Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Topp tíu íslensk framlög til tvíæringsins

Snæ­björn Brynj­ars­son skoð­ar fram­lög Ís­lands til Fen­eyj­art­víær­ings­ins í gegn­um tíð­ina.

Topp tíu íslensk framlög til tvíæringsins
Árið 2005 Gabríela Friðriksdóttir fékk fjóra íslenska tónlistarmenn með sér í lið. Hér má sjá Daníel Ágúst Haraldsson. Mynd: Lode Saidane

Annað hvert ár umbreytast Feneyjar í risastórt listasafn og hafa gert síðan 1895. Feneyjartvíæringurinn er vafalaust einn mikilvægasti viðburður sem listamaður getur tekið þátt í og getur ýmist verið hápunktur ferils eða upphaf alþjóðlegrar sigurgöngu. 

Ísland er tiltölulega ungur þátttakandi á Feneyjartvíæringnum, fyrsti Íslendingurinn fór 1960 og landið fékk ekki eigin skála fyrr en 1984. Þátttaka Íslands hefur stundum verið umdeild og stundum vakið mikla athygli en hér eru talin upp tíu eftirminnilegar sýningar.

1Árið 2009 fór Ragnar Kjartansson fyrir hönd Íslands til Feneyja og sýndi þá myndbandsverk og málverk. Reyndar væri sennilega nærri lagi að segja að málarinn og módelið hefðu verið til sýnis frekar en málverkin. Ragnar og Páll Haukur Björnsson stóðu daglega í skálanum, Páll á sundskýlunni og Ragnar með pensilinn og hægt var að sjá bæði afrakstur vinnuferilsins hangandi á veggjunum og listamanninn sjálfan að störfum, en um sex mánaða skeið var málað eitt verk á dag. Bjórdósirnar sem þeir drukku og sígaretturnar sem þeir reyktu voru eflaust ekki síður hluti af verkinu, sem lék skemmtilega með rómantískar hugmyndir um bóhemlíf. Eflaust hefur verkið ekki haft góð áhrif á heilsu þeirra tveggja, en Ragnar sló svo sannarlega í gegn með þessu hálfs árs fyllerí og er í dag einn þekktasti listamaður Íslands. Verk hans The Visitors sem hann sýndi í Kling og Bang gallerí í fyrra var selt í sex eintökum á söfn og til safnara, hvert eintak á 120 þúsund bandaríkjadala.

2Fyrsta skiptið sem Íslendingar sýndu í Feneyjum var árið 1960 og þá deildu tveir listamenn heiðrinum, þeir Jóhannes Kjarval og Ásmundur Sveinsson. Þetta voru einu tveir þátttakendurnir frá Íslandi sem fæddir voru á nítjándu öldinni. Ef þeir hafa tekið sín bestu verk með út þá hlýtur þetta framlag að hafa verið það besta frá upphafi.

3Íslensk náttúra er gott tromp fyrir myndlistarfólk að eiga á hendi. Þótt menn séu orðnir býsna þreyttir á íslenskri náttúrurómantík í dag smellpassaði innsetning Rúríar, Archive- Endangered Waterfalls (fallvötn í útrýmingarhættu) í tíðarandann árið 2003. Deilurnar um Kárahnjúkavirkjun voru bara nýbyrjaðar og allt leit út fyrir að álver yrði í hverjum firði og hver einasta spræna virkjuð ef framsókn fengi vilja sínum framgengt. Úr stórum málmkassa var hægt að draga út ljósmyndir af fossunum sem komið var skotleyfi á og hlusta á hljóðið í þeim. Verkið var áhrifamikið og umdeilt.

4Fram til ársins 1997 hafði engin kona farið út til Feneyja fyrir hönd Íslands sem verður að segja eins og er: vandræðalega seint. En sem betur fer var hægt að bæta úr því áður en tuttugustu öldinni var alveg lokið með því að kalla til Steinu Vasulku. Steina er sögulega áhrifamesti íslenski myndlistamaðurinn að öllum líkindum. Hún er sú eina sem virkilega er 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár