Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Liðka fyrir nauðungarsölum vegna faraldursins

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir hef­ur lagt fram frum­varp sem heim­il­ar fyr­ir­töku nauð­ung­ar­sölu í gegn­um síma eða fjar­funda­bún­að fram á haust. Þá eru fram­lengd­ir frest­ir þar sem nauð­ung­ar­sala hefði ann­ars fall­ið nið­ur vegna að­stæðna sem Covid-19 far­ald­ur­inn skap­ar.

Liðka fyrir nauðungarsölum vegna faraldursins
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem snýr að meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum. Mynd: xd.is

Sýslumönnum verður heimilt að taka fyrir nauðungarsölur í gegnum síma eða fjarfundabúnað fram á haust, verði stjórnarfrumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að lögum. Þá er liðkað fyrir um tímafresti svo nauðungarsölur falli ekki niður vegna aðstæðna sem Covid-19 faraldurinn skapar.

Frumvarpið hefur verið afgreitt af ríkisstjórn og var það lagt fram á Alþingi á laugardag. Frumvarpið varðar breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónaveiru og snýr að meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum meðal annars. Flest ákvæði frumvarpsins varða rafræna meðferð mála hjá þessum aðilum og eru þau flest til bráðabirgða.

„Það er hægt að líta til einhverra breytinga líkt og þessara sem jákvæð áhrif af COVID-19, sú reynsla sem kemst á hin ýmsu fjarfundarform og rafræn samskipti verður vonandi til þess að stjórnsýslan færist hraðar á rafrænt form, sem bætir þjónustu fyrir almenning og sparar ríkinu gríðarlega fjármuni til lengri tíma,“ tilkynnti Áslaug Arna á Facebook-síðu sinni.

„Það er hægt að líta til einhverra breytinga líkt og þessara sem jákvæð áhrif af COVID-19“

Þá segir Áslaug að verið sé að „ryðja úr vegi hindrunum í lögunum, meðal annars um dánarvottorð, ættleiðingar og á barna- og útlendingalögum“.

Breytingar á lögum um nauðungarsölu eru meðal þessara bráðabirgðaákvæða. Samkvæmt þeirri grein frumvarpsins verður heimilt fram til 1. október að taka nauðungarsölu fyrir með gerðarbeiðanda í gegnum síma eða fjarfundabúnað, „enda verði fyrirtöku málsins háttað þannig að allir heyri þau orðaskipti sem fram fara“. Gerðarbeiðandi er sá sem krefst nauðungarsölunnar, oft fjármálafyrirtæki, hið opinbera eða fyrirtæki sem á kröfu á eiganda eignarinnar. „Við þessar aðstæður telst gerðarbeiðandi hafa mætt við fyrirtökuna í skilningi 1. tölul. 2. mgr. 15. gr. laganna,“ segir í frumvarpinu.

„Í þessari grein er lagt til að við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem heimilar fyrirtökur með gerðarbeiðendum í gegnum síma eða fjarfundabúnað til að fækka komum til sýslumanna og dómstóla á meðan kórónuveirufaraldurinn gengur yfir,“ segir í skýringum með greininni. „Af sömu ástæðu er lagt til að heimilt verði að bjóða upp á rafrænar lausnir við meðferð mála.“

Þá eru framlengdir frestir til að ljúka nauðungarsölum án þess að þær falli niður, enda sé um að ræða tafir vegna þeirra aðstæðna sem faraldurinn skapar. Varða frestirnir meðal annars tilfelli þar sem uppboð hefur ekki hafist einu ári frá fyrirtöku málsins eða munir ekki seldir og mundi þá nauðungarsalan falla niður undir venjulegum kringumstæðum. 60 daga frestur er veittur til viðbótar frá þeim tímapunkti sem „óyfirstíganlegri hindrun“ lýkur og er þar átt við aðstæðurnar vegna faraldursins.

„Til að koma í veg fyrir réttarspjöll vegna óvæntra og óyfirstíganlegra hindrana sem ekki byggjast á atvikum er varða málsaðila sjálfan, svo sem kórónuveirufaraldursins, er lagt til að tilteknum frestum sem lýkur fram til 1. október 2020 verði framlengt þar til hindruninni hefur verið rutt úr vegi,“ segir í skýringum með frumvarpinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
3
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna yf­ir­vof­andi stríðs í lok árs 2021. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár