Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðsnúningur hjá Viðreisn: Ný ríkisstjórn virðist nú möguleg

Við­reisn­ar­fólk tek­ur nú vel í fjöl­flokka­rík­is­stjórn und­ir for­ystu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Áð­ur hafði Bene­dikt Jó­hann­es­son sagt að sér hugn­að­ist ekki slík rík­is­stjórn.

Viðsnúningur hjá Viðreisn: Ný ríkisstjórn virðist nú möguleg
Katrín Jakobsdóttir Vill fimm flokka ríkisstjórn. Mynd: Pressphotos

Ein helsta hindrunin fyrir fjölflokkaríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur virðist vera að hverfa úr veginum. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti veitti Katrínu stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum í dag og kvaðst hún vilja fimm flokka ríkisstjórn. 

Til þess að fimm flokka stjórnin gangi upp þurfa Vinstri grænir, Píratar, Samfylkingin og Björt framtíð að fá með sér annað hvort Viðreisn eða Framsóknarflokk. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði hins vegar strax eftir kosningar að honum hugnaðist ekki sú ríkisstjórn. 

„Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ sagði Benedikt daginn eftir kosningar.

Engin fjölflokkastjórn án Viðreisnar

Ný ríkisstjórn í myndunFimm flokka ríkisstjórn er komin aftur á kortið.

Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn fyrir kosningar og því er Viðreisn lykillinn að fimm flokka stjórn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit viðræðum við Viðreisn og Bjarta framtíð eftir að Benedikt sendi honum tillögur um að farin yrði markaðsleið í sjávarútvegi. Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur uppboðsleiðinni, sem felur í sér að kvóti sjávarútvegsfyrirtækjanna verði innkallaður og boðinn upp á markaði, með því markmiði að ríkið innheimti sannvirði fyrir afnot af auðlindinni. Á síðustu sex árum hafa útgerðir aukið eigið fé sitt um 300 milljarða króna.

Allir flokkarnir í mögulegri fimm flokka stjórn VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Samfylkingar eru opnir fyrir eða fylgjandi uppboðsleiðinni. Hins vegar gætu Vinstri grænir og Viðreisn átt erfitt með að ná saman um skattamál og aðkomu ríkisins að þjónustu við borgarana, til dæmis í heilbrigðismálum.

Viðsnúningur hjá Viðreisn?

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir nú að fjölflokkastjórn gæti orðið „mjög áhugaverð“. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, annar þingmaður Viðreisnar, lýsir einnig málefnaáherslum á Facebook, sem falla. Benedikt Jóhannesson segir síðan í samtali við Stundina í dag að hann hafi ekki litið á þetta sem fyrsta kost, en eftir viðræðuslit við Sjálfstæðisflokkinn hafi hann endurmetið stöðuna. „Eftir því sem maður áttar sig betur á því hvernig kosningarnar fóru þá verður maður að laga sig að raunveruleikanum.“ Nánar er rætt við Benedikt hér

„Þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ skrifaði Þorsteinn Víglundsson á Facebook-síðu sína í gær og deildi frétt af vilja Katrínar til að mynda fimm flokka stjórn. „Ekki er ólíklegt að talsverður samhljómur reynist vera á milli þessara fimm flokka í stórum málum á borð við sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og endurskoðun peningastefnu. Þá hafa allir þessir flokkar sagst reiðubúnir að leyfa þjóðinni að ráða framhaldi aðildarviðræðna.“ 

Áður, á kosninganótt, hafði Þorsteinn sagt að þjóðin hefði „hafnað hugmyndum um vinstri stjórn“ í kosningunum. „Það blasir náttúrulega við að þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn og það hafði töluverð áhrif á kosningarnar. Við fundum það á síðustu vikunni að það færðist töluverður ótti yfir kjósendur varðandi hreina nýja vinstristjórn.“

Sjálfstæðisflokkur vildi ekki jafnlaunavottun

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir frá því á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið dræmt í áherslumál Viðreisnar um að innleiða jafnlaunavottun hjá meðalstórum og stórum fyrirtækjum.

„Jafnréttismálin eru risamál í okkar augum. Þar stöndum við enn frammi fyrir óþolandi kynbundnum launamun. Ekkert þokast og menn ypta öxlum og segja þetta svo flókið og erfitt. En það er ekki svo. Það er aðgerðaleysið sem er vont og erfitt. Því sögðum við að fyrsta mál okkar myndi miða að því að ná fram kynjajafnrétti í gegnum jafnlaunavottun. Jafnréttismál eru alvörumál sem snerta alla og í því ljósi lögðum við í Viðreisn fram lausn í málinu. Því er ekki að leyna að þetta jafnréttismál hlaut ekki mikinn hljómgrunn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um helgina ekki frekar en sjávarútvegsmálin,“ skrifar hún.

Þorgerður tiltekur nokkur mál í færslu sinni, sem virðist vera einhvers konar yfirlýsing um vilja Viðreisnar í málefnasamningi: 

1. Vaxtabyrði heimilanna og myntráð með fastgengisstefnu sem lausn við henni.

2. Markaðsleið í sjávarútvegi í hófsamri útfærslu. „Enginn var að biðja um kollsteypu heldur einfaldlega aukið réttlæti í gegnum hófsama markaðsleið,“ segir hún.

3. Endurskoðun búvörusamninga. „Núgildandi samningar sem núverandi ríkisstjórn stóð fyrir eru afturhaldssamir og taka ekki lítið tillit til neytenda, bænda eða umhverfis. Þess vegna lögðum við fram lausn,“ segir hún.

4. Endurreisn heilbrigðiskerfisins. „Heilbrigðiskerfið þarf að endurreisa með markvissum aðgerðum með fókus á sjúkrahúsin okkar, heilsugæslu, hjúkrunarheimili og lýðheilsu,“ segir hún, og bætir við að Viðreisn vilji sálfræðiþjæonustu í sjúkratryggingarkerfið og lækkun á greiðsluþátttöku, rétt eins og Vinstri grænir.

5. Aðildarviðræður við Evrópusambandið. Katrín Jakobsdóttir sagði fyrir kosningar að hún væri til í þjóðaratkvæðagreiðslu með tveimur spurningum: Hvort halda ætti viðræðum áfram og hvort ganga ætti í Evrópusambandið.

Þá nefnir Þorgerður Katrín menntamál og umhverfismál án frekari tilgreiningar.

Munur á Vinstri grænum og Viðreisn

Vinstri grænir hafa íhaldssamari stefnu í landbúnaðarmálum en hinir flokkarnir fjórir.

Þorgerður Katrín nefnir ekki skattamál í upptalningu sinni. Skattastefna Vinstri grænna er önnur en skattastefna Viðreisnar og er líklegt að Viðreisn leggi meiri áherslu á að skapa fyrirtækjum hagfellt rekstrarumhverfi en VG. Bæði Viðreisn og Björt framtíð hafa viljað einfalda skattkerfið. 

Viðreisn vill að „beitt verði markaðslausnum við þjónustu við borgarana“, en VG hefur þveröfuga stefnu í heilbrigðismálum: „Félagslegur rekstur heilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði. Einkarekstur í ágóðaskyni á ekki heima í velferðarþjónustunni.“

Viðreisn hefur endurtekið þau skilaboð að „málefnin ráði för“.

Píratar eru tilbúnir

Bæði Samfylking, með þrjá þingmenn, og Píratar með 10 þingmenn, styðja fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri yfir miðju. Smári McCarthy, þingmaður úr Suðurkjördæmi, bauð Pírata í ríkisstjórn í morgun og sagði Pírata hvorki ófyrirjsjáanlega né spila skítuga pólitíska leiki. „Píratar hafa aldrei sagst ekki tilbúin til að taka þátt í ríkisstjórn. Við buðumst á sínum tíma til að verja minnihlutastjórn, sem tilraun til að einfalda stöðuna. Meðan við stöndum við það boð, þá erum við opin fyrir mjög mörgu. Það er engin ástæða til að óttast Pírata. Við erum hvorki ófyrirsjáanleg né spilum við skítuga pólitíska leiki ─ það eru aðrir sem sjá um slíkt.“

Því virðist sem allir flokkarnir fimm séu að gefa til kynna vilja til að starfa saman í ríkisstjórn sem myndi einungis undanskilja Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Slík ríkisstjórn hefði 34 þingmenn á móti 29 þingmönnum.

Katrín fundar með formönnum flokkanna í dag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, munu mæta saman á fund Katrínar eins og til Bjarna Benediktssonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu