Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Seðlabankastjóri: Covid kreppan verður erfið en ekki eins slæm og hrunið

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri tel­ur að Covid-krepp­an verði ekki eins al­var­leg fyr­ir Ís­land og krepp­an sem fylgdi hrun­inu 2008. *Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra er hins veg­ar á öðru máli og tal­ar um að þessi kreppa verði kannski sú dýpsta síð­ast­lið­ina öld.

Seðlabankastjóri: Covid kreppan verður erfið en ekki eins slæm og hrunið

„COVID-kreppan mun verða landinu erfið – en mun ekki jafnast á við hrunið 2008,“ segir Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og seðlabankastjóri, í svörum sínum til Stundarinnar um eðli COVID-kreppunnar sem heimurinn gengur nú í gegnum. Í svari sínu vísar Ásgeir til áhrifanna á Íslandi  en hann telur að áhrifin af kreppunni hér á landi verði minni en í mörgum stærri ríkjum. 

Atvinnuleysi á Íslandi á að fara upp í 14 prósent nú í apríl en ef svo verður þá er um að ræða mesta atvinnuleysi sem mælst hefur á Íslandi. Atvinnuleysi fór hæst upp í 9.3 prósent á Íslandi í kjölfar hrunsins 2008.  Samtímis spá bandarísk yfirvöld því að atvinnuleysi þar í landi geti farið upp í allt að 32 prósent. Þetta yrði einnig sögulegt hámark atvinnuleysis þar í landi. 

Ásgeir Jónsson segir hins vegar að allt útlit sé fyrir að þessi kreppa verði skammvinn. „Ef allt gengur að óskum á hagkerfið aftur að taka við sér eftir að veikin er liðin hjá,“ segir hann.

Ásgeir er einn af viðmælendum Stundarinnar í grein um COVID-kreppuna. 

„En þetta stefnir í að verða ein mesta krísa í hundrað ár á Íslandi“

Bjarni málar upp dekkri mynd

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra málaði hins vegar upp dekkri mynd af stöðuni í viðtali við RÚV í gær.  

Þá sagði ráðherrann að hann teldi að höggið fyrir ríkissjóð út af COVID-faraldrinum yrði kannski á bilinu 200 til 300 milljarðar króna. „Ef menn eru að leita að einhverri tölu til þess að átta sig á því hvert verður höggið fyrir ríkissjóð, þá getum við alveg gleymt því að vera að tala um hundrað milljarða eins og ég nefndi að við værum komin yfir. Við erum farin að tala um að minnsta kosti tvöfalda þá fjárhæð, eða meira.“

Niðurstaða Bjarna er að þetta stefni í að verða ein dýpsta kreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum síðastliðna öld.  „En þetta stefnir í að verða ein mesta krísa í hundrað ár á Íslandi, í efnahagslegu tilliti. Og þá er gott að vita til þess að við höfum nýtt góðu tímana til þess að hafa svigrúm til að takast á við slíka tíma, án þess að hér fari allt á hliðina.“

„Þessi eilífi hrun-samanburður er ekki mjög hjálplegur til þess að átta sig á þessu efnahagsáfalli sem nú dynur yfir.“

Dekkri myndBjarni Benediktsson fjármálaráðherra málar upp dekkri mynd af stöðunni en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Ásgeir: Samanburður við hrunið ekki hjálplegur

Stundin spurði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra þriggja spurninga og fylgja svör hans hér fyrir neðan. Mat Ásgeirs á stöðunni er almennt séð nokkru bjartýnna en mat Bjarna Benediktssonar.

1. Spurning Stundarinnar: „Hvernig verður þessi COVID-kreppa frábrugðin Kreppunni miklu á fjórða áratugnum og kreppunni eftir alþjóðlegu fjármálakrísuna og bankahrunið árið 2009?“

„Bæði áföllin 1929 og 2008 voru fjármálakreppur. Slíkar kreppur koma í kjölfar þess að eignabóla myndast – á húsnæðismarkaði, hlutabréfamarkaði og svo framvegis. Bólurnar leiða til rangra fjárfestinga með mikilli skuldsetningu til gagnslausra verkefna.

Á einhverjum tímapunkti springur bólan. Þannig svipta fjármálakreppur aðeins tjöldunum frá og sýna þá tortímingu eða tap sem þegar hefur átt sér stað að tjaldabaki – og eyður blasa við þar sem áður höfðu sýnst gagnsamar eignir og arðbærar fjárfestingar. Afleiðingarnar lýsa sér í gjaldþrotum, afskriftum fyrirtækja og svo framvegis. Þjóðhagslegar afleiðingar fjármálakreppa velta á því hvernig það tekst til að viðhalda fjármálastöðugleika, það er hvernig fjármálakerfinu reiðir af. Ef margir bankar fara í þrot getur fjármálakreppan lamað hagkerfið. Þetta á sérstaklega við um lítil opin hagkerfi með eigin mynt sem hafa hlaðið upp erlendum skuldum til þess að fjármagna viðskiptahalla. Á einhverjum tímapunkti hættir innflæðið og gjaldmiðillinn hrynur – og hagkerfið snögghemlar.

Seðlabankar heimsins brugðust ranglega við þegar hlutabréfabólan sprakk árið 1929 – með aðhaldssamri peningastefnu. Í kjölfarið varð 1/3 af öllum bönkum Bandaríkjanna gjaldþrota og efnahagslífið fór í langvinnan samdrátt. Viðbrögðin voru allt önnur árið 2008. Svo má segja að samræmdar aðgerðir í peningamálum – s.s. peningaprentun – hafi komið veg fyrir að það áfall komi fram í raunhagkerfinu. Jafnframt var farið út í víðtækar björgunaraðgerðir til þess að styðja við fjármálakerfið. Undantekning frá þessu er Ísland – þar sem bankarnir féllu. Gjaldmiðillinn hrundi og mjög harður samdráttur tók við.

COVID-19 kreppan er annars eðlis. Hún stafar af því að ríkisstjórnir landa loka á samgöngur, samskipti og framleiðslu til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Þetta er sjálfskipuð kreppa og stafar því ekki af einhverjum undirliggjandi kerfisvandamálum líkt og fjármálakreppur. Ef allt gengur að óskum á hagkerfið aftur að taka við sér eftir að veikin er liðin hjá. Það kann hins vegar að vera að afleiðingarnar verði langvinnari – það er ef COVID-kreppan verði til þess að ýmsir þverbrestir sem nú þegar eru til staðar muni gliðna vegna álagsins. Það er ef útgjöld vegna kreppunnar leiða til ríkisfjármálakreppu.“

2. Spurning Stundarinnar: Hversu djúp verður þessi kreppa?

„Ísland er mjög vel í stakk búið til þess að takast á við COVID-áfallið – við munum geta viðhaldið þjóðhagslegum stöðugleika. Hins vegar blasa við gríðarlegir erfiðleikar á vinnumarkaði – þegar ein stærsta atvinnugrein landsins verður í lamasessi. Við þessu er aðeins hægt að bregðast með því að reyna að millifæra tekjur úr framtíðinni til dagsins í dag – svo sem að ríkið auki útgjöld sín til þess að reyna að tryggja tekjur fólks og taki til þess lán sem greidd verða með skatttekjum framtíðar. Að bankarnir og aðrir lánardrottnar veiti greiðslufresti og lán út á tekjur framtíðar. Jafnframt – að Seðlabankinn lækki vexti til þess að gera þessa tekjumillifærslu auðveldari.

Það er nær öruggt að COVID-kreppan mun koma mun harðar fram í stærstu löndum Evrópu og í Bandaríkjunum en fjármálakreppan 2008 – enda sluppu þessi lönd tiltölulega vel þá. Sama á ekki við um Ísland. COVID-kreppan mun verða landinu erfið – en mun ekki jafnast á við hrunið 2008. Stór hluti af heimilum og fyrirtækjum landsins varð gjaldþrota eftir 50% gengisfall og 20% verðbólguskot. Í kjölfarið var þörf á gríðarlegum kerfisbreytingum í atvinnulífinu sem voru bæði erfiðar, sársaukafullar – og tóku tíma. Ísland er á allt öðrum stað núna. Þessi eilífi hrun-samanburður er ekki mjög hjálplegur til þess að átta sig á þessu efnahagsáfalli sem nú dynur yfir. Ísland mun áfram verða ferðaþjónustuland – þær fjárfestingar sem nú þegar hefur verið lagt í munu koma að gagni í framtíðinni. Eins og staðan er nú er fátt neitt annað hægt að gera en bíða – þar til tíðin batnar.“

3.  Spurning Stundarinar: Hvernig mun þessi COVID-kreppa breyta heiminum, ef hún mun gera það? Hvernig mun hún breyta hagfræðinni? Hvaða lærdómur verður dreginn af henni?

„Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða breytingar munu fylgja í kjölfarið. Augljóslega munu sóttvarnir og viðbúnaðaráætlanir nú verða teknar alvarlega. Mörg fyrirtæki munu nú hugsa um öryggi í framleiðslukeðjum sínum – og leggja áherslu á að sækja aðföng og íhluti nær sér en áður hefur verið. Mögulega munu áhrifin verða þau sömu og árið 1929 – er ríkið þurfti að stíga inn í atvinnulífið og fór ekkert aftur út. Öruggt er að skattar þurfa að hækka í framtíðinni til þess að borga fyrir þau útgjöld sem er stofnað til. Mögulega mun kreppan leiða til pólitísks óstöðugleika og aukinnar sérhyggju í stefnumörkun – en um það er erfitt að spá á þessari stundu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lærdómurinn af heimsfaraldrinum

Fjarstjórnun ekki síður mikilvæg en fjarvinna
ViðtalLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Fjar­stjórn­un ekki síð­ur mik­il­væg en fjar­vinna

Það er kúnst að reka fyr­ir­tæki sem reið­ir sig á fjar­vinnu starfs­manna. Þetta seg­ir Bjarney Sonja Ólafs­dótt­ir Brei­dert, fram­kvæmda­stjóri al­þjóð­lega hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins 1x­IN­TER­NET. Hún seg­ir að fólk verði jafn­vel ag­aðra og af­kasta­meira í fjar­vinnu en í hefð­bundnu vinnu­um­hverfi, að því gefnu að hún sé vel skipu­lögð og ferl­ar séu skýr­ir.
Aukin togstreita á milli almennings og elítu
ErlentLærdómurinn af heimsfaraldrinum

Auk­in tog­streita á milli al­menn­ings og elítu

And­stæð­ing­ar hnatt­væð­ing­ar vilja meina að heims­far­ald­ur­inn, sem nú stend­ur yf­ir, sé ekki síst af­leið­ing þess að landa­mæri hafa minni þýð­ingu en áð­ur. Marg­ir sér­fræð­ing­ar á sviði al­þjóða­sam­starfs telja þvert á móti að auk­in al­þjóða­væð­ing sé eina leið­in til að tak­ast á við fjöl­þjóð­leg vanda­mál á borð við kór­óna­veiruna. Al­þjóða­væð­ing­in sé í raun mun flókn­ari og víð­tæk­ari en þorri fólks geri sér grein fyr­ir.
COVID-19 faraldurinn sýnir að það sem sagt var ómögulegt er vel hægt
FréttirLærdómurinn af heimsfaraldrinum

COVID-19 far­ald­ur­inn sýn­ir að það sem sagt var ómögu­legt er vel hægt

Skipt­ar skoð­an­ir eru um hvaða áhrif COVID-19 far­ald­ur­inn muni hafa á ferð­ir fólks til fram­tíð­ar. Fræði­menn telja þó að nú sé færi sem verði að nýta til að draga úr um­hverf­isáhrif­um flugs og ferða­mennsku. Þótt mis­mik­ill­ar bjart­sýni gæti um hvort slíkt geti tek­ist þá hafa að­gerð­ir ríkja heims nú sýnt að hægt er að knýja fram veru­leg­ar breyt­ing­ar á hegð­un og neyslu fólks á mjög stutt­um tíma, sé póli­tísk­ur vilji fyr­ir því.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
10
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár