Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tíu einstaklingar fá kvóta í makríl fyrir 35 milljarða

Áætl­að sölu­verð­mæti afla­heim­ilda stærstu út­gerða Ís­lands er æv­in­týra­legt. Til stend­ur að af­henda nokkr­um þeirra stærstu mak­ríl­kvóta sem þær geta fram­selt til við­bót­ar þeim kvóta sem þær ráða yf­ir í dag. Áætl­að sölu­verð­mæti mak­ríl­kvót­ans sem tíu út­gerð­ir fá er rúm­lega 70 millj­arð­ar króna.

Tíu einstaklingar fá kvóta í makríl fyrir 35 milljarða
Veiðigjöldunum mótmælt Útgerðarmenn boðuðu til mótmæla á Austurvelli vegna hækkana á veiðigjöldum og sigldu mörg fyrirtæki skipum sínum til Reykjavíkurhafnar. Makrílfrumvarpið færir stærstu útgerðum landsins tugmilljarða verðmæti án endurgjalds.

Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður kenndur við Brim, er sá einstaklingur sem ræður óbeint yfir mestum kvóta innan kvótakerfisins á Íslandi þegar eignarhald og aflaheimildir stærstu útgerðanna eru greindar niður. Sá kvóti sem Guðmundur hefur yfir að ráða persónulega í gegnum Brim og eignarhald sitt í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum nemur rétt rúmlega 4,5 prósentum af heildarkvótanum á Íslandi. Verðmæti þessa kvóta Guðmundar, út frá varlega áætluðu söluverðmæti á aflaheimildum út frá þorskígildistonnum, er rúmlega 35 milljarðar króna.

Stundin hefur tekið út umráðaréttinn yfir aflaheimildunum sem Fiskistofa úthlutar og sundurgreint hvaða einstaklingar það eru sem fara með þessar afla­heimildir. Ein af niðurstöðunum er sú að þeir fimm einstaklingar, sem ráða yfir mestum kvóta á Íslandi í gegnum eina eða fleiri af tíu stærstu útgerðunum miðað við kvóta, ráði óbeint, í gegnum eignarhaldsfélög og útgerðir, yfir meira en 15 prósent af úthlutaðri heimild til að nýta stærstu auðlind Íslendinga.

Tíu stærstu útgerðarfyrirtæki landsins hafa ráðstöfunarrétt yfir meirihlutanum af fiskveiðiauðlindinni, eða rúmlega 54 prósentum fiskveiðikvótans, en þessi hlutdeild þeirra hefur aukist um rúmlega 2,5 prósentustig frá því í árslok 2007. Sé litið enn lengra aftur, til ársins 2004, þá hefur hlutdeild tíu stærstu útgerðanna aukist um rúmlega tíu prósentustig á tíu árum. Sú samþjöppun sem orðið hefur í aflaheimildum á Íslandi síðastliðin tíu ár blasir því við.

Úthluta makrílkvóta fyrir 70 milljarða

Við þetta bætist svo makríllinn verðmæti, sem er ekki inni í þessari heildartölu yfir úthlutaðan kvóta, þar sem hann er ekki orðinn hluti af kvótakerfinu. Makríllinn var næst verðmætasta sjávarafurðin sem Ísland flutti út í fyrra þegar útflutningsverðmæti hans nam rúmlega 22,4 milljörðum króna.

Til stendur að úthluta 135 þúsund tonna makrílkvóta af 150 þúsund tonna heildarkvóta til nokkurra stórra útgerða út frá veiðireynslu þeirra á tegundinni á árunum 2011 til 2014 en Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra leggur makrílfrumvarpið fram. Þessar tölur komu fram í úttekt Fiskifrétta um afleiðingar makrílfrumvarpsins í síðasta mánuði. Þegar heildarsöluverðmæti þessara 90 prósenta af makrílkvótanum er reiknað út, miðað við þær forsendur sem gefnar eru í þessari grein, kemur fram að það er rúmir 70 milljarðar króna. Ef frumvarpið verður að veruleika geta þessar útgerðir selt og eða veðsett makrílkvótann líkt og gildir um annan kvóta.

Fær nú 10 milljarða kvóta
Fær nú 10 milljarða kvóta Guðbjörg Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum, stærsti eigandi Morgunblaðsins, fær ígildi 10 milljarða króna af auðlindum Íslendinga ef frumvarp Sigurðar Inga Jóhannsonar sjávarútvegsráðherra um makrílkvóta gengur eftir.

Í makrílveiðunum hefur samþjöppunin verið enn meiri en nefnt er í tilviki annarra aflaheimilda hér að ofan því fimm stærstu útgerðirnar hafa umráðarétt yfir samtals 57 prósentum af þeim 135 þúsund tonnum sem um ræðir.

HB Grandi fær úthlutað mest allra útgerðarfélaga af þessum aflaheimildum í makríl ef frumvarpið verður samþykkt á Alþingi. Útgerðin fær nærri 20 þúsund tonn af makríl og er áætlað söluverðmæti þess fisks rúmlega 13,5 milljarðar króna.  

Sá einstaki útgerðarmaður sem er langefstur á listanum yfir óbeinan umráðarétt yfir aflaheimildum í makríl er Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Makrílkvótinn sem hún mun hafa óbeinan umráðarétt yfir í gegnum Ísfélagið er rúmlega 10 milljarða króna virði. Áætlað heildarsöluverðmæti kvótans sem Guðbjörg, og níu aðrir óbeinir eigendur íslenskra stórútgerða, fá úthlutað á grundvelli veiðireynslu ef makrílfrumvarpið verður að lögum nemur rúmum 35 milljörðum króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Makrílmálið

Íslenska ríkið gefur stór­útgerðum og lax­eldis­fyrirtækjum kvóta fyrir 250 milljarða
ÚttektMakrílmálið

Ís­lenska rík­ið gef­ur stór­út­gerð­um og lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um kvóta fyr­ir 250 millj­arða

Ís­lensk­ir út­gerð­ar­menn eins og Þor­steinn Már Bald­vins­son, Guð­mund­ur Kristjáns­son og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir hafa feng­ið mak­ríl­kvóta upp á millj­arða króna frá ís­lenska rík­inu. Eig­end­um ís­lenskra lax­ed­is­fyr­ir­tækja er sömu­leið­is út­hlut­að lax­eldisk­vót­um sem greiða þarf tugi millj­arða fyr­ir í Nor­egi.
Stjórnarflokkarnir fengu milljónir frá útgerðarfélögum sem þeir ætluðu að gefa makrílkvóta
Fréttir

Stjórn­ar­flokk­arn­ir fengu millj­ón­ir frá út­gerð­ar­fé­lög­um sem þeir ætl­uðu að gefa mak­ríl­kvóta

HB Grandi, Sam­herji, Ís­fé­lag Vest­manna­eyja, Vinnslu­stöð­in og Síld­ar­vinnsl­an styrktu Sjálf­stæð­is­flokk­inn og Fram­sókn­ar­flokk­inn um 3,4 millj­ón­ir sama ár og Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son lagði fram hið um­deilda mak­ríl­frum­varp sem gerði ráð fyr­ir að um­rædd fyr­ir­tæki fengju helm­ing kvót­ans út­hlut­að­an til 6 ára.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
7
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár