Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kraftaverkið í Hafnarfjarðarhöfn vakti minningar

„Það er varla hægt að ímynda sér meira áfall; að fá þær frétt­ir að barn­ið þitt hafi lent í slysi sem þessu,“ seg­ir Krist­ín Dýr­fjörð. Slys, sem varð í janú­ar, þeg­ar ung­ir pilt­ar óku út af Ós­eyr­ar­bryggju í Hafnar­firði og nokk­urn tíma tók að ná tveim­ur þeirra upp úr köld­um sjón­um, vakti þess­ar minn­ing­ar hjá Krist­ínu.

Kraftaverkið í Hafnarfjarðarhöfn vakti minningar
Kristín Dýrfjörð Ég rann til baka í tíma til þess þegar flugvélin fór niður í Skerjafirði í ágúst árið 2000, skrifaði Kristín í facebook-færslu. Slys, sem varð í janúar, þegar ungir piltar óku út af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði og nokkurn tíma tók að ná tveimur þeirra upp úr köldum sjónum, vakti upp minningar hjá Kristínu, sem missti son sinn, Sturla Þór Friðriksson, í flugslysi í Skerjafirðið árið 2000. „Það er varla hægt að ímynda sér meira áfall; að fá þær fréttir að barnið þitt hafi lent í slysi sem þessu.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég hlustaði á fréttir á RÚV, um kraftaverkið í Hafnarfjarðarhöfn, ég gladdist innilega og ég táraðist, en ég rann líka til baka í tíma til þess þegar flugvélin fór niður í Skerjafirði í ágúst árið 2000.“ Svona hefst færsla Kristínar Dýrfjörð, dósents við Háskólann á Akureyri, sem hún skrifaði á Facebook fyrr í vikunni. Sturla Þór Friðriksson, 17 ára gamall sonur hennar og Friðriks Þórs Guðmundssonar, lést að kvöldi nýársdags árið 2001 eftir að hafa lent í flugslysi í Skerjafirði í ágúst árið áður. 

Slys, sem varð í janúar, þegar ungir piltar óku út af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði og nokkurn tíma tók að ná tveimur þeirra upp úr köldum sjónum, vakti þessar minningar hjá Kristínu, en Sturla var í sjónum í Skerjafirði í að minnsta kosti hálftíma áður en honum var bjargað. Hún segist hafa hugsað mikið til piltanna og aðstandenda þeirra síðan slysið varð. „Það er varla hægt að ímynda sér meira áfall; að fá þær fréttir að barnið þitt hafi lent í slysi sem þessu.“

Fréttir bárust síðan af því núna í vikunni að allir væru þeir komnir heim af spítala. Móðir eins þeirra sagði að þetta væri kraftaverk og læknir, sem hafði umsjón með meðferð þeirra á Landspítala, sagði málið einstakt á allan hátt. Drengirnir hefðu verið í tvær klukkustundir í hjartastoppi og væru einu Íslendingarnir sem hefðu lifað slíkt af.

Getur ímyndað sér líðan foreldranna

„Ég var stödd í Finnlandi þegar ég las fréttir af slysinu í Hafnarfjarðarhöfn,“ segir Kristín. „Ég skoðaði netmiðlana á nokkurra mínútna fresti til að athuga hvort eitthvað nýtt væri komið fram.

Þegar ég heyrði af þessu vöknuðu strax þessar tilfinningar, það gerist alltaf þegar ég heyri af slysum hjá ungu fólki. Ég veit ekki hvort það er þannig hjá öllum sem hafa upplifað eitthvað svipað og ég, en þannig er það hjá mér. Ég veit ekki fyrir víst hvernig foreldrum þeirra leið þegar þau fengu fréttirnar af slysinu, en ég get sannarlega ímyndað mér það.“

Sturla Þór FriðrikssonHann lést að kvöldi nýársdags 2001 eftir að hafa lent í flugslysi í Skerjafirði 7. ágúst 2000.

Sturla var að koma heim af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum með lítilli Cessna-vél að kvöldi 7. ágúst um verslunarmannahelgina árið 2000. Vélin var við það að lenda á Reykjavíkurflugvelli þegar flugmaður hennar fékk þau skilaboð frá flugumsjón að hann yrði að hætta við lendingu þar sem önnur flugvél var fyrir á flugbrautinni. Flugmaðurinn hækkaði flugið, ætlaði að taka hring og lenda síðan, en skömmu síðar skall vélin í sjóinn, brotnaði og sökk. Niðurstaða opinberrar rannsóknar var að líklega hefði orsök slyssins verið sú að eldsneyti vélarinnar hafi verið á þrotum. Þrír létust í slysinu, þrennt til viðbótar slösuðust mikið og létust þau öll innan árs frá slysinu.

Það gerðist, sem gerðist

„Ég hef ekki hugmynd um hvað Sturla var lengi ofan í sjónum, minnst hálftíma er mér sagt, ég hef séð myndband af björguninni og sá að björgunarmenn virtust vera að sækja lík, svo komu þeir í fjöruna og þaðan upp á spítala. Ég hef aldrei séð sjúkraskýrslurnar hans Sturlu, ég veit ekki hvað þeir voru lengi að koma í hann lífi.

„Auðvitað var kvíði, en líka það viðhorf að það gerðist sem gerðist, við gætum ekki breytt því, bara verið til staðar. Svo vaknaði Sturla,“ skrifar Kristín í færslu sinni.

Hann var mikið skaddaður innvortis og þurfti tugi eininga af blóði. Ég man eftir lækninum sem kom inn um nóttina og sagði við mig og okkur að ég skyldi ekki búast við neinu, drengurinn okkar væri örugglega heiladauður. Ég reiddist og sagðist ætla að trúa því þegar það kæmi í ljós. Við fengum að fara aðeins inn til hans, áður en þeir svæfðu hann. Hann ýtti öxlinni til, eins og hann gerði sem lítill drengur í svefni. Ég hélt í þessa hreyfingu, næstu vikur og mánuði hélt ég í þessa hreyfingu. Svo tók við hræðilegur tími vöknunar, markaður ofsjónum. Okkur var sagt að þó svo að Sturla lifði, gætum við átt von á að minnið væri farið, að hann gæti ekki lesið eða skrifað, að við ættum að búa okkur undir það versta. Auðvitað var kvíði, en líka það viðhorf að það gerðist sem gerðist, við gætum ekki breytt því, bara verið til staðar.  Svo vaknaði Sturla,“ skrifar Kristín í færslu sinni.

„Mikið gladdist ég við að heyra fréttir af því að drengirnir væru allir komnir heim af spítala“

Fyrir það þökkum við á hverjum degi

Þar skrifar hún að minni Sturlu hafi verið algerlega í lagi, hann hafi getað lesið, kunnað ensku og húmorinn hafi ekki verið langt undan. „En líkaminn var brotinn, mænan í sundur, kviðurinn opinn og náðist aldrei að loka honum. Hann komst í hjólastól, hann var á leið upp á Grensás, en það tókst aldrei að loka honum, að lokum náðu sýkingar tökum á honum, hann var svæfður aftur um miðjan desember og lést á nýárskvöld. En tíminn sem við fengum með honum var okkar kraftaverk, að fá hann til baka og eiga tíma með honum var okkur dýrmætt og fyrir það þökkum við á hverjum degi.“

Kristín Dýrfjörð„Þegar ég heyrði af þessu vöknuðu strax þessar tilfinningar, það gerist alltaf þegar ég heyri af slysum hjá ungu fólki. Ég veit ekki hvort það er þannig hjá öllum sem hafa upplifað eitthvað svipað og ég, en þannig er það hjá mér.“

Kristín segir að það hafi glatt hana mikið að fá jákvæðar fréttir af drengjunum sem lentu í slysinu í Hafnarfirði. „Mikið gladdist ég við að heyra fréttir af því að drengirnir væru allir komnir heim af spítala og ég óska þeim og fjölskyldum þeirra sannarlega velfarnaðar, ég veit að fram undan er mikil vinna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
9
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár