Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tveir drengir þungt haldnir eftir slys: Vitni tjáir sig um málið

Ung­um dreng er hald­ið sof­andi á spít­al­an­um en óvíst er með ástand hans. Framund­an er erf­ið bið. Hinn dreng­ur­inn er vak­andi og geng­ur vel eft­ir at­vik­um. Mað­ur­inn sem kom að björg­un þeirra fékk lækn­is­að­stoð í dag og mun fá áfalla­hjálp líkt og lög­regla og starfs­fólk spít­al­ans.

Tveir drengir þungt haldnir eftir slys: Vitni tjáir sig um málið
Reykdalsstífla Mynd: Aðsend

Tveir drengir á tólfta ári voru fluttir upp á Landspítala í dag eftir að þeir höfðu farið í lækinn sem liggur á milli Ljósatraðar og Lækjakinnar í Hafnarfirði, við Reykdalsstífluna. Vísir sagði fyrstu frétt af málinu, en þar kom fram að óttast væri um líf drengjanna. Ástand þeirra er alvarlegt, en þeir eru komnir undir læknishendur.

Reykdalsstífla
Reykdalsstífla Hér má sjá loftmynd af svæðinu.

Fyrstu fréttir hermdu að þriðji drengurinn hafi komið þeim til bjargar og hafi honum verið kalt en ekki meint af. Í tilkynningu frá lögreglu segir hins vegar að um karl á þrítugsaldri hafi verið að ræða. Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyssins. Að minnsta kosti sjö sjúkrabílar voru sendir á vettvang. „Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, en lífgunartilraunir með annan drenginn báru fljótt árangur en verr gekk með hinn og ekki er hægt að fullyrða frekar um afdrif hans,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. 

Stíflan algjörlega óvarin

Rannsóknarteymi lögreglunnar var á staðnum fram eftir degi. Það var Margeir Sveinsson stöðvarstjóri í Hafnarfirði einnig. „Það var tilkynnt að þessir drengir hefðu farið í lækinn og að þriðji aðili hefði farið til hjálpar. Síðan komu lögreglumenn þeim til aðstoðar og björguðu þeim,“ segir Margeir.

Skólastjóri Lækjarskóla, Haraldur Haraldsson var einnig á vettvangi, en samkvæmt Margeiri er hins vegar ekki um nemendur skólans að ræða. Verið var að vinna í því að ná í foreldra drengjanna þegar Stundin náði tali af Margeiri. 

Reykdalsstífla
Reykdalsstífla Slysið varð á þessu svæði. Rannsóknarlögreglan er nú á störfum á vettvangi.

Öllu formlegu skólastarfi lauk um tvö leitið í Öldutúns- og Lækjaskóla. Göngustígur liggur með stíflunni og ekkert sem ver hana. Hægt er að ganga fram á ystu brún, en samkvæmt íbúum við götuna er dýptin mikil þar sem hún er mest.  

Erfiðlega gekk að ná öðrum drengnum upp úr vatninu

Karlmaður sem býr rétt við vettvangs slyssins varð vitni að björguninni. Hann sagði að báðir drengirnir hafi verið þungt haldnir þegar þeir voru dregnir upp úr læknum. 

Samkvæmt honum er foss í stíflunni við hliðina á laxastiganum. Fossinn er vatnsmikill núna. 

„Í hylnum þar fyrir neðan var bolti. Ég ímynda mér að þeir hafi verið að sækja hann. Hvirfill myndast þarna fyrir neðan og hann er svo öflugur að ég held að fullorðinn maður ætti ekki í vandræðum með að festast í honum, segir maðurinn. 

Samkvæmt Vísi var annar drengurinn fluttur meðvitundarlaus á spítala. Hinn drengurinn komst til meðvitundar á staðnum, eftir lífgunartilraunir. Maðurinn sem Stundin ræddi við kom að þegar búið var að ná öðrum drengnum upp, en sá var aðframkominn eftir slysið. 

„Sá elsti var alveg búinn á því en var ennþá að reyna að bjarga hinum drengnum. Með miklum erfiðismunum þá tókst okkur, og lögreglunni, að draga hann upp. Hann var á bólakafi þá í hylnum. Ég veit ekki hvort hann var fastur eða hvað en þeir voru í vandræðum að ná honum upp. Hann var líklega búinn að vera lengi undir. Vonandi hefur hann það af,“ segir maðurinn. 

Ekki búsettir í Hafnarfirði

Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, fékk þær upplýsingar frá lögreglu að drengirnir væru ekki búsettir í Hafnarfirði. Hann muni því ekki sinna sálgæslu fyrir aðstandendur drengjanna. DV greindi frá þessu.

Í samtali við Stundina segist Jón Helgi ekki vita hvaðan drengirnir koma. Hann segir eðlilegt að börnum á svæðinu sé brugðið þegar svona atvik verði og verið sé að skoða hvernig brugðist verði við í samstarfi við skólayfirvöld í Hafnarfirði. 

Tilkynning frá lögreglu 16:45: Óvíst með afdrif drengsins

Um klukkan hálfþrjú í dag barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um tvo drengi sem sagðir voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði. Þegar að var komið reyndust drengirnir vera fastir í fossi, sem kemur af stíflunni, en á vettvangi var enn fremur karl á þrítugsaldri, sem reyndi að koma þeim til aðstoðar.

Aðstæður á slysstað voru mjög erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, en lífgunartilraunir með annan drenginn báru fljótt árangur en verr gekk með hinn og ekki er hægt að fullyrða frekar um afdrif hans.

Drengirnir, sem eru á grunnskólaaldri, voru fluttir á slysadeild.

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komu á vettvang og munu þeir, ásamt lögreglu, fara yfir aðstæður á og við slysstaðinn til að tryggja að slys sem þetta geti ekki endurtekið sig.  Vettvangsvinnu lögreglu er ekki lokið.

Drengnum haldið sofandi 

„Annar drengurinn vakandi og gengur vel eftir atvikum. Hinum er haldið sofandi í öndunarvél en spítalinn getur ekki gefið frekari upplýsingar um ástand hans þar sem það liggur ekki fyrir,“ segir í upplýsingum frá Landsspítalanum.

Báðir drengirnir voru endurlífgaðir en ljóst er að læknar munu þurfa tíma til að meta ástandið. Staðan er óljós sem stendur og framundan er erfið bið fyrir aðstandendur. Ættingjar eru hjá drengjunum.

Þá hefur karlmaðurinn sem kom að björgun drengjanna fengið aðstoð á Landspítalanum í dag og mun hann fá áfallahjálp, líkt allir sem komu að björguninni, lögreglan og starfsfólk spítalans.

Eru það vinnureglur hjá Landspítalanum að ef um andlát er að ræða eða endurlífgun hjá barni þá er alltaf farið yfir stöðuna og veitt áfallahjálp eftir atvikum. 

Uppfært miðvikudaginn 15. apríl. 

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í gær var talið um tvo drengi á tólfta aldursári væri að ræða. Hið rétta er að um tvo bræður var að ræða, annar er fæddur 2002 og hinn 2005. Yngri drengnum er haldið sofandi á Landspítalnum, en sá eldri vaknaði í gær. 

Drengirnir eru búsettir á Tálknafirði, en ellefu ára gömul systir þeirra var með þeim á vettvangi.

Samkvæmt DV.is varð slysið með þeim hætti að börnin misstu bolta í lækinn. Annar drengurinn fór á eftir boltanum og festist í læknum. Bróðir hans reyndi að aðstoða hann og festist líka í læknum. Systir þeirra gerði vart um slysið og leitaði hjálpar. Vegfarandi sem kom að náði öðrum drengnum upp úr læknum áður en lögregla kom á vettvang. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Slys við Reykdalsstíflu

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár