Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum

James Ratclif­fe seg­ir frum­vörp sem hafa áhrif á land­ar­eign sína á Aust­ur­landi og sam­þjöpp­un veiðirétt­inda vera brot á al­þjóð­leg­um skuld­bind­ing­um Ís­lands. Var­ar hann við flókn­um og tíma­frek­um mála­ferl­um vegna ákvarð­ana ráð­herra.

Ratcliffe beitir sér gegn frumvarpi Katrínar um eignarhald á jörðum
James Ratcliffe Net félaga Ratcliffe á fjölda landareigna á Austurlandi.

James Ratcliffe, einn ríkasti maður Bretlands og landeigandi á Austurlandi, telur fyrirhugaðar lagabreytingar varðandi eignarhald á jörðum stangast á við EES-rétt og veita ráðherra of mikil völd. Þetta kemur fram í umsögn um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem send var inn af Veiðiklúbbnum Streng fyrir hönd allra félaga Ratcliffe sem eiga jarðir á Íslandi.

Þá hefur Ratcliffe hlotið liðsinni Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem skrifaði fyrir hann sérfræðiálit um annað frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem snýr að því að setja þak á atkvæðarétt einstakra aðila í veiðifélögum. Telur hann það ólögmæta takmörkun á frjálsu flæði fjármagns samkvæmt EES-samningnum

Fasteignir og jarðir sem Ratcliffe og viðskiptafélagar hans hafa keypt á Austurlandi liggja margar hverjar að gjöfulum laxveiðiám og hefur mikið verið lagt í framkvæmdir, til að mynda byggingu laxastiga til að efna laxastofna. Félag hans Halicilla Limited hefur fjárfest í íslensku landi fyrir 2,2 milljarða króna hið minnsta. Á félagið net dótturfélaga og meirihluta í Veiðiklúbbnum Streng. Samanlögð stærð landsins sem Ratcliffe og viðskiptafélagar hans eiga hlut í er ríflega 1000 ferkílómetrar, eða 1% alls landsvæðis Íslands.

Í frumvarpi Katrínar eru sett skilyrði um samþykki ráðherra fyrir aðilaskiptum að landi í skilgreindum tilfellum. Á það meðal annars við ef kaupandi lögbýlis á fyrir fleiri lögbýli sem eru samanlagt 50 hektarar eða meira að stærð, ef fasteign er 350 hektarar eða stærri og ef kaupandi og tengdir aðilar eiga fasteignir sem eru samanlagt 10.000 hektarar eða meira að stærð. Í sömu tilfellum þarf einnig að afla samþykkis fyrir breytingu á yfirráðum yfir lögaðila sem er eigandi lands, svo sem ef eignarhlutur í fyrirtæki skiptir um hendur að hluta eða í heild. Þá er gert ráð fyrir aukinni upplýsingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra.

Í umsögn Strengs, sem Gísli Stefán Ásgeirsson framkvæmastjóri skrifar undir, er sagt að ekki sé ljóst hvernig ráðherra muni beita þessum ákvæðum í framkvæmd. „Telur Strengur að þetta leiði óhjákvæmilega til þess að beiting þessara ákvæða, verði þau að lögum, og þar með raunverulegt inntak þeirra, verði lítt fyrirsjáanlegt. Þá býður þetta fyrirkomulag jafnframt heim hættu á að samræmis og jafnræðis verði ekki gætt. Slíkt fyrirkomulag telur Strengur ekki vera í samræmi við framangreindar kröfur EES-réttar, auk þess sem það skapar möguleika á handahófskenndri ákvörðunartöku.“

Þá gagnrýnir Strengur að ákvörðun ráðherra verði endanleg á stjórnsýslustigi. „Í því felst að slík ákvörðun verður þar með ekki endurskoðuð á stjórnsýslustigi, heldur verður henni eingöngu skotið til dómstóla, með tilheyrandi kostnaði og umstangi fyrir aðila, auk þess sem slík málsmeðferð er afar tímafrek og er dómstólum óheimilt við slíka endurskoðun að taka nýja stjórnvaldsákvörðun. Telur Strengur þessa ráðstöfun ekki fela í sér fullnægjandi réttaröryggi, enda óneitanlega íþyngjandi,“ segir í umsögninni.

„Að lokum telur Strengur óheppilegt að slík ákvarðanataka, um réttindi og skyldur aðila í einstökum málum, svo sem hér um ræðir, fari yfir höfuð fram hjá ráðherra, sem einkum hefur það hlutverk að framfylgja pólitískri stefnumótun.“

Í umsögninni er tekið fram að hún sé sett fram fyrir hönd Halicilla Limited, eignarhaldsfélags Ratcliffe, og allra tengdra félaga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
3
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna yf­ir­vof­andi stríðs í lok árs 2021. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Ari Trausti Guðmundsson
10
Aðsent

Ari Trausti Guðmundsson

Nám­ur í sjó?

Ari Trausti Guð­munds­son, jarð­vís­inda­mað­ur og fyrr­um þing­mað­ur Vinstri grænna, skrif­ar um námu­rekst­ur á hafs­botni og áhrif­un­um sem slík­ur iðn­að­ur gæti haft á vist­kerf­in til lengri og skemmri tíma. Áhugi stjórn­valda og stór­fyr­ir­tækja á slíkri auð­linda­nýt­ingu hef­ur auk­ist á und­an­förn­um ár­um en Ari var­ar við því að slík starf­semi kunni að vera ósjálf­bær.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár