Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Þetta er alveg út úr kú hjá Kúkú Campers“

Ís­lenska bíla­leig­an Kúkú Cam­pers hvet­ur ferða­menn til þess að lifa af land­inu og leig­ir þeim til þess veiðistang­ir og grill. Fjöl­marg­ir ferða­menn sem leigt hafa bíla af KúKú Cam­pers hafa ver­ið stöðv­að­ir við laxár vegna mis­vís­andi skila­boða á vef­síðu fyr­ir­tæk­is­ins en þar seg­ir með­al ann­ars að lög­legt sé að borða eins mik­ið af ann­ars manns landi og mað­ur get­ur í 24 klukku­tíma.

„Þetta er alveg út úr kú hjá Kúkú Campers“
Mæta með stöngina í laxár hér á landi Leiðsögu- og veiðimaðurinn Karl Lúðvíksson er ósáttur við misvísandi skilaboð KúKú Campers til ferðamanna sem heimsækja landið. Mynd: Úr einkasafni

„Þessi skilaboð sem þeir eru að senda út eru alveg fáránleg,“ segir Karl Lúðvíksson, leiðsögumaður í Langá, en þar á hann við upplýsingar sem finna má á vefsíðu fyrirtækisins KúKú Campers sem sérhæfir sig í leigu á breyttum sendiferðabílum hér á landi.

Sendiferðabílarnir eru þannig útbúnir að ferðamenn geta gist í bílunum hvar sem þeir stoppa og hvetur fyrirtækið ferðamenninna til þess að upplifa Ísland á aðeins öðruvísi hátt en flest önnur ferðaþjónustufyrirtæki og bílaleigur hér á landi.

Á vefsíðu KúKú Campers má meðal annars finna upplýsingar um hin ýmsu kort af Íslandi sem fyrirtækið selur ferðamönnum.

Kortin eru átta talsins og eru jafn ólík og þau eru mörg en þar er til að mynda kort fyrir kynlíf utandyra og kort fyrir þá sem vilja lifa eins og náttúrubarn í íslenskri víðáttu. Fyrirtækið skorar á þá sem kaupa „The Natural Life Map“ að lifa af landinu í heila viku og segir á vefsíðu KúKú Campers að lög á Íslandi leyfa hverjum sem er að borða hvað sem er af landi hvers sem er.

Ferðamennirnir mjög hissa

„Þú mátt ekki taka neitt með frá landi annars manns en þú mátt borða eins mikið og þú vilt í tuttugu og fjóra klukkutíma,“ segir á vefsíðu fyrirtækisins, sem einnig leigir út útigrill og veiðistangir.

„You can eat as you want for 24 hours“
„You can eat as you want for 24 hours“ Misvísandi upplýsingar á vefsíðu fyrirtækisins hvetja ferðamenn til þess að lifa á landinu. Fyrirtækið segir lög í gildi á Íslandi sem heimila hverjum sem er að borða hvað sem er af landi hvers sem er í 24 klukkutíma.

„Ég lenti í því í fyrra að ég kom að fólki með veiðistangir upp við á. Ég kynnti mig sem staðarhaldara í Langá og lét þau vita að þau væru að veiða í ánni í óleyfi og reyndi að útskýra fyrir þeim að á Íslandi væri það ekki þannig að þú færir að næsta vatni eða á og veiðir. Þú mátt gera það í sjó en það gildir eignarréttur um vötn og ár. Fólk var yfirleitt mjög hissa því það hafði upplýsingar um annað, en var gífurlega þakklátt fyrir að hafa fengið réttar upplýsingar,“ segir Karl Lúðvíksson, en allir þeir sem hann stöðvaði við ólöglega veiði í fyrra höfðu leigt „húsbíl“ af KúKú Campers.

„Þetta eru ekki rétt skilaboð til ferðamanna“

„Síðasta parið sem ég greip var að veiða á stað við Langá sem heitir Bugurinn, en þá var ég að fylgja eldri manni frá Kanada sem kom hingað til lands til þess að veiða íslenskan lax. Ég lét þau vita að þetta væri ekki það sem við gerum hér á landi en ákvað, eins og ég hef reynt að temja mér í þessu, að vera kurteis og útskýra fyrir þeim hvernig landið liggur í þessum málum. Ég dró þau með mér að Kattarfossbrún við Langá þar sem er að finna ótrúlega fallegt landslag og ég og þessi eldri maður frá Kanada sýndum þeim hvernig við berum okkur að þegar við erum að veiða. Þeim fannst það svakalega gaman. Þau sögðu mér að þetta væru upplýsingarnar frá bílaleigunni sem hafði meira að segja leigt þeim veiðistangir til verksins. Þau tóku áskorun KúKú Campers og leituðu að ám á Íslandi. Þetta eru ekki rétt skilaboð til ferðamanna,“ segir Karl sem vill taka það fram að allir þeir ferðamenn sem hann stöðvaði voru afskaplega kurteisir og miður sín yfir því að hafa verið að gera eitthvað ólöglegt hér á landi: „Já, þau voru hreinlega í rusli yfir því.“

„Þú mátt ekki taka neitt með frá landi annars manns en þú mátt borða eins mikið og þú vilt af því í tuttugu og fjóra klukkutíma.“

En ekki eru þó allir jafn kurteisir segir Karl en hann veit dæmi þess að ferðamenn hafi haldið því fram að þeir væru í rétti og jafnvel neitað að fara.

Enginn svarar hjá KúKú Campers

„Já það hefur næstum því komið til handalögmála út af þessu rugli. Ég vil taka það fram að ég legg mikið upp úr því að útskýra fyrir fólki, vera kurteis og rólegur, því þau vita ekki betur og ég veit að flestir kollegar mínir reyna að gera slíkt hið sama.“

Stundin reyndi ítrekað að ná sambandi við eigendur og framkvæmdastjóra KúKú Campers en hafði ekki erindi sem erfiði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár