Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Umboðsmaður vísar kvörtunum Einars vegna rektorskjörs frá

Tel­ur rektor ekki van­hæf­an til að fjalla um rektors­kjör í há­skóla­ráði og seg­ir ráð­inu ekki skylt að greiða ferða­kostn­að vegna kynn­ing­ar á fram­boði Ein­ars sem býr er­lend­is.

Umboðsmaður vísar kvörtunum Einars vegna rektorskjörs frá

Umboðsmaður Alþingis sendi Einari Steingrímssyni og háskólaráði bréf á föstudag þar sem kvörtunum Einars vegna rektorskjör í Háskóla Íslands var vísað frá. Einar er einn þriggja aðila í framboði til rektors, ásamt Jóni Atla Benediktssyni, aðstoðarmanni rektors og Guðrúnu Nordal.

Kvörtun Einars til Umboðsmanns Alþingis var þríþætt. Í fyrsta lagi taldi hann að Kristín Ingólfsdóttir rektor væri vanhæf til að fjalla um mál tengd rektorskjöri í háskólaráði, auk þess sem hann taldi þá ákvörðun háskólaráðs að kynna ekki rektorsframbjóðendur ekki standast góða stjórnsýsluhætti. Í þriðja lagi kvartaði hann undan því að tilteknir tölvupóstar frá honum til rektors og háskólaráðs hefðu ekki verið áframsendir á alla í ráðinu.

Kristín Ingólfsdóttir
Kristín Ingólfsdóttir Einar kvartaði til Umboðsmanns Alþingis, meðal annars vegna þess að hann taldi rektor vanhæfan á þeim forsendum að han nværi yfirmaður Jóns Atla, hefði skipað hann aðstoðarrektor og hefði hagsmuna að gæta, vegna ímyndar sinnar og orðspors. Umboðsmaður komst að annarri niðurstöðu.

Rektor ekki vanhæfur

Hvað varðar meint vanhæfi rektors sagðist Einar, í bréfi til Umboðsmanns Alþingis, ekki líta svo að um venjulegt samband yfirmanns og undirmanns væri að ræða, heldur sé aðstoðarrektor einn nánasti samstarfsmaður rektors til sex ára, valinn af henni sjálfri. Til að verja ímynd sína og orðspor sé sennilegt að hún álíti þann mann æskilegastan sem arftaka sinn sem hefur um langt árabil starfað undir hennar handleiðslu. Haldi hún prófessorstarfi sínu við skólann verði hún undirmaður nýs rektors og þar af leiðandi geti það snert hennar hagsmuni að nýr rektor sé henni sammála um áherslur í starfi Háskólans.

Í svari sínu bendir Umboðsmaður á að fjallað er um hæfi starfsmanna í stjórnsýslulögum. Í athugasemdum við lögin segir að starfsmaður verði ekki vanhæfur í málum er fjalla um samstarfsmenn hans, eða undirmenn. Hins vegar geti hann orðið vanhæfur hafi hann verulega hagsmuni af úrlausn málsins, svo sem ágóða, tap eða óhagræði. Eins verði að meta hvort vensl, mjög náin vinátta eða fjandskapur sé þess eðlis að það geti haft áhrif á úrlausn málsins. „Það eitt að rektor og aðstoðarrektor séu nánir samstarfsmenn og að sá fyrrnefndi hafi ráðið hinn síðarnefnda í það starf leiðir ekki til þess að rektor sé vanhæfur,“ segir í úrskurði Umboðsmanns Alþingis.

Áður hafði Umboðsmaður óskað eftir svari háskólaráðs, sem taldi rektor ekki vanhæfan í málinu. Umboðsmaður Alþingis komst að sömu niðurstöðu og háskólaráð. „Eftir að hafa kynnt mér gögn málsins og að virtum þeim lagagrundvelli sem gildir um hæfi starfsmanna eða nefndarmanna til meðferðar máls sem reifaðar eru hér að framan tel ég mig ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við það mat háskólaráðs að rektor hafi ekki verið vanhæf til meðferðar afgreiðslu háskólaráðs á erindum yðar í tilefni framboðs yðar til rektors Háskóla Íslands eða annarra þátta málsins vegna undirbúnings ráðsins fyrir væntanlegt rektorskjör,“ segir í bréfinu.

Guðrún Nordal
Guðrún Nordal Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Íslensku- og menningardeild HÍ.
Jón Atli
Jón Atli Aðstoðarrektor vísinda og kennslu og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands.

Háskólaráði ber ekki að greiða ferðakostnað

Einar starfar sem prófessor við Strathclyde-háskóla í Glasgow í Skotland og býr þar. Í bréfi Umboðsmans kemur fram að Einar hafi spurt háskólaráð hvort það hygðist beita sér fyrir kynningu á umsækjendum, hvort það myndi beita sér fyrir því að reynt yrði að tímasetja vissa atburði þannig að flestir gætu komist á þá án þess að þurfa að koma oft til landsins og hvort háskólaráð hygðist greiða kostnað af ferðum yðar til landsins í þessum tilgangi.

Svar háskólaráðs hafi verið skýrt: „Hver og einn sem lýst hefur yfir framboði til rektors ber ábyrgð á því, þ.m.t. kynningu á framboði sínu og stefnumálum, ferðum því samfara og kostnaði sem af framboðinu hlýst.“

Eins og fyrr segir taldi Einar það ekki samræmast góðum stjórnsýsluháttum að háskólaráð stæði ekki að kynningu frambjóðenda fyrir kjósendum. Þá vildi hann álit Umboðsmanns Alþingis á því hvort háskólaráði bæri að greiða ferðakostnað umsækjenda.

Í svari Umboðsmanns Alþingis segir að hann fái ekki séð í lögum eða reglum að fjallað sé um rétt umsækjenda eða skyldu háskólaráðs til að standa að kynningu umsækjenda með ákveðnum hætti, eða greiða ferðakostnað vegna umsækjenda sem eru búsettir erlendis. „Ég tel mig ekki hafa forsendur til að fullyrða að af jafnræðisreglum leiði að þér eigið rétt á því að fá ferðakostnað greiddan til að koma til landsins og taka þátt í kosningunum.“

Háskólaráð hafði fjallað um málið

Að lokum segir í bréfi Umboðsmanns að hann fái ekki betur séð en að háskólaráð hafi fjallað um erindi Einars. Vísar annars vegar í fundargerð ráðsins og hins vegar til bréfs háskólans til Einars, með afriti af bókun háskólaráðs og svörum ráðsins. „Með hliðsjón af framangreindu tel ég ekki nægilegt tilefni til að fjalla frekar um þennan þátt kvörtunar yðar.“

Með vísan til þessa telur Umboðsmaður ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Telst málinu því lokið að hans hálfu. 

Kosið á morgun
Kosið á morgun Titringur hefur verið innan Háskóla Íslands vegna málsins en rektorskjörið fer fram á innra neti skólans á morgun.

Kosið á morgun 

Hér er kynning Háskóla Íslands á frambjóðendum til rektors, en rektorskjörið fer fram á morgun. Á kjörskrá eru alls 14.110, þar af 1.485 starfsmenn og 12.625 stúdentar. Hljóti enginn frambjóðenda meirihluta greiddra atkvæða verður kosið að nýju 20. apríl um þá tvo frambjóðendur sem flest atkvæði hljóta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
9
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár