Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þess vegna er ábyrgðin þeirra - Druslugangan 2015

Þór­dís Elva Þor­valds­dótt­ir skil­grein­ir ábyrgð­ina á kyn­ferð­is­brot­um.

Þess vegna er ábyrgðin þeirra - Druslugangan 2015

Stundin birtir einn kafla á dag úr bók Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Á mannamáli, sem miðar að því að eyða ranghugmyndum um kynferðisofbeldi. Viðfangsefni bókarinnar er kynbundið ofbeldi, það er ofbeldi þar sem meirihluti brotaþola eru konur og miðast dæmin við það. Höfundur tekur þó fram að kynferðisofbeldi getur verið beitt af öllum kynjum og beinst gegn fólki af öllum kynjum.​

Ábyrgð

Eftirfarandi spurning var lögð fyrir mig af áfallasérfræðingi sem ég tók viðtal við: „Segjum sem svo að þú setjir veskið þitt inn í bílinn þinn og áttir þig síðan á því að þú gleymdir bíllyklunum inni. Þú hleypur inn til að sækja bíllyklana en skilur veskið eftir í bílnum ólæstum. Á meðan kemur þjófur og stelur veskinu. Hver ber ábyrgð á þjófnaðinum, þú eða hann?“ 

Mig rak í vörðurnar. „Hann,“ svaraði ég hikandi. 

„Af hverju segirðu það?“ „Því þó ég hafi tekið áhættu með því að skilja veskið mitt eftir, þá er það samt ekki glæpsamlegt. Það er aftur á móti glæpur að stela,“ sagði ég.

„Nákvæmlega. Þú tókst áhættu með því að skilja veskið eftir, sem er kannski óskynsamlegt, en ekki ólöglegt. Þjófurinn framdi hins vegar glæpinn og ber því alfarið ábyrgð á honum.“ 

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bókin Á mannamáli var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2009 og Samfélagsverðlaunanna. Hún vann Fjöruverðlaunin og hlaut Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta

Konu nokkurri er boðið í teiti í miðbænum að vetrarlagi. Fyrr um daginn gleymir hún sér við vinnu og áttar sig skyndilega á því að hún er orðin of sein í samkvæmið. Hún þeysist heim, skiptir um föt og ákveður að klæðast stuttu pilsi til að leggirnir sem hún hefur verið að móta með hnitmiðuðu átaki í ræktinni fái að njóta sín. Í teitinu stígur vínið henni fljótt til höfuðs því henni vannst ekki tími til þess að borða kvöldmat. Hún verður málglöð og gefur sig á tal við kunningja, sem og ókunnuga í teitinu. Að lokum ákveður hún að nú sé nóg komið og heldur heim á leið. Það er slydda og henni verður kalt þar sem hún bíður eftir leigubíl. Maður sem hún átti orðaskipti við í teitinu gengur framhjá leigubílaröðinni og sér hana standa skjálfandi í snjónum. Hann býður henni far heim. 

Ef konan vaknar daginn eftir með kvef af sökum þess að hafa verið illa klædd í íslensku vetrarveðri hefur hún ekki við neinn annan að sakast en sjálfa sig. Ef hún vaknar með skerandi timburmenn eftir áfengisdrykkjuna gildir slíkt hið sama. Þetta eru ákvarðanir sem hún tók gagnvart sjálfri sér, svo þær skrifast á ábyrgð konunnar. Ef maðurinn sem bauð henni far heim ákveður að keyra með hana á afvikinn stað og nauðga henni er það hins vegar ekki á ábyrgð konunnar. Vissulega má halda því fram að það sé fólgin áhætta í því að þiggja far heim með lítt kunnugum manni. Óskynsamlegt, en ekki ólöglegt. Að nauðga einhverjum er hins vegar glæpur með sextán ára hámarksrefsingu. 

Hætturnar leynast víðsvegar í lífinu. Maður tekur áhættu í hvert sinn sem maður sest undir stýri. Maður tekur áhættu ef maður hleypur á sundlaugarbakkanum, ef maður horfir ekki til beggja átta áður en gengið er yfir götu, ef maður kynnir sér ekki aukaverkanir lyfja, ef maður les ekki leiðbeiningar, ef maður prófar ekki hitastigið í heita pottinum áður en farið er ofan í, ef maður borðar of mikið, ef maður borðar of lítið, ef maður fer ekki reglulega í læknisskoðun, ef maður yfirfer ekki reykskynjarann, ef maður fer í siglingu, ef maður spennir ekki bílbeltið, ef maður stundar óvarið kynlíf, ef maður fylgist ekki með öryggisleiðbeiningunum í flugi, ef maður hreyfir sig ekki reglulega, ef maður kveikir á óvörðum kertum og ef maður veit ekki hvar næsti neyðarútgangur er. Listinn er endalaus. Maður neyðist til að reyna að dansa eftir línunni eftir bestu getu. Missi maður jafnvægið þarf maður að lifa með afleiðingum þeirra ákvarðana sem reyndust kannski síður skynsamlegar þegar upp er staðið. En maður getur bara borið ábyrgð á sjálfum sér. Þetta kristallast til dæmis í ölvunarakstri. Þú berð ábyrgð á þínu aksturslagi og að virða umferðarreglur. Ef einhver annar ákveður að setjast drukkinn undir stýri, þá stofnar viðkomandi ökumaður lífi þínu í hættu með ákvörðun sinni. Burtséð frá því hvað þú vandar þig við aksturinn. Þú getur aldrei borið ábyrgð á ákvörðun ölvaða ökumannsins, rétt eins og þolandi kynferðisofbeldis getur ekki borið ábyrgð á ákvörðun ofbeldismannsins.

Í ljósi þessa mætti halda því fram að það sé áhætta fólgin í því að eiga fjölskyldu og vini. 

Dæmið sem ég tók að ofan er undantekningartilfelli. Fæstar nauðganir eru framdar af ókunnugum mönnum sem bjóða konum far á fölskum forsendum. Samkvæmt ársskýrslu Stígamóta 2007 varð yfirgnæfandi meirihluti eða um 80% brotaþola fyrir kynferðisofbeldi af hálfu maka, fjölskyldumeðlims, umsjónaraðila, vinar eða samstarfsmanns. Tæpur helmingur þeirra sem leitaði til Neyðarmóttökunnar í Fossvogi á árunum 2003–2007 þekkti ofbeldismanninn fyrir (með sama hætti og greint er frá hér að ofan). Rúmur fimmtungur í viðbót lýsti tengslunum sem stuttum kynnum; einungis 26% sagði árásaraðilann vera alfarið ókunnugan sér. Í ljósi þessa mætti halda því fram að það sé áhætta fólgin í því að eiga fjölskyldu og vini. Þó má einnig halda því fram að án vina og vandamanna sé tilveran fátækleg. Að án mannlegra samskipta sé lífið ekki þess virði að lifa því.

Nauðgun er glæpur. Burtséð frá klæðaburði, áfengisneyslu, daðri, viðnámi og tengslum við árásarmanninn. Ábyrgðin á glæp liggur alfarið hjá þeim sem kýs að fremja hann. 

Druslugangan er alþjóðleg kröfuganga sem á sér upptök í ummælum kanadísks lögregluþjóns sem lét þau orð falla árið 2011 að konur gætu fyrirbyggt nauðganir ef þær klæddu sig ekki eins og druslur. Íslenska Druslugangan 2015 verður haldin 25. júlí kl. 14:00.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
1
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
Rannsókn

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
4
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
7
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
10
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
5
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
7
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
Rannsókn

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
9
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár