Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Yfirtakan á ABC barnahjálp í Kenía: Íslenskt barnastarf í gíslingu

Hundruð­ir ken­ískra barna eru föst í hringiðu harðr­ar valda­bar­áttu Ís­lend­inga yf­ir ein­um þekkt­ustu hjálp­ar­sam­tök­um Ís­lands, ABC barna­hjálp. Hót­an­ir, lyg­ar, vopna­burð­ur og vald­arán ein­kenna bar­átt­una. Öðr­um meg­in stend­ur Guð­rún Mar­grét Páls­dótt­ir, stofn­andi og stjórn­ar­formað­ur ABC barna­hjálp­ar á Ís­landi, en hinum meg­in Þór­unn Helga­dótt­ir, sem hef­ur bú­ið lengi í Ken­ía og stýrt ABC barna­hjálp þar í landi. Stund­in kann­aði sann­an­irn­ar á bakvið full­yrð­ing­ar máls­að­ila og ræddi við nem­end­ur og starfs­fólk ABC barna­hjálp­ar í Ken­ía.

Yfirtakan á ABC barnahjálp í Kenía: Íslenskt barnastarf í gíslingu
Telur sig vera í fullum rétti Þórunn Helgadóttir er talin hafa ­yfirtekið félag ABC í Kenía og sölsað undir sig eignir þess. Hún segist hins vegar vera í fullum rétti.

Er það satt að á miðju Íslandi sé stórt stöðuvatn þar sem Íslendingar fórna ungum börnum fyrir guði sína?“ spyr ungi Keníamaðurinn Elvis Mogunde, nemandi í skóla ABC í Kenía.Blaðamenn Stundarinnar líta forviða af tölvuskjánum og hvor á annan. „Hvað sagði hann?“
Elvis er einn þeirra sem hafa lent í miðri hringiðu harðra deilna innan ABC samtakanna þar sem ásakanir um mútur, hótanir og rógburð hafa gengið manna á milli frá því í vor. Þegar hefur einn verið kærður vegna alvarlegra hótana í garð formanns ABC á Íslandi. Upphaf þessara deilna má rekja til stjórnarfundar ABC Kenía sem haldinn var í apríl. Á fundinum voru þrír íslenskir stjórnarmenn reknir úr stjórninni og heimamenn settir í þeirra stað. Meðal þeirra reknu var Guðrún Margrét Pálsdóttir, stofnandi og formaður ABC barnahjálpar. Í tilkynningu frá ABC segir að með þessu hafi Þórunn Helgadóttir, formaður ABC Kenía, brugðist trausti ABC og hreinlega reynt að sölsa undir sig félagið og eignir þess. Þórunn telur hins vegar að ABC á Íslandi geti ekki rekið sig úr formannsstöðunni í Kenía þar sem um tvö sjálfstæð félög sé að ræða. Hún situr því sem fastast og hefur stofnað ný samtök á Íslandi, Íslensku Barnahjálpina, sem sér um að safna styrkjum og framlögum hér á landi. Ástandið í Kenía er alvarlegt. Glæpagengi eru sögð hafa komið að skólanum, starfsmenn hafa þurft að flýja borgina vegna hótana og nemendur verið hvattir til óeirða. 

Fann samtökin í bæklingi á bensínstöð

Hún er fyrir löngu orðin þekkt sagan af konunni sem árið 2004 gekk inn á bensínstöð í Grafarvogi og tók með sér bækling. Bæklingurinn, sem var gefinn út af ABC barnahjálp, hreyfði við konunni sem í kjölfarið hafði samband við samtökin og bauð fram krafta sína. Þessi kona var Þórunn Helgadóttir. Hún var í kvikmyndagerð á þeim tíma og bauðst meðal annars til þess að gera myndband fyrir samtökin. Þeirri hugmynd var tekið fagnandi. Þórunn starfaði sem sjálfboðaliði hjá ABC samtökunum fyrstu tvö árin og fór meðal annars með í ferð til Indlands. Sú ferð hafði mikil áhrif á hana en þá kynntist hún í fyrsta skiptið starfi ABC frá fyrstu hendi.  

Hörkudugleg hugsjónakona

Saga Þórunnar var meðal annars sögð í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 árið 2009. Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann Eiðsson fór til Kenía, fylgdist með starfinu og ræddi við Þórunni. Umfjöllun Kompáss vakti mikla athygli á sínum tíma en fátæktin og neyðin í Kariobangi hverfinu í Naíróbí var nánast áþreifanleg. Í þættinum er meðal annars fullyrt að hjálparstarfið í Kenía sé alíslenskt.
 Þórunn segist í samtali við Stundina hafa fundið að henni var ætlað að setjast að í Kenía. Í fyrstu vikunni þar ytra kynntist hún síðan eiginmanni sínum, Samuel Lusiru Gona. Hann er nú einnig stjórnarmaður í ABC Kenía. Þau eiga saman ættleiddan dreng, hinn sjö ára Daníel Heiðar. 
Þórunni er lýst sem 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
7
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár