Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Svona gerðist slysið í læknum í Hafnarfirði: Yngri drengurinn vaknaður

Lög­regla og fjöl­skylda barn­anna þakka þeim sem komu til að­stoð­ar þarna á vett­vangi fyr­ir ótrú­lega yf­ir­veg­un og þrek­virki, sem hinir sömu sýndu af sér við af­ar erf­ið­ar að­stæð­ur.

Svona gerðist slysið í læknum í Hafnarfirði: Yngri drengurinn vaknaður

Drengurinn sem haldið var sofandi á Landspítalanum eftir slys í læknum í Hafnarfirði er nú vaknaður, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Drengurinn er níu ára gamall. 

Slysið varð þann 14. apríl. Eldri bróðir drengsins fór út í lækinn á eftir honum og reyndi að koma litla bróður sínum til bjargar. Hann lenti þá í sjálfheldu líkt og bróðir sinn. Endurlífga þurfti báða drengina, en sá eldri komst til meðvitundar á vettvangi. 

Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er yngri bróðurinn á hægum batavegi. Hann verður áfram á gjörgæsludeild við Hringbraut þar sem hann mun fá viðeigandi stuðning og meðferð. Fjölskyldan dvelur þar hjá honum.

Við erum öll þakklátari en orð fá lýst.“

Vildu ná boltanum 

Lögreglan hefur lokið rannsókn á slysinu og sent frá sér atvikalýsingu. Hún er svohljóðandi: 

Skömmu fyrir slysið voru þarna á ferð þrjú systkini, tveir bræður og systir þeirra, þegar þau veittu athygli bolta, sem hafði verið í rennu fyrir affalli Reykdalsstíflu í nokkra daga. Stúlkan, sem er 11 ára, og drengirnir, sem eru 9 og 12 ára,  fóru að reyna ná boltanum úr rennunni. Mjög mikill vatnsstraumur var í stíflunni vegna aukins vatnsmagns í læknum. Eftir árangurslausar tilraunir tók yngri drengurinn þá afdrifaríku ákvörðun að fara út í rennuna, en ljóst var að börnin gerðu sér enga grein fyrir hættunni sem þarna leyndist, ekki frekar en þeir björgunaraðilar sem komu síðar á vettvang.

Reykdalsstífla
Reykdalsstífla

Hringsnerist í hyl 

Þegar sá yngri féll í rennuna tók hann að sökkva og hringsnerist í hyl, sem er neðst í rennunni, en árfarvegurinn í rennunni myndaði hringiðju þarna í hylnum, ásamt því sem gróður gerði það að verkum að fótfesta var lítil sem engin. Í því fer eldri bróðirinn að reyna að aðstoða þann yngri, en við það fellur hann einnig í hylinn og því kominn í sömu sjálfheldu, líkt og yngri bróðirinn. Á þeim tímapunkti hringir systirin í móður þeirra, sem í framhaldinu kemur umsvifalaust á staðinn og hringir strax í 112 og kallar eftir aðstoð.

Móðirin reyndi að bjarga drengjunum 

Áður en björgunarlið kom á vettvang, um fjórum mínútum eftir tilkynninguna, reyndi móðirin, ásamt 16 ára stúlku sem kom þarna að, að ná drengjunum upp. Fljótlega náðu þær saman taki á eldri drengnum án þess þó að hafa náð að draga hann upp úr hylnum vegna straumsins sem þarna var.

Systir drengjanna, sem var í samskiptum við 112 á meðan þessu stóð, stöðvaði ökumann, karlmann um þrítugt, sem átti leið hjá og kom hann móðurinni og stúlkunni til aðstoðar með eldri drenginn, sem tókst að ná upp úr hylnum. Við björgunina á þeim yngri féll karlmaðurinn hins vegar einnig út í hylinn og við það var hann sömuleiðis kominn í sjálfheldu.

Áður en björgunarlið kom á vettvang, um fjórum mínútum eftir tilkynninguna, reyndi móðirin, ásamt 16 ára stúlku sem kom þarna að, að ná drengjunum upp.

Lögreglan lenti líka í sjálfheldu 

Á þessum tímapunkti kom björgunarlið á staðinn og fóru lögreglumenn strax í að koma þeim til aðstoðar og fljótlega náðist karlmaðurinn einnig upp úr hylnum. Báðir voru þeir mjög kaldir og illa áttaðir en öndun eldri drengsins kom fljótt eftir að hafa fengið aðstoð. Lögreglumaður, sem var þarna til aðstoðar, freistaðist til að sækja yngri drenginn, sem var enn í hylnum. Við það að fara í hylinn lenti hann í sömu aðstöðu og karlmaðurinn og eldri drengurinn. Eftir einhvern tíma og tilraunir náðist í fótlegg lögreglumannsins og þannig að draga hann upp úr hylnum, en þá hafði lögreglumaðurinn náð taki á yngri drengnum og þeir báðir dregnir úr hylnum. Í framhaldinu voru hafnar endurlífgunartilraunir á yngri drengum.

Bræðurnir og karlmaðurinn voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar, en aðstoð var jafnframt veitt þeim sem komu að björguninni á vettvangi.

Ástand yngri bróðursins er stöðugt, en einhver meiðsli (mar, tognun) hlutust af bæði hjá eldri bróðurnum og þeim sem komu að björguninni.

Stíflan var tæmd  

Bæjaryfirvöld Hafnarfjarðarbæjar hafa tekið málið til skoðunar með tilliti til þess að koma í veg fyrir að atvik sem þetta endurtaki sig þarna í og við Reykdalsstífluna, en stíflan hefur verið tæmd þar til að  ráðstafanir verða gerðar.

Lögreglan og fjölskylda barnanna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vettvangi fyrir ótrúlega yfirvegun og þrekvirki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill lögreglan senda fjölskyldu barnanna, og ekki síst yngri drengnum, baráttu- og batakveðjur.

Þakklátari en orð fá lýst 

Í samtali við dv.is segir ónafngreindur aðstandandi drengjanna að fjölskyldan sé afar þakklát öllum þeim sem unnu að björguninni. Læknarnir á spítalnum séu „snillingar“. 

Haft er eftir viðkomandi að fjölskyldan hafi óttast um afdrif drengjanna. „Við héldum að þeir hefðu báðir drukknað. Við vorum byrjuð að syrgja strax. Það var mikill léttir að endurlífgunin skyldi strax bera árángur hjá eldri drengnum en óvissan um yngri drenginn hefur staðið þangað til í dag. Við erum öll þakklátari en orð fá lýst. Bróðir hans spurði hann áðan til nafns og við gátum ekki betur séð en að hann reyndi að segja nafnið sitt.“

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Slys við Reykdalsstíflu

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár