Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Starfs­fólk sem hef­ur störf í sorp­hirðu hækk­ar laun sín úr rúm­lega 300 þús­und króna taxta í ríf­lega 476 þús­und krón­ur á mán­uði með föst­um yf­ir­vinnu­greiðsl­um og bón­us fyr­ir að sleppa veik­inda­dög­um. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að sorp­hirðu­fólk fái launa­hækk­un upp í 850 þús­und krón­ur á mán­uði með kröf­um Efl­ing­ar.

Formaður Samtaka atvinnulífsins Gagnrýnir hækkun á launum sorphirðufólks með kröfum Eflingar.

Heildarlaun verkamanns sem hefur störf við sorphirðu hjá Reykjavíkurborg eru 476.241 krónur á mánuði, að meðtöldum yfirvinnugreiðslum og öðrum greiðslum, til dæmis bónusgreiðslum fyrir að nýta ekki veikindarétt.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tilgreindi í Kastljósi Ríkisútvarpsins í fyrrakvöld að laun sorphirðufólks myndu hækka úr 630 þúsund krónum á mánuði í 850 þúsund króna mánaðarlaun ef kröfur Eflingar yrðu samþykktar, en þær ganga út á hækkun lægstu taxtalauna umfram lífskjarasamningana.

Sorphirðufólk hækki einnig

Halldór Benjamín mætti Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í Kastljósinu í fyrrakvöld þar sem kjaramálin voru til umræðu, einkum hinn svonefndi lífskjarasamningur en Halldór hélt því fram að Efling hefði lagt til atlögu við hann. 

Halldór Benjamín sagði að Sólveig Anna og hennar félagar kysu að tala eingöngu um kvennastéttir á lágum launum, svo sem starfsfólk leikskóla, en minntist ekki á aðra hópa sem einnig væru í verkfalli þessa dagana. „Sem dæmi, karlastéttin sorphirða eru þarna undir. Og ef þessar kröfur Eflingar ná fram að ganga munu heildarlaun sorphirðufólks fara rétt úr 630 þúsund í 850 þúsund. En Efling kýs að tala ekkert um þetta.“

613 þúsund í meðalheildarlaun

Halldór Benjamín segist í samtali við Stundina hafa mismælt sig í viðtalinu og að launin væru í raun 613 þúsund að meðaltali hjá sorphirðumönnum Reykjavíkurborgar.

„Ég hafði samband við mannauðssvið Reykjavíkurborgar og bað um útreikninga á kröfum Eflingar vegna starfsmanna í sorphirðu, nánar tiltekið meðalheildarlaun í dag og í lok fyrirhugaðs samningstíma. Til svara var Lóa Birna Birgisdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs. Þær tölur sem hún lét mér í té voru 613 þúsund krónur meðalheildarlaun hjá sorphirðufólki en ef gengið yrði að kröfu Eflingar þá yrðu meðalheildarlaun 850 þúsund krónur í lok samningstímans. Ég mismælti mig í Kastljósi og sagði 630 en átti auðvitað að vera 613 og hækkun í 850 í heildarlaun á mánuði,“ segir Halldór.

Heildarlaun eftir 12 ára vinnu 514 þúsund krónur

Sé horft á kauptaxta verkamanna við sorphirðu samkvæmt kjarasamningum Eflingar við Reykjavíkurborg kemur í ljós að grunnlaun þess sem hefur störf við sorphirðu eru 300.025 krónur á mánuði. Við þau laun bætist yfirvinna sem nemur 9 klukkustundum á viku, og er hún tilgreind í sérstökum kaupaukasamningi milli Eflingar og borgarinnar. Er þar tiltekið að yfirvinna greiðist vegna vinnu að morgni fyrir venjulegt dagvinnutímabil og einnig fyrir vinnu í matar- og kaffitímum. Umrædd laun fyrir yfirvinnu nema 121.505 krónum á mánuði. 

Þá fá allir þeir sem starfa við sorphirðu fyrir borgina greidda kaupauka fyrir hvern dag sem þeir mæta til vinnu. Sá kaupauki er ekki greiddur við veikindi eða þegar um aðrar fjarvistir er að ræða. Kaupaukinn nemur 2.524,72 krónum og má því reikna með að heildar kaupauki á mánuði nemi 54.711 krónum, séu ekki um neinar fjarvistir að ræða.

Því eru heildarlaun sorphirðumanns sem hefur störf hjá borginni 476.241 krónur á mánuði. Grunnlaun verkamanns sem hefur tólf ára starfsreynslu við sorphirðu eru 327.027 krónur og heildarlaun með yfirvinnu og kaupauka nema 514.178 krónum á mánuði. Þá eru grunnlaun þess sem hefur störf sem flokksstjóri við sorphirðu hjá Reykjavíkurborg 355.705 krónur. Sá fær greiddar 15 yfirvinnustundir á viku og nema yfirvinnugreiðslur því 240.091 krónu. Heildarlaun flokksstjóra, með kaupauka eru því 650.508 krónur á mánuði.

Greiðslur úr pottum ekki í hendi

Við lok árs eru veikindafjarvistir teknar saman og þeim starfsmönnum sem eru í fullu starfi 1.desember hvert ár greitt úr potti sökum þess að starfsmenn taka á sig óbættar veikindafjarvistir. Hið sama á við ef starfsmannaskortur hefur verið á einhverjum tíma á árinu, þá er starfsmönnum greitt úr potti samkvæmt ákveðinni reiknireglu. Þessar greiðslur eru hins vegar tilfallandi, hafi til að mynda ekki verið starfsmannaskortur við sorphirðu á árinu koma ekki til greiðslur. Þessar greiðslur eru inntar af hendi einu sinni á ári, 1. febrúar, og eru því ekki regluleg laun og þá er það ekki heldur á hendi starfsmanna hversu háar þær eru, eins og rakið er hér að framan.

Starfsfólk sorphirðu Reykjavíkurborgar er rétt um 50 talsins, um 40 verkamenn og um 10 flokksstjórar. Hins vegar eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla ríflega 1.000 talsins. Þá er rétt að halda því til haga að sá stóri hópur hefur ekki færi á því að vinna yfirvinnu til að hækka heildarlaun sín, þar eð yfirvinna er ekki í boði á leikskólum nema í algjörum undartekningartilvikum.

Þar með innifelur talan yfir 613 þúsund króna meðalheildarlaun sorphirðufólks ýmsar greiðslur, til dæmis fyrir yfirvinnu og fyrir að nýta ekki veikindarétt, auk þess sem talan tekur einnig til flokksstjóra.

Ótímabundið verkfall hefst á mánudag, eftir að 95,5% félagsmanna Eflingar samþykktu það, og hefur Reykjavíkurborg sent frá sér viðvaranir vegna þess. „Á meðan verkfall Eflingar stendur yfir óska borgaryfirvöld eftir því að íbúar fari varlega þegar þeir eru á ferð um borgina, gangi vel um grenndargáma og ruslastampa og hafi gát á sér og sínum,“ segir í tilkynningu borgarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
9
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár