Ekkert breytist hjá kátu fólki

„Af hverju er alltaf svona mikill drungi í bókunum þínum?“ er spurning sem Steinar Bragi hefur fengið eftir hvert einasta útgefna verk. Hann hefur aldrei fengið spurninguna oftar en nú, sem kemur honum i opna skjöldu. Sjálfur taldi hann sig nefnilega hafa skrifað gáskafullt verk, fullt af lífsgleði og húmor.

„Hæ, er ekki best að henda viðtalinu? Ég var ekki þarna, rigning í of marga daga eða of mörg bókaflóð, ég er farinn að upplifa þau eins og einhver hafi gleymt að senda mig heim úr skólakerfinu og ég er fastur í munnlegum prófum en man ekki lengur fagið sem verið er að spyrja mig útúr. Ég ætla að skrifa færri bækur í framtíðinni og gefa þær ekki út.“

Þessi skilaboð sendi Steinar Bragi daginn eftir að við hittumst á kaffihúsi niðri við höfn. Þá var klukkan hálf þrjú en hún hefði alveg eins getað verið ellefu að morgni eða fimm um eftirmiðdag. Eins og marga daga á undan var dimmt yfir frá morgni til kvölds og rigning úti. Það var annað yfirbragð yfir Steinari Braga en síðast þegar við hittumst til að tala um bók eftir hann. Þá var hann sólbrúnn í nýjum skóm úr krókódílaleðri. Nýkominn heim úr Asíureisu, óvenju frísklegur og nýbúinn að gefa frá sér skáldsögu. Síðan eru liðin fimm ár, hann hefur farið í gegnum skilnað, ferðast um heiminn, gefið frá sér eina skáldsögu og kannski aðra undir nafninu Eva Magnúsdóttir, og nú nýlega smásagnasafnið Allt fer. Tryggir lesendur Steinars Braga kalla það eitt af hans allra bestu verkum og fyrir það er hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta. Í þetta sinn er hann líkari okkur hinum Reykvíkingunum í útliti og fasi, dálítið grár á litinn og geispandi. Honum fannst hann ekki hafa margt að segja en ég er ósammála, svo ég skrifa viðtalið í óþökk hans og vona að lesendur séu mér sammála.  

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kærði vin sinn fyrir nauðgun en málið var fellt niður: Þetta er ekki kynlíf

Pistill

Gagnrýnir endurupptökunefnd harðlega: Villandi framsetning og falsanir teknar gildar

Fréttir

Réttindi lífeyrisþega skert með afturvirkum lögum

Fréttir

Hópur sálfræðinga og geðlækna segir Trump óhæfan í embætti

Pistill

Vinur minn Fouad

Fréttir

Þáði gjöf frá Hreyfingu og kom fram í umfjöllun þar sem þjónusta fyrirtækisins var kynnt

Mest lesið í vikunni

Viðtal

„Pabbi var nasisti“

Fréttir

Vill áfengi í búðir og efast um gildi vísindarannsókna

Pistill

Poj poj Sævar vinur minn

Fréttir

Lætur ekki undan „öllu garginu“ um Guðmundar- og Geirfinnsmál

Pistill

Íslenskir unglingar eru hættir að sukka

Fréttir

Kærði vin sinn fyrir nauðgun en málið var fellt niður: Þetta er ekki kynlíf