Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingforseti og formenn stjórnarflokkanna ekki með í áskorun til pólska þingsins

Syst­ur­flokk­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins í íhalds­sam­tök­un­um AECR stend­ur fyr­ir laga­setn­ingu um al­gjört bann við fóst­ur­eyð­ing­um í Póllandi. Fjöldi þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur ekki skrif­að und­ir op­ið bréf til Pól­verja þar sem laga­breyt­ing­un­um er mót­mælt.

Þingforseti og formenn stjórnarflokkanna ekki með í áskorun til pólska þingsins

Meira en helmingur Alþingismanna hafði samþykkt að leggja nafn sitt við mótmælabréf til pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um skilyrðislaust bann við fóstureyðingum þar í landi þegar Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, afhenti sendiherra Póllands yfirlýsinguna um hádegisleytið í dag. 

Aðspurð hvernig standi á því að aðeins 34 þingmenn séu á listanum segir Ásta Guðrún að öllum þingmönnum hafi verið boðið að vera með. Hins vegar hafi ekki borist svör frá öllum. 

Í bréfi þingmannanna er pólska þingið hvatt til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna auk þess sem lýst er þungum áhyggjum af fyrirhugaðri lagasetningu gegn fóstureyðingum í Póllandi. 

Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi nema Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa skrifað undir yfirlýsinguna en Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er eini ráðherrann sem lagt hefur nafn sitt við bréfið. Forseti Alþingis hefur ekki skrifað undir. 

Sá stjórnmálaflokkur í Póllandi sem stendur fyrir hinni umdeildu lagasetningu um afnám allra undanþága frá banni við fóstureyðingum er íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti. Um er að ræða systurflokk Sjálfstæðisflokksins í svokölluðum Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna (AECR). 

Á meðal þeirra sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur lag sitt við í samtökunum eru stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem þekktir eru fyrir þjóðernisofstæki og andstöðu við fóstureyðingar og lifnaðarhætti hinseginfólks. Þá er Réttlætis- og framfaraflokkurinn frá Tyrklandi aðili að samtökunum, flokkur Erdogans sem orðið hefur uppvís að grófum alræðistilburðum undanfarin ár, ekki síst eftir að gerð var misheppnuð valdaránstilraun þar í landi. 

Sjálfstæðisflokkurinn er eini hægriflokkurinn á Norðurlöndum sem tilheyrir samtökunum að færeyska Fólkaflokknum undanskildum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn varaformaður stjórnar AECR í fyrra og situr þar meðal annars ásamt fulltrúa Laga og réttlætis, Önnu Fotyga. Aðeins þrír óbreyttir þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum hafa skrifað undir áskorunina til pólska þingsins, en 11 þingmenn flokksins höfðu ekki tilkynnt um þátttöku sína þegar bréfið var afhent. Í þeim hópi er Guðlaugur Þór Þórðarson.

Samtökin AECR urðu til eftir að Breski íhaldsflokkurinn klauf sig úr EPP, samtökum hófsamra og borgaralegra hægriflokka vegna ágreinings um Evrópumál en Sjálfstæðisflokkurinn gekk í AECR árið 2011. Núverandi forseti samtakanna er Jan Zahradil, tékkneskur stjórnmálamaður sem til að mynda hefur barist gegn aðgerðum til að stemma stigu við útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þingflokkur AECR á Evrópuþinginu nefnist Evrópskir íhalds- og umbótasinnar (ECR). Í kjölfar síðustu kosninga til Evrópuþingsins gengu fjórir þingmenn Danska þjóðarflokksins og tveir þingmenn Finnska flokksins, sem áður hét Sannir Finnar, til liðs við þingflokkinn, en báðir flokkarnir eru þekktir fyrir þjóðernisofstæki og útlendingahatur. 

Fram kom í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í fyrra að stefna AECR félli vel að grunnstefnu flokksins. „Þar vegur auðvitað þungt áhersla samtakanna á frelsi einstaklingsins sem og gagnrýni þeirra á aukna miðstýringu innan Evrópusambandsins og þróun þess í átt að sambandsríki.“ 

Þeir sitjandi þingmenn sem ekki hafa skrifað undir áskorunina til pólska þingsins koma nær allir úr Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum: 

Ásmundur Friðriksson
Brynjar Níelsson
Einar K. Guðfinnsson
Eygló Harðardóttir
Frosti Sigurjónsson
Bjarni Benediktsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Illugi Gunnarsson 
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Willum Þór Þórsson
Vilhjálmur Bjarnason
Vigdís Hauksdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir
Sigríður Á. Andersen
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Jón Gunnarsson
Höskuldur Þórhallsson
Haraldur Einarsson
Haraldur Benediktsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Kristján Þór Júlíusson
Þórunn Egilsdóttir
Þorsteinn Sæmundsson

 

Uppfært kl. 21:20

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, skrifar í athugasemd fyrir neðan fréttina:

„Ég var of sein að skrifa undir þessa áskorun þar sem ég var veðurteppt fyrir vestan en að sjálfsögðu styð ég mannréttindi pólskra kvenna og mótmæli harðlega ofbeldi stjórnvalda gegn sjálfsákvörðunarrétti þeirra!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu