Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svona mun Trump breyta Bandaríkjunum og heiminum

Don­ald Trump ætl­ar að lækka fyr­ir­tækja­skatta veru­lega, af­nema stuðn­ing Banda­ríkj­anna við að­gerð­ir gegn lofts­lags­mál­um, byggja upp her­inn og rýmka regl­ur um byssu­eign og sjálfs­vörn.

Svona mun Trump breyta Bandaríkjunum og heiminum
Donald Trump Varð óvænt forseti Bandaríkjanna. Mynd: Joseph Sohm / Shutterstock

Stefna Donalds Trump, sem nú hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna, getur breytt heiminum.

Tímabil einangrunarhyggju og harðrar hægristefnu er hafið. Samkvæmt stefnuskrá Trumps mun hann framfylgja íhaldssamri markaðshyggju, lækka skatta verulega, auka framlög til varnarmála, rýmka rétt til byssueignar og sjálfsvarnar, beita sér gegn fóstureyðingum, minnka regluverk í viðskiptum, vinna gegn aðgerðum gegn loftslagsáhrifum og svo hefur hann lofað að auka verulega útgjöld til uppbyggingar innviða.

Ein helsta undirstaðan undir sigri Trumps er talin vera óánægja Bandaríkjamanna, sérstaklega í Miðvesturríkjunum, með alþjóðavæðingu og alþjóðlega samkeppni í viðskiptum sem fylgt hefur tilflutningur starfa milli landa. Stefna Trumps er því einangrunarsinnuð með skattalækkanir og aukin útgjöld í forgrunni, sem óttast er að valdi tjóni í hagkerfinu til langs tíma.

Stefnu Trumps í skattamálum fylgja verulegar skattalækkanir sem eiga sér ekki fordæmi frá tímum Ronalds Reagan. Í forsetatíð Reagan voru innleiddar stórfelldar skattalækkanir, meðal annars lækkun á hátekjuskatti úr 70 prósent í 28 prósent, og á sama tíma jukust skuldir bandaríska ríkisins úr 26 prósent í 41 prósent af þjóðarframleiðslu frá 1980 til 1988. 

Ofurtollar á Kína

Mörg stefnumála Trumps geta haft áhrif á stöðu Íslands og Íslendinga í framtíðinni. 

Eitt af stefnumálum hans í utanríkismálum hefur verið að hann tryggir ekki að Bandaríkin virði samkomulag Nató um að árás á eitt ríki jafngildi árás á öll ríki Nató, en Ísland er aðili að Norður-Atlantshafsbandalaginu.

Trump hótaði í kosningabaráttunni að leggja 45% tolla á innflutning frá Kína. Hann vill endurskoða Nafta, sem er fríverslunarsamningur milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Að auki vill hann draga Bandaríkin út úr viðræðum um viðskiptabandalag við Kyrrahafið. 

Með viðskiptahindrunum og einangrunarhyggjunni færir Trump sig frá hefðbundinni stefnu Repúblikanaflokksins um frjáls viðskipti milli landa.

Þá vill hann reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á kostnað Mexíkó. Hann hefur lagt áherslu á nánara samstarf við Rússland og Vladimir Putin.

„America first,“ er slagorð Trumps og hyggst hann draga úr útgjöldum til alþjóðlegrar samvinnu.

Beitir sér gegn aðgerðum í loftslagsmálum

Trump hefur heitið því að stöðva allar greiðslur Bandaríkjanna í verkefni Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsmála. Hann hefur lofað því að „afnema“ Parísarsamkomulagið um sameiginlegar aðgerðir gegn gróðurhúsaáhrifum. Áður hefur hann kallað kenninguna um hlýnun jarðar fölsun á vegum Kína til að minnka samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 

Þá vill hann minnka hömlur á „háþrýstivökvabrotun“, eða „fracking“, gasframleiðslu sem felur í sér neðanjarðarsprengingar. Auk þess leggur hann áherslu á aukna olíuframleiðslu og minni áherslu á umhverfismál en forveri hans.

Fyrirtækjaskattar lækkaðir

Eitt af helstu stefnumálum Trumps er að lækka alla fyrirtækjaskatta í 15 prósent flatan skatt. Nú er hámarksskattur á fyrirtæki 35 prósent. Þetta yrði því veruleg skattalækkun. Á sama tíma lofar hann gríðarlegri uppbyggingu á innviðum. Hún verður meðal annars fjármögnuð með minni framlögum til alþjóðlegrar samvinnu og umhverfismála.

Reiknað hefur verið út að skattalækkanir Trumps minnki tekjur ríkisins tvöfalt meira en skattabreytingar Reagans og Bush. Tillögur Hillary Clinton í skattamálum voru hins vegar taldar auka skatttekjur töluvert. Clinton hugðist hækka hátekjuskatt úr 39,6 prósent í 43,6 prósent, en Trump vill lækka hann úr 39,6 prósent í 33 prósent og afnema erfðaskatt og eignaskatt.

Á móti kemur að Trump hyggst afnema Obamacare, sem tryggt hefur heilbrigðisþjónustu fyrir tæplega 13 milljónir manna, sem eru án heilbrigðistryggingar. Í staðinn hyggst hann koma á kerfi sem er valkvætt út frá mismunandi ríkjum.

Raunar hefur Trump heitið því að snúa við öllum ákvörðunum Baracks Obama. Að auki er eitt af áherslumálum hans að hreinsa til í Washington, í bandarískum stjórnmálum, „þurrka fenið“ og „minnka spillandi áhrif sérhagsmuna“.

Andvígur fóstureyðingum

Þá eru ónefnd einhver mikilvægustu mannréttindamálin. Donald Trump er andvígur fóstureyðingum. Nú er hann í lykilstöðu til að útnefna níunda dómarann í Hæstarétti Bandaríkjanna, en það var einmitt frægur dómur í máli Roe vs. Wade sem auðveldaði konum að velja fóstureyðingu árið 1973 á grundvelli þess að þær féllu undir einkalíf þeirra. „Lífið er grundvallarréttindi,“ segir Trump. „Alríkisstjórnin á ekki að minnka þennan rétt með því að neita að vernda hann.“

Trump hefur kallað kallað eftir banni á ferðum múslima til Bandaríkjanna og flutning þeirra til landsins. Síðar hefur hann notað óljósara orðalag um fyrirætlanir sínar í innflytjendamálum. Hann hefur bakkað frá fyrirætlunum um að senda alla ólöglega innflytjendur úr landi, og hyggst í stað þess flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi sem eru á sakaskrá, en það eru um 168 þúsund manns. Trump áætlar fjöldann þó tvær milljónir manna, sem bendir til þess að skilgreining hans á sakaferli nái yfir hraðasektir og önnur minniháttar brot.

Trump hefur þá stefnu að auka bæði vígbúnað bandaríska ríkisins og svo getu til njósna. „Friður með styrk,“ er kjarnastefna hans.

Loks leggur Trump sérstaka áherslu á að auka rétt bandarískra borgara til byssueignar og sjálfsvarnar. „Ríkisstjórnin á ekki að skipta sér af því hvers kyns skotvopn gott, heiðarlegt fólk má eiga.“ Hann vill að fólk geti borið skotvopn í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. „Lögreglan vinnur gríðarlegt starf, en hún getur ekki verið alltaf alls staðar.“

Hér má lesa nánar um stefnu Donalds Trump með hans eigin orðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár