Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðræðunum slitið: Engin ný hægri stjórn

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vildi ekki mark­aðs­leið í sjáv­ar­út­vegi og við­ræð­um við Við­reisn og Bjarta fram­tíð var slit­ið.

Viðræðunum slitið: Engin ný hægri stjórn

Viðræðum um nýja hægri stjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hefur nú verið slitið. Líklegt er að stjórnarmyndunarumboðið færist nú til Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG.

Boðað hefur verið til fundar á Bessastöðum klukkan fimm í dag, þar sem Bjarni Benediktsson hittir Guðna Th. Jóhannesson forseta. 

Óttarr útskýrir á Facebook að Björt framtíð hafi staðið fast á prinsipum í viðræðunum.

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segir á Facebooksíðu sinni að Bjarni Benediktsson hafi slitið viðræðunum: „Stjórnarmyndunarviðræðum DAC var slitið af Bjarna Benediktssyni fyrr í dag. Við fórum í þessar viðræður bjartsýn og með áherslu á ákveðin málefni. Því miður reyndist bilið, sérstaklega í sjávarútvegsmálum, óbrúanlegt að sinni.“

Bjarni vill breiðari skírskotun

Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðismanna kemur ekki fram hvar ágreiningurinn lægi: „Fundir flokkanna að undanförnu hafa leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslumun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum,“ segir þar.

Haft er eftir Bjarna í fréttatilkynningunni að málefnagrunnurinn hafi ekki staðist. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið.  Margt segir mér að aðstæður kalli á  ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum.“

Vildu raða í ráðherraembætti

Samkvæmt fréttum Kjarnans og DV stóð Sjálfstæðisflokkurinn gegn því að bjóða upp aflaheimildir á markaði, eða svokallaðri uppboðsleið. Bæði Viðreisn og Björt framtíð höfðu á stefnuskrá sinni að fara markaðsleið með fiskveiðistjórnunarkerfið.

Þá kemur fram hjá DV að Sjálfstæðisflokkurinn hafi strax viljað raða í ráðherraembætti.

Björt Ólafsdóttir sagði í samtali við Stundina í gærkvöldi að ótímabært væri að ræða ráðherraembætti.

„Það er ekki komið á það stig. Það er ekki tímabært að ræða fyrr en öll málefni eru „in the clear“. Og við erum ekki komin þangað. Ég veit ekki einu sinni hvort ég vilji verða ráðherra. Við erum lítill þingflokkur. Kannski væri Óttarr bara mjög góður forseti þingsins. Eða hvað. Þetta er bara svo ótímabært hjá okkur.“ 

Sjávarútvegsmálin stóðu í veginum

„Tekið verði upp markaðstengt auðlindagjald í sjávarútvegi. Íslendingar beiti sér af afli gegn mengun hafsins varðandi þrávirk efni og aðra mengunarvalda,“ segir í stefnu Viðreisnar.

Björt framtíð styður einnig markaðsleið. „Við viljum byggja á aflamarkskerfi, en nýta markaðinn til að greinin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgengið að miðunum. Um leið geta nýir aðilar haslað sér völl án þess að kaupa veiðiheimildir af öðrum í greininni, í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ.“

Sjálfstæðisflokkur viðheldur kvótakerfinu

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andvígur uppboðsleiðinni og vill að núverandi eigendur kvótans haldi honum, nema þeir kjósi að áframselja hann. Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, nýkjörni þingmaðurinn Teitur Björn Einarsson, er einn meðlima málefnahóps Sjálfstæðisflokksins í viðræðunum. Hann skrifaði meðal annars grein í ágúst þar sem hann gagnrýndi uppboðsleiðina út frá því að hún gæti raskað byggð í landinu. 

Í stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins er skýrt kveðið á um að núverandi kvótakerfi verði viðhaldið. 

„Tryggja þarf stöðugleika í rekstrarumhverfi íslensks sjávarútvegs á grundvelli núgildandi aflamarkskerfis svo greinin haldi áfram að vaxa á grundvelli sjálfbærrar nýtingar fiskistofna. Í skjóli öflugs sjávarútvegs vex nýsköpun og vöruþróun. Grundvöllur arðsemi sjávarútvegs mun byggja á samþættingu veiða, vinnslu og markaðar. Góðar samgöngur innanlands og milli landa eru forsenda þess að tryggja gæði og afhendingaröryggi sjávarafurða“.

Fleiri ríkisstjórnir í boði

Vinstri grænir gætu myndað tvær fimm flokka ríkisstjórnir án Sjálfstæðisflokksins, annars vegar með Viðreisn, og hins vegar Framsóknarflokki. 

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur hins vegar lýst því yfir að hann vilji ekki „Píratabandalag“. 

Stjórn með Framsókn: VG (10)+Píratar (10)+Framsókn (8)+Björt framtíð (4) og Samfylking (3): 35 þingmenn

Stjórn með Viðreisn: VG (10)+Píratar (10)+Viðreisn (7)+Björt framtíð (4) og Samfylking (3): 34 þingmenn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu