Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þekktur fjársvikari herjar á íslenskan leigumarkað: Sendir gylliboð á hverjum degi

Stund­in greindi fyrst frá Christian Thurner í gær en hann geng­ur und­ir fleiri nöfn­um og send­ir Ís­lend­ing­um í íbúða­leit gylli­boð á hverj­um ein­asta degi. Saga Auð­ar Asp­ar var svo sann­ar­lega ekki eins­dæmi en svo virð­ist sem að hann stundi fjár­svik­in í fjöl­mörg­um lönd­um. Lög­reglu­yf­ir­völd vara við þess­um fjár­svik­um.

Þekktur fjársvikari herjar á íslenskan leigumarkað: Sendir gylliboð á hverjum degi
Er þetta Christian Thurner? Þessa ljósmynd sendi Christian Thurner með fölsuðum samning sem hann sendi til Auðar Aspar í fyrradag. Hann reyndi að leigja henni út íbúð í Lönguhlíð 19. Mynd: Já.is

Stundin greindi frá því í gær að maður að nafni Christian Thurner hefði reynt að svíkja fé út úr Auði Ösp Guðjónsdóttur sem svaraði auglýsingu um íbúð á Bland.is. Frá því fréttin birtist hafa fjölmargir haft samband við Stundina og greint frá sambærilegum tölvupóstsamskiptum sem þau áttu við Christian, en svo virðist sem að hann gangi undir fleiri nöfnum.

Hann hefur til dæmis kallað sig Philipp Bunse, Sebastian Rostad, Jonas Nilsson, Victor Bruhn og Justin Ludin. Þá hefur hann boðið íbúðir til leigu í Álftamýri, Lönguhlíð og Tómasarhaga.

Sagðist hafa keypt íbúðina fyrir dóttur sína

Christian þessi sagðist í samtali við Auði Ösp vera 58 ára gamall verkfræðingur sem hefði keypt íbúð á Íslandi fyrir dóttur sína á meðan hún stundaði þar nám. Að náminu loknu hafi dóttir hans flutt aftur heim og því stæði íbúðin tóm.

Auður Ösp
Auður Ösp Þótti gylliboð mannsins of gott til að vera satt.

Maðurinn sagði íbúðina vera í Lönguhlíð 19 og að afhending lykla og samnings færi fram eftir að hún hefði greitt það sem samsvarar þriggja mánaða leigu inn á reikninginn hans. Þriggja mánaða leiga í þessu tilfelli voru þrjú hundruð og fimmtán þúsund krónur.

Nýtti Airbnb til þess að ávinna sér traust

Til þess að ávinna sér traust Auðar Aspar þá sagði hann alla þessa gjörninga fara fram í gegnum vefsíðuna Airbnb. Sú vefsíða hefur samt sem áður gefið út aðvörun vegna slíkra gjörninga þar sem þeir séu ekki á vegum vefsíðunnar.

Auður Ösp áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu og ákvað að hætta að eiga í frekari samskiptum við manninn.

Sami maður, annað nafn

„Ég lenti í þessum sama gæja nema hann var undir öðru nafni þá en sama sagan að hann hefði keypt íbúð fyrir dóttur sína sem hafði stundað nám á Íslandi. Ég var alltaf með efasemdir enda var þetta of gott til að vera satt,“ segir Sunna Björk sem greinir frá samskiptum sínum við manninn í hópi á Facebook sem heldur utan um íbúðaauglýsingar.

„Um leið og hann bað mig um greiðslu áður en ég myndi fá að sjá íbúðina þá sagði ég nei.“

„Um leið og hann bað mig um greiðslu áður en ég myndi fá að sjá íbúðina þá sagði ég nei og sagði hann vera ljótan mann að reyna að svindla svona á fólki. Hann svaraði aldrei aftur.“

Slóðin nær til Írlands

Önnur kona sem tjáir sig um samskipti sín við þennan dularfulla Christian er Sigríður Þórðardóttir en hún segir manninn hafa sagst vera frá Englandi þegar dóttir hennar var að leita sér að leiguíbúð í Reykjavík.

„Þá fundum við hann á netinu og fullt af málum þar sem hann var að nota sömu aðferð í Írlandi. Hann hlýtur að hafa vel upp úr þessu því það þarf ekki nema örfáa til að glepjast á þessum gylliboðum hans svo hann hafi vel upp úr þessu. Farið bara varlega ef þið eruð að leita ykkur að íbúð til leigu,“ segir Sigríður.

Góðar varúðarreglur frá lögreglunni:

Lögregluyfirvöld hér á landi vara við þessum fjársvikurum og segja þessi svindl mjög algeng hér á landi. Þau tengist nánast aldrei því nafni sem gefið er upp í auglýsingunni og ljósmyndirnar eru oftast teknar af Google. Þá segir lögreglan einnig að textinn í auglýsingunum sé nánast alltaf sá sami en mjög erfitt sé að rekja hvaðan þetta kemur enda eru þær sjaldnast frá Evrópulöndum.

  • Farið alltaf og skoðið íbúðina ef það er hægt eða fáið einhvern til að fara fyrir ykkur. Aldrei leigja íbúð í sama landi/borg nema að skoða hana fyrst!
     
  • Ef þið pantið í gegn um þjónustu eins og Airbnb þá skuluð þið varast ef einhver vill fá greiðslu utan við kerfið. Airbnb og margar þjónustur eru með varnagla sem þýðir að greiðsla berst ekki leigusala fyrr en 24 tímum eftir að þú hefur tekið við íbúðinni. Um leið og þú greiðir utan þjónustunar þá er engin ábyrgð.
     
  • Ef einhver vill fá greiðslu í gegn um Western Union eða Barclays Banka. Það er mjög auðvelt að áframsenda þessar greiðslur þar til týnast alveg og eru órekjanlegar.
     
  • Einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, það er hvorki á Íslandi eða í landinu sem þú ætlar að leigja í. Dæmi, þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðsla á að berast til Englands.
     
  • Fáið mynd af íbúðinni að utan og berið hana saman við google maps eða ja.is eða álíka, það er ekkert mál að sýna einhverjar myndir innan úr íbúð en málið flækist aðeins ef það á að sýna myndir að utan en það er samt engin trygging.
     
  • Ef tilboðið er of gott til að vera satt þá er það sennilega ekki satt.
     
  • Skoðið alltaf íbúðina á einhverju korti, sum hús eins og Laugavegur 75 eru einfaldlega ekki til.
     
  • Grunsamleg netföng eins og airbnb12@hotmail.com og svoleiðis.
     
  • Lesið umsagnir, ef þær eru margar frá mismunandi aðilum (sem skrifa í ólíkum stíl) og eru jákvæðar þá er það líklega rétt.
     
  • Aldrei senda kortaupplýsingar í tölvuskeyti (email).
     
  • Sendið inn fyrirspurnir, til skóla sem þið eruð að fara til og annað. Sumir eru með vefi sem safna upplýsingum um varasöm netföng eða staði.
     
  • Þið megið líka senda fyrirspurn á okkur abendingar@lrh.is og við munum meta þær eftir bestu getu.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár