Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vindmylla bræðranna brýtur í bága við náttúrulögmál

Sér­stak­ur sak­sókn­ari rann­sak­ar bræð­urna Ein­ar Ág­ústs­son og Ág­úst Arn­ar Ág­ústs­son sem eru grun­að­ir um fjár­mála­brot. Vind­mylla, sem þeir hafa safn­að fyr­ir á Kickst­art­er, hef­ur áð­ur ver­ið gagn­rýnd. Ný­sjá­lensk­ur verk­fræð­ing­ur seg­ir að til að vind­mylla gæti virk­að þyrfti að end­ur­skoða lög­mál eðl­is­fræð­inn­ar.

Vindmylla bræðranna brýtur í bága við náttúrulögmál

Rannsókn sérstaks saksóknara vegna meintra fjármálabrota bræðranna Einars Ágústssonar og Ágústs Arnar Ágústssonar er komin langt á leið, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Bræðurnir földu sig á bakvið hurð í Kastljósþætti síðasta miðvikudag, þegar fréttamaður Kastljóssins reyndi að ná tali af þeim á verkstæði þeirra í Kópavogi. Þeir hafa safnað talsverðu fé á vefsíðunni Kickstarter vegna þriggja verkefna á þeirra vegum. Umrædd verkefni eru handhæg sólarrafhlaða sem er fest á bakpoka, alhliða tengisnúru og vindmyllur til einkanota. Vindmylla þessi hefur áður verið harðlega gagnrýnd og Kickstarter lokaði á nýja söfnun vegna hennar, þrátt fyrir að hún hefði náð markmiði sínu. Það að fyrirtækið loki á söfnun er mjög sjaldgæft og er ekki góðs viti.

Vindmyllan sem nefnist Trinity safnaði 75 þúsund dollara, tæplega tíu milljónum króna, í fyrri umferð á Kickstarter. Seinni söfnunin hafði aflað öðrum 150 þúsund dollurum þegar lokað var á hana. Bræðurnir eru með nokkur félög starfandi, þar á meðal Janulus og Skajaquoda.

Hvorki náðist í Einar né Ágúst Arnar við vinnslu fréttarinnar.

BræðurEinar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson með vindmyllunni.

Russell McMahon, nýsjálenskur rafmagnsverkfræðingur, hefur verið fremstur í flokki gagnrýnenda á verkefni bræðranna. Í tölvupóstsamskiptum við Stundina segir hann að til að vindmyllan geti uppfyllt loforð þurfi að endurskoða nokkur náttúrulögmál. Fyrst var fjallað um gagnrýni McMahon í DV í fyrrasumar og ráðfærði blaðamaður sig þá við Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Einar Örn var varkárari en McMahon en sagði þó að margir óvissuþættir væru við verkefnið. Hann setti spurningarmerki við hvort vindmyllan gæti náð 15 vatta útafli.

„Draumórar eða óhóflega bjartsýni“

Gagnrýni McMahon snýr einna helst út á að til að fá þá orkuframleiðslu sem haldið sé fram þurfi túrbínan að snúast allt að sex þúsund sinnum á mínútu. Mjög ólíklegt sé að svo smá túrbína standist slíkan snúning.

Russell McMahonRafmagnsverkfræðingurinn er mjög gagnrýninn á verkefni bræðranna.

Samkvæmt McMahon þá braut frumútgáfa Trinity vindtúrbínunnar einfaldlega í bága við lögmál eðlisfræði. Nýrri útgáfan var skári hvað það varðar.„Nýja HAWT [horizontal-axis wind turbine] hönnunin gæti mögulega framleitt einhverja orku, ólíkt fyrri VAWT [vertical axis wind turbine] útgáfunni sem einfaldlega braut nokkur lögmál eðlisfræði. Ég efast þó stórlega um að styrkur efniviðarins dugi. Í myndum af verkefninu er augljóst að um er að ræða draumóra eða óhóflega bjartsýni. Niðurstaðan er að í seinna verkefninu er möguleiki á því að almenningur fái eitthvað sem virkar að hluta til, en ég yrði hissa ef fólk yrði ánægt með það sem það fengi,“ segir McMahon í tölvupósti.

McMahon lætur útreikninga sína fylgja með. Hér má sjá útreikna hans á fyrri útgáfu Trinity vindmyllurnar.

Hann segir að síðari útgáfan sé skref í átt að raunveruleikanum en betur má ef duga skal. „Ef HAWT vélin er hönnuð almennilega gæti hún framleitt einhverja orku, hvort það sé jafnmikið og haldið hefur verið fram er þó óvíst og ólíklegt. Í engu kynningarmyndbanda má sjá vindtúrbínuna snúast á þeim hraða sem er nauðsynlegur til ná fram því orkustigi sem haldið er fram,“ segir McMahon en að hans sögn þyrfti vindtúrbína sem er einn metri að þvermáli að snúast sex til tólf sinnum á sekúndu. Til þess þyrfti vindhraði að vera minnst 10 metrar á sekúndu, stinningskaldi í gamla vindstigakerfinu. McMahon efast stórlega um að sú hönnun sem er sýnd geti staðið af sér þá krafta sem myndast við þann vindhraða og upp úr.

Samkvæmt frétt RÚV um mál bræðranna þarf meira til en að varan sem þeir séu að þróa virki ekki til að rannsókn á fjármálabroti eigi sér stað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár