Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Umskurður er sálrænt og líkamlegt áfall“

Ís­lenski lýta­lækn­ir­inn Hann­es Sig­ur­jóns­son fram­kvæmdi fyrstu skurða­að­gerð­ina í Sví­þjóð þar sem kyn­færi konu voru end­urupp­bygð eft­ir umskurð. Vanda­mál­ið er stórt í Sví­þjóð þar sem þús­und­ir kvenna eru umskorn­ar og marg­ar ung­ar stúlk­ur eiga á hættu að lenda í umskurði. Í sum­ar mun Hann­es bjóða upp á að­gerð­ina á Ís­landi.

„Umskurður er sálrænt og líkamlegt áfall“
Gerir aðgerðina á Íslandi Hannes var fyrsti læknirinn til að framkvæma skurðaðgerð á kynfærum umskorinnar konu í Svíþjóð. Hann mun bjóða upp á þessa aðgerð á Íslandi í sumar en engar upplýsingar eru til um fjölda umskorinna kvenna á landinu.

„Nokkrar af konunum hafa fengið fullnægingu,“ segir Hannes Sigur­jónsson, íslenskur lýtalæknir búsettur í Stokkhólmi í Svíþjóð, sem varð síðastliðið haust fyrsti læknirinn til að framkvæma skurðaðgerð á kynfærum umskorinnar konu þar í landi. Það sem af er ári hafa Hannes og félagar hans við lýtalækningadeild Karolinska-háskólasjúkrahússins gert sex slíkar aðgerðir og segist hann vita til þess að nokkrar af þeim hafi í kjölfar aðgerðarinnar upplifað fullnægingu í fyrsta skipti á ævinni.
Talið er að um þrjár milljónir stúlkna, flestar á aldrinum 4 til 11 ára, séu umskornar á hverju ári en um er að ræða aldagamla siðvenju í löndum eins og Sómalíu, Eþíópíu, Síerra Leóne, Súdan, Egyptalandi og Kenía meðal annarra. Vegna töluverðs innflutnings fólks frá Afríku til Svíþjóðar á liðnum árum, til að mynda frá Sómalíu, er talið að nú séu um það bil 40 þúsund umskornar konur búsettar í landinu.

Umskurðurinn á sér því stað á stúlkum á barnsaldri og hafa þær konur, sem lenda í slíku ofbeldi, og ákveða að fara í aðgerðina til að láta enduruppbyggja kynfæri sín, lifað með afleiðingum umskurðarins í mörg ár eða jafnvel áratugi. 

Kynbundið ofbeldi

Tilgangur umskurðarins er að koma í veg fyrir að stúlkurnar geti síðar meir upplifað ánægju af kynlífi. Siðvenjan er meira en tvö þúsund ára gömul en er ekki bundin við einhver ein trúarbrögð. Umskurður tíðkast hins vegar hvað helst í samfélögum þar sem feðraveldi er ríkjandi og þar sem kynjajafnrétti er skammt á veg komið. Siðvenjan er því ein af þeim aðferðum sem notaðar eru í viðkomandi samfélögum til að kúga konur og beygja þær undir karlmenn. Umskurður hefur engan líffræðilegan eða praktískan tilgang annan en að beita konuna því kynbundna ofbeldi sem í honum felst og af aðgerðinni leiðir.

Afleiðingarnar af umskurðinum eru hins vegar miklu víðtækari en kynferðislegar, líkt og gildir um annað líkamlegt ofbeldi. Sálrænar afleiðingar þar sem konan upplifir sig sem skaddaða, sársauki og verkir á kynfærasvæðinu, erfiðleikar við þvaglát og blæðingar geta verið hluti af fylgikvillum umskurðarins.

Mismunandi gerðir umskurðar

Árangurinn af aðgerðinni er því miklu fjölbreytilegri en svo að hann sé aðeins kynferðislegur segir Hannes. „Árangurinn af aðgerðinni hingað til hefur verið sá að konunum líður betur; þeim finnst þær hafa endurheimt eitthvað sem var tekið frá þeim: Þær upplifa sig sem heilar.“ Nokkrar mismunandi tegundir umskurðar tíðkast í þeim löndum þar sem þessi grimmilega siðvenja er sem algengust. 

Í umskurði kvenna getur falist að fremsti hluti snípsins er skorinn af og eða skapabarmarnir og í sumum tilfellum er jafnvel saumað fyrir leggangaopið. Þar sem snípurinn er um 7 til 10 sentímetra langur er einungis fremsti hluti hans skorinn af við umskurð en afgangur hans er ennþá til staðar án þess að vera sýnilegur. Með enduruppbyggingunni er byrjað á að gera opnunaraðgerð ef konan hefur verið saumuð saman við umskurðinn. Því næst er örvefur sem eftir umskurðinn lóðar snipinn við lífbeinið tekinn burt. Þar með er hægt að færa lífvænlegan hluta snípsins á sinn upprunalega stað. Í kjölfarið verður fremsti hluti snípsins aftur sýnilegur og þá snertan- og ertanlegur. Ef nægur vefur er til staðar á kynfærasvæðinu er einnig hægt að enduruppbyggja innri skapabarma og snípsforhúðina. Eðli aðgerðarinnar er því mismunandi eftir því hvernig umskurðurinn átti sér stað. 

Hannes lýsir jákvæðum afleiðingum aðgerðarinnar fyrir þær konur, sem aðgerðin hefur verið framkvæmd á, með eftirfarandi hætti:  „Þær konur sem höfðu króníska verki frá örvef og taugavef á kynfærasvæðinu hafa losnað við hann, að einhverju eða öllu leyti. Þær konur sem voru saumaðar saman og áttu erfitt með þvaglát og lentu í erfiðleikum þegar þær höfðu tíðir hafa losnað við þau vandamál. Flestar hafa upplifað betri kynferðislega tilfinningu í snípnum og í kringum snípinn og nokkrar af konunum sem aldrei höfðu upplifað fullnægingu höfðu gert það nokkrum mánuðum eftir aðgerðina.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu