Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir að varað hafi verið við hönnun snjóflóðavarnargarðsins án árangurs

Birk­ir Ein­ars­son, eig­andi Blossa ÍS sem sökk í Flat­eyr­ar­höfn í nótt, seg­ir að það hafi eig­in­lega ver­ið gert grín að áhyggj­um móð­ur hans af því að hönn­un snjóflóða­varn­ar­garðs fyr­ir of­an þorp­ið gæti vald­ið tjóni á bát­um í höfn­inni.

Segir að varað hafi verið við hönnun snjóflóðavarnargarðsins án árangurs
Marar í hálfu kafi Birkir Einarsson sagði um hádegisbil ekki sjá betur en að Blossi væri sokkinn.
Segist aldrei munu sigla Blossa afturBirkir Einarsson segir að jafnvel þó að takast megi að hífa Blossa ÍS upp og gera við hann muni hann ekki treysta honum framar.

Birkir Einarsson er einn eigenda bátsins Blossa sem varð fyrir flóðbygjunni eftir snjóflóðið úr Skollahvilft í gærkvöldi. Hann segir að hönnun snjóflóðavarnagarðsins sem ver byggðina á Flateyri sé með þeim hætti að fyrirséð hafi verið að flóðið myndi lenda á smábátabryggjunni með tilheyrandi tjóni. Á það hafi verið bent, meðal annars af móður hans, Guðrúnu Pálsdóttur. „Það var eiginlega bara gert grín að henni. Það var fullyrt að flóð myndu stoppa í lóninu sem er fyrir neðan veginn, við endann á varnargarðinum. Það var nú aldeilis ekki raunin.“

Stundin náði tali af Birki um miðjan dag en þá var hann staddur um borð í varðskipinu Þór en með því hafði hann farið frá Ísafirði þar sem hann býr. „Við erum komnir yfir á Flateyri en ekki komnir í land. Það gengur á með hviðum og snjódrífu og það er erfitt að sjá út á höfnina. Ég held samt að Blossi sé sokkinn, trýnið á honum var þarna upp úr í nótt en ég held að hann sé bara sokkinn núna. Flökin af bátunum eru bara þarna inni í höfninni og höfnin full af snjó. Ég sé ekki að það verði hægt að hreinsa höfnina á næstunni.“

Gríðarlegt tjónLjóst er að tjónið af völdum snjóflóðsins er afar mikið

Allt í lausu lofti

Blossi ÍS

Blossi ÍS var smíðaður árið 2014, tólf tonna bátur, og hefur gert út á línu að vetrinum en á handfærum á sumrin. Birkir lýsir honum sem góðu sjófari og þungt er yfir honum í samtali við blaðamann vegna tjónsins. Birkir segir að þó að takast megi að hífa Blossa upp á einhverjum tímapunkti þá vilji hann ekki taka við honum aftur. „Ég vil ekki sjá bátinn minn aftur eftir svona tjón, ég tek ekki við honum aftur. Það geta hafa komið í hann sprungur, það getur verið eitthvað að rafkerfinu. Þegar maður er að róa allan ársins hring þá verður maður að vera hundrað prósent viss um að báturinn sé í lagi, það verður að vera hægt að treysta honum. Ég sigli honum aldrei aftur.“

„Ég sigli honum aldrei aftur“

Birkir segir að ljóst sé að tap verði við rekstrarstöðvunina þó að báturinn fáist bættur. „Það er allt bara í lausu lofti eftir þetta. Við þurfum bara að taka einn dag í einu, þetta er allt í óvissuástandi.“

Grunaði að svona myndi fara

Birkir býr sjálfur á Ísafirði en keyrir á milli til að sækja sjóinn frá Flateyri, þaðan sem hann er. „Það er viðvörunarkerfi í bátnum sem lætur okkur vita ef það er straumlaust, ef það kemur sjór í hann eða ef það er eldur í bátnum. Klukkan 11:01 sendi hann þrjú skilaboð, um að það væri eitthvað skrýtið. Þá höfðum við samband við björgunarsveitina og báðum þá um að skoða hvort eitthvað væri í gangi. Einhvern veginn hafði maður grun um að eitthvað svona hefði gerst þegar við fengum sms-ið í nótt, það er búið að snjóa mikið og ef það kemur snjóflóð úr þessu gili þá fer það beint niður á smábátahöfn því varnargarðurinn vísar beint niður að bryggju. Við vorum búin að benda á það, að varnargarðurinn vísaði beint á bryggjuna og á alla bátana. Það var bara ekkert hlustað á okkur með það. Mamma benti á þetta þá en það var eiginlega bara gert grín að henni. Það var fullyrt að flóð myndu stoppa í lóninu sem er fyrir neðan veginn, við endann á varnargarðinum. Það var nú aldeilis ekki raunin. Ef menn ætla að hafa útgerð á Flateyri á annað borð þá verða menn að taka ákvörðun um breytingar þarna á, það verður bara að segja af eða á. Ráðamenn verða eiginlega bara að segja af eða á um hvað á að gera við þorpið okkar. Þetta verður bara að vera skýrt.“

„Ráðamenn verða eiginlega bara að segja af eða á um hvað á að gera við þorpið okkar.“

Farvegur snjóflóðannaEins og sést hefur snjóflóðavarnargarðurinn verið hannaður til þess að beina snjóflóðum í átt að smábátahöfninni.
HamfarirSex af sjö bátum sem lágu í Flateyrarhöfn urðu fyrir flóðbylgjunni sem snjóflóðið sem féll úr Skollahvilft í gær framkallaði.

Varnargarðurinn miðar ekki að því að verja hafnarsvæðið

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands, sem birt var um hádegisbil í dag, kemur fram að snjóflóðið úr Skollahvilft virðist hafa verið mjög stórt. „Varnargarðurinn beindi því frá byggðinni og til sjávar, en garðurinn er ekki miðaður við að verja hafnarsvæðið,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Tiltekið er að í hættumati sé gert ráð fyrir að gefið geti yfir snjóflóðavarnargarða við verstu aðstæður. Gert sé ráð fyrir rýmingu húsa á svæði neðan varnargarðanna á Flateyri við slíkar aðstæður en húsið sem flóð úr Innra-Bæjargili lenti á hafia ekki verið á slíku rýmingarsvæði. Ekki sé gert ráð fyrir að rýma þurfi þar nema við allra verstu aðstæður og snjóflóðavakt Veðurstofunar hafi ekki metið snjóflóðahættu í gær með þeim hætti. Þegar aðstæður leyfi verið að kanna hvernig flóðið úr Innra-Bæjargili hagaði sér, hversu mikið rann yfir varnargarðinn og hversu stór hluti flóðsins það hafi verið.

„Flóðið úr Innra-Bæjargili kallar á mat á virkni varnargarðsins og ýtarlegar mælingar á flóðunum sem féllu í gær,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekkert er minnst á þörf á því að kanna flóðið sem féll úr Skollahvilft og olli því gríðarlega eignatjóni sem orðið er.

Náttúruhamfaratrygging tryggir ekki bátana

Hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ), áður Viðlagatryggingu Íslands, fengust þær upplýsingar að tryggingar sjóðsins næðu til tjóna á öllum fasteignum sem kunna að hafa orðið fyrir tjóni vegna snjóflóðanna, sem og á brunatryggðu innbúi og lausafé. Tjón á varanlegum hafnarmannvirkjum verður einnig bætt af hálfu NTÍ en flotbryggjur eru utan náttúruhamfaratrygginga. Tjón á bátum er ekki bætt hjá NTÍ en samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir bætir húftrygging báta hjá almennu vátryggingafélögunum tjón vegna snjóflóðsins. Þá bætir NTÍ ekki heldur tjón af völdum rekstrartaps. „Það eru engar rekstrarstöðvunartryggingar inni í tryggingum hjá okkur. Það eru tryggingar sem eru seldar af almennu tryggingafélögunum. Tjón á bátunum sjálfum eru líka á þeirra borði,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.

Hulda segir að fólk geti tilkynnt tjón rafrænt á heimasíðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. „Við erum svo bara í viðbragðsstöðu, við förum vestur um leið og öruggt er að fara á svæðið. Við gerum það yfirleitt þegar svona atburðir verða, þá förum við á staðinn og tengjum okkur við sveitarfélögin og heimamenn. Við hjálpum fólki sem þarf á því að halda við að tilkynna tjón í gegnum síma og leiðbeinum fólki áfram í þessum efnum. Mjög oft hringjum við í aðila sem við vitum að hafa orðið fyrir tjóni og aðstoðum þá við að tilkynna sitt tjón, til að reyna að ná yfirsýn yfir öll tjón sem orðið hafa. Við erum yfirleitt að senda matsmenn langt að og því er best að draga það ekki lengi að ná yfirsýn yfir þetta.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
FréttirSnjóflóð á Flateyri

Björg­un­ar­sveit­ar­mað­ur lýs­ir létt­in­um þeg­ar stúlk­an fannst: „Tíu full­orðn­ir karl­menn grétu á sama tíma“

Magnús Ein­ar Magnús­son, formað­ur björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Sæ­bjarg­ar á Flat­eyri, seg­ir að tjón á dauð­um hlut­um skipti engu máli. „Ég heyrði nokk­uð sem ég hef aldrei heyrt áð­ur,“ seg­ir hann um augna­blik­ið þeg­ar ung­lings­stúlka fannst á lífi í rúm­inu sínu und­ir snjóflóð­inu.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
8
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár