma hefur þörfin fyrir þjónustu þeirra aukist mikið. Áætlað er að útsvarstekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki um það sem nemur 130.000 á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næsta ári. Mynd: Davíð Þór

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa frammi fyrir gríðarlegri tekjuskerðingu vegna afleiðinga COVID-19 faraldursins og á sama tíma hefur þörfin fyrir þá nærþjónustu sem þau veita sjaldan, eða aldrei, verið jafn mikil. Auknar lántökur myndu hafa langvarandi og lamandi áhrif á skóla- og félagsþjónustu og sveitarfélögin vilja óendurkræf fjárframlög úr ríkissjóði og lánsfé á hagkvæmum kjörum. Verði ekkert að gert gætu þau þurft að nýta sér hlutabótaleiðina.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, sendu frá sér minnisblað fyrr í vikunni þar sem fram koma niðurstöður greininga fjármálastjóra sveitarfélaganna á áhrifum faraldursins á fjárhag þeirra og þjónustu. Gangi þær eftir verði rekstur sveitarfélaganna ósjálfbær um langan tíma og verði ekki leystur nema með miklum lántökum og niðurskurði í þjónustu sveitarfélaganna, nema til komi ríkisaðstoð. 

Minnisblaðið var sent Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra og undir það skrifa bæjarstjórar og borgarstjóri þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að samtökunum en það eru Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í MosfellsbæHann segir ljóst að sveitarfélögin muni verða fyrir miklu tekjutapi. Margir óvissuþættir séu og erfitt að átta sig á heildarmyndinni á þessum tímapunkti.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir ljóst að sveitarfélögin muni verða fyrir miklu tekjutapi. Margir óvissuþættir séu og erfitt að átta sig á heildarmyndinni á þessum tímapunkti. „Við í Mosfellsbæ eigum til dæmis ekki von á að íbúum muni fjölga jafn mikið í ár og við höfðum gert ráð fyrir og þá verða tekjur af gatnagerðargjöldum minni en við höfðum áætlað. Og það er alveg ljóst að sveitarfélögin munu verða fyrir talsverðum kostnaðarauka, haldi þau áfram úti þeirri þjónustu sem þau gera nú,“ segir Haraldur.

Í minnisblaðinu kemur fram að í fyrstu hafi verið talið að höggið myndi standa í stuttan tíma, eða þrjá til sex  mánuði. Greiningarnar hafi leitt í ljós að djúp niðursveifla verði í níu til tólf mánuði og að áætla megi að útsvarstekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki um það sem nemur 130.000 á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu samanlagt í ár og á næsta ári. Þessi upphæð nemur því að tekjur þessara sveitarfélaga myndu lækka um 30 milljarða. Því til viðbótar er tekjulækkun vegna niðurfellingar þjónustugjalda sveitarfélaga vegna leik- og grunnskóla og fjármagnskostnaður og aukinn þungi afborgana vegna tekjusamdráttar og kostnaðarauka, auk fjármögnunar aðgerða, eins og frestun fasteignagjaldatekna. 

Meira á hvern íbúa vegna velferðarþjónustu

Í minnisblaðinu er áætlað að hækkun framlaga til velferðarþjónustu, þar með talinnar félagslegrar þjónustu, fjárhagsaðstoðar og vegna húsnæðisbóta, verði að minnsta kosti 8 milljarðar króna í ár og á næsta ári. Það eru um 35.000 krónur á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að gangi spár um aukið atvinnuleysi eftir sé ljóst að kostnaður vegna þessara þátta muni áfram verða hár á komandi árum. 

„Áætla má að útsvarstekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki um 130.000 á hvern íbúa samanlagt í ár og á næsta ári“

Minni byggingarumsvif hafi áhrif á tekjur af byggingaréttargjöldum og gatnagerðargjöldum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggur fyrir nákvæm greining á þessum þætti en í Reykjavík, Mosfellsbæ og Hafnarfirði er gert ráð fyrir því að samtals muni þessar tekjur lækka um 15 milljarða króna, að stærstum hluta í Reykjavík á fyrrgreindu tímabili. 

Mikill tekjusamdráttur Strætó og Sorpu

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reka saman byggðasamlögin Strætó bs. og Sorpu. Hjá báðum samlögum hefur orðið talsverð tekjulækkun það sem af er ári, hjá Strætó nemur hún 500 milljónum í ár en þar hefur ferðum verið fækkað um 60%. Verulegt tekjutap er fyrirsjáanlegt hjá Sorpu vegna minnkandi umsvifa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin bera einnig kostnað við almannavarnir á svæðinu og hefur hann aukist umtalsvert vegna faraldursins.

Haraldur segir að gera megi ráð fyrir því að sveitarfélögin muni þurfa að efla félagsþjónustu sína talsvert, en ekki sé hægt að áætla nú hversu mikið eða á hvaða sviðum. Erfitt sé að sjá hvernig sveitarfélögin eigi að geta nýtt sér hlutabótaleiðina á sama tíma og aukin þörf sé fyrir þjónustu þeirra.

„Það fer örugglega illa saman. En byggðasamlögin okkar, Sorpa og Strætó, eru reyndar þegar farin að nýta sér þessa leið að einhverju leyti. Það hefur dregið það mikið úr þjónustu þeirra,“ segir Haraldur. Hann segir að það hafi ekki komið til tals á vettvangi SSH að fækka starfsfólki sveitarfélaganna: „Nei, það hefur ekki verið rætt.“

Í minnisblaðinu segir að sveitarfélögin hafi verið hvött til þess að láta fjárfestingaáætlanir ganga eftir og helst flýta eða auka við framkvæmdir. Framkvæmdaáætlanir sveitarfélaganna gera ráð fyrir að fjárfesta fyrir um 52 milljarða króna á höfuðborgarsvæðinu í ár og með auknu fjármagni og flýtingum um 55 milljarða króna. Samtals eru þetta um 110 milljarða króna fjárfestingar sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra á árunum 2020 og 2021. 

Langvarandi og lamandi áhrif

Haraldur segir líklega allan gang á því hvort sveitarfélögin geti aukið við eða flýtt framkvæmdum. „Í Mosfellsbæ eru reyndar fordæmalausar framkvæmdir á þessu ári, fyrir um það bil þrjá milljarða, og við höfum einfaldlega ekki möguleika á að framkvæma meira. Við höfum aftur á móti flýtt viðhaldsframkvæmdum, til dæmis sinnt viðhaldi á íþróttamannvirkjum á meðan þau hafa verið lokuð, en það hefðum við annars gert í sumar.“

Í minnisblaðinu segir að verði efnahagslegum áhrifum af faraldrinum velt yfir á fjárhag sveitarfélaganna með stóraukinni lántöku sé tvennt ljóst: Í fyrsta lagi myndi það hafa „langvarandi og lamandi áhrif á skóla- og velferðarþjónustuna við íbúa vegna þeirrar hagræðingar og niðurskurðar sem slíkar skuldir, vaxtakostnaður og afborganir myndu hafa í för með sér. Í öðru lagi væri sveitarfélögunum ekki fært að taka þátt í því viðnámi, hvorki í veittri þjónustu, vinnumarkaðsaðgerðum eða verklegum framkvæmdum sem þarf til að samfélagið komist hratt á nýjan og betri stað, með auknum umsvifum og atvinnu um leið og faraldurinn leyfir,“ eins og segir í minnisblaðinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
9
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár