Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Razia Abassi og Ali Ahma­di, átján og nítj­án ára nýbak­að­ir for­eldr­ar frá Af­gan­ist­an, fá ekki að setj­ast að á Ís­landi. Þau eign­uð­ust sitt fyrsta barn á Land­spít­al­an­um í Reykja­vík ann­an í jól­um. Þau dreym­ir um að geta veitt ný­fæddri dótt­ur sinni skjól og ör­yggi sem þau kann­ast sjálf ekki við, en þau hafa ver­ið á flótta síð­an þau voru þrett­án og fjór­tán ára.

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
Ali og Razia Þau voru 15 og 14 ára þegar þau flúðu Afganistan. Í dag eru þau 19 og 18 ára, nýbúin að eignast sitt fyrsta barn og búa við fullkomna óvissu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það eru ekki beinlínis heimilislegar kveðjur á útidyrahurðinni þar sem bankað er upp á í einmanalegri blokk að Ásbrú í Reykjanesbæ: Óviðkomandi bannaður aðgangur. Þegar inn er komið verður gestum líka strax ljóst að þetta er ekki heimili, jafnvel þó að þarna dvelji ung hjón sem eru nýbúin að eignast sitt fyrsta barn. Íbúðin er rúmgóð og hreinleg en áþreifanlega ópersónuleg. Engar myndir á veggjum eða munir sem benda til þess að hér búi fjölskylda, ef frá eru skildar nokkrar ljósmyndir af litlum börnum, sem hafa verið límdar með límbandi upp á vegg fyrir ofan ósamstætt sófasett í miðju íbúðarinnar. 

Þetta er heldur ekki heimili, heldur húsnæði sem hælisleitendur sem hafa börn á framfæri eða eiga von á barni dvelja í meðan þeir bíða svars við því hvort þau fái að dvelja á Íslandi eða ekki. Hér hafa þau samt sem áður búið og beðið í nær hálft ár, Ali Ahmadi og Razia Abassi, nítján og átján ára gömul hjón ættuð frá Afganistan. Þeim hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi, þrátt fyrir að vera kornung, hafa verið á flótta frá því þau voru börn og nú með kornabarn á sínu framfæri. 

Stjórnvöldum til skammar

Í desember var þeim Ali og Raziu birt sú ákvörðun Útlendingastofnunar að þau fengju ekki alþjóðlega vernd á Íslandi, á grundvelli þess að þau hefðu þegar vernd í Grikklandi. Sú ákvörðun var kærð fyrir þeirra hönd til kærunefndar útlendingamála, sem staðfesti ákvörðunina. Fram að þessum tímapunkti í umsóknarferlinu um alþjóðlega vernd eru talsmenn hælisleitenda hjá Rauða krossinum fólki til aðstoðar. Eftir að synjun fæst taka í sumum tilvikum sjálfstætt starfandi lögmenn við málunum. 

Magnús Davíð Norðdahl er nú tekinn við máli hjónanna og hefur hann lagt fram tvær kröfur til kærunefndarinnar. Annars vegar um frestun réttaráhrifa og hins vegar um endurupptöku málsins. Verði fallist á endurupptökukröfuna fær mál þeirra efnislega meðferð og þá er sá möguleiki til staðar að þau fái alþjóðlega vernd. Krafan um frestun réttaráhrifa snýr að því að fari mál hjónanna fyrir dóm fái þau að vera á Íslandi á meðan dómsmálið er í gangi.

Alls er óvíst hvort fallist verður á kröfurnar og hvenær hjónin mega eiga von á að verða flutt úr landi. Það er hins vegar ekkert sem bannar stjórnvöldum að flytja þau úr landi núna, þó að ólíklegt þyki að það verði gert á allra næstu vikum. „Þetta mál er sama merki brennt og mörg önnur sambærileg mál. Það skortir á mannúðlega nálgun hjá íslenskum stjórnvöldum þegar kemur að börnum á flótta. Komi til þess að brottvísun verði framkvæmd er það íslenskum stjórnvöldum til háborinnar skammar, enda eru skilyrði uppfyllt til að taka þetta mál til efnismeðferðar, andstætt mati stjórnvalda,“ sagði Magnús þegar blaðamaður hafði samband við hann, eftir að hafa heimsótt fjölskylduna.   

Áhyggjur af fjölskyldunni

Þau eru augljóslega lúin, bæði tvö. Þau afsaka það og útskýra fyrir okkur að þeim hafi ekki komið dúr á auga um nóttina sem leið. „Þið vitið hvað er að gerast í Íran, er það ekki?“ segir Ali og segir frá því að áður en þau fóru í háttinn kvöldið áður hafi þau lesið fréttirnar af loftskeytaárásum Írana á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. „Stór hluti af fjölskyldu okkar býr í Íran núna, svo við erum mjög áhyggjufull,“ útskýrir Ali.

„Stór hluti af fjölskyldu okkar býr í Íran núna, svo við erum mjög áhyggjufull“

Það var einmitt í Íran sem ungu hjónin urðu viðskila við fjölskylduna, fyrir um það bil tveimur árum síðan, eftir að hafa verið með henni á flótta í önnur tvö ár. Í hópnum eru foreldrar hans, yngri bróðir, eldri systir og þrjú börn hennar. Sjálf hafa þau verið gift frá því þau voru 13 og 14 ára en það var fjölskylda þeirra sem tók þá ákvörðun fyrir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
5
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár