Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svanur Þór auglýsir eftir nýra á Facebook

„Það sem ég er biðja um er ekki lít­il gjöf held­ur ómet­an­leg lífs­gjöf, frelsi og end­ur­nýj­uð heilsa,“ seg­ir Svan­ur Þór Hall­dórs­son sem aug­lýs­ir eft­ir nýra á Face­book. Óút­reikn­an­leg bið er eft­ir nýr­um hér á landi en eng­inn sjúk­ling­ur hef­ur feng­ið nýru það sem af er ári.

Svanur Þór auglýsir eftir nýra á Facebook
Von á samfélagsmiðlum Svanur Þór er ekki bjartsýnn á að fá nýra á næstunni og ákvað því að leita til samfélagsmiðla á borð við Facebook.

„Mér fannst ég bara vera kominn með bakið upp við vegg og að ég yrði að gera eitthvað í þessu,“ segir Svanur Þór Halldórsson sem er 32 ára gamall en hann tók upp á því að auglýsa eftir nýra á Facebook-síðu sinni á þriðjudaginn. Svanur Þór hefur glímt við nýrnasjúkdóm frá fæðingu og hefur sjúkdómurinn aftrað honum frá því að stunda nám og vinnu alla tíð.

Svanur Þór var hætt kominn þegar hann var sextán ára gamall en þá var ástandið á nýrum hans það slæmt að allt útlit var fyrir að hann þyrfti að tengjast blóðskilunarvél. Það var stór biti fyrir sextán ára fjörugan strák að gleypa. En þá fékk hann lífsgjöf frá föður sínum.

„Það sem ég er biðja um er ekki
 lítil gjöf heldur ómetanleg lífsgjöf“

„Já, þá fékk ég mitt fyrsta nýra og það var frá honum pabba mínum. Þá var ég sextán ára gamall. Það gekk ágætlega í fimmtán ár en í ársbyrjun í fyrra þá fór ég að finna fyrir því að afkastageta þess minnkaði til muna. Ég var orðinn mjög slappur. Þá var farið að leita innan fjölskyldunnar að nýrnagjafa en hann fannst ekki,“ segir Svanur Þór sem mun ávallt vera þakklátur föður sínum fyrir nýrað sem hann fékk fyrir tæpum sextán árum.

„Ég er alltaf að átta mig meira og meira á því hvað þetta var mikil lífsgjöf á sínum tíma. Þetta gerði það að verkum að ég gat lifað lífinu en þurfti ekki að vera bundinn við gervinýra nokkrum sinnum í viku,“ segir Svanur Þór en þar á hann við sérstaka blóðskilunarvél sem hreinsar nýrun, þrisvar sinnum í viku og í fjórar klukkustundir í hvert skipti.

Vélin heldur í honum lífinu

„Þessi vél heldur í mér lífinu, en þetta er samt ekkert líf. Það er ekkert líf að vera bundinn við þessa vél það sem eftir er. Ég er á biðlista eftir nýju nýra og hef verið á honum í rúmt ár. Um leið og nýra finnst sem hentar mér þá er ég fluttur til Svíþjóðar í aðgerð. Það er hinsvegar engin nákvæm röð á þessum biðlista og hann er því óútreiknanlegur. En þetta er ekkert að gerast á næstu vikum eða mánuðum. Svona til þess að setja þetta í samhengi þá hafa til dæmis engir íslenskir sjúklingar fengið nýru á þessu ári. Ekki einu sinni einn,“ segir Svanur Þór sem tók til þess ráðs að auglýsa á Facebook. Honum var bent á það af öðrum sjúklingum sem mæta í blóðskilun á Landspítalanum.

Viðbrögðin hafa ekki staðið á sér og þó svo að ekkert nýra sé enn komið í leitirnar þá segist Svanur Þór þakklátur öllum þeim sem hafa hughreyst hann og deilt stöðuuppfærslunni. Hann segist átta sig á því að þetta sé ekki lítil gjöf sem hann biður um.

„Það sem ég er biðja um er ekki lítil gjöf heldur ómetanleg lífsgjöf, frelsi og endurnýjuð heilsa. Mig langar að fá heilsuna tilbaka svo ég geti lifað eðlilegu lífi og uppfyllt drauma mína án þess að vera bundinn við vél,“ segir Svanur Þór.

Hann segir líf sitt snúast um sjúkdóminn í dag og erfitt sé að stunda nám eða vinnu vegna hans.

Þráir að fá heilsuna og frelsið aftur

„Ég er ekki vanur að opna mig eitthvað um mín mál eða veikindi. Þá er ég alls ekki sá sem leitar eftir athygli eða aðstoð, ef út í það er farið. Ég er mjög hógvær, jarðbundinn og hlédrægur ef eitthvað er, en mér fannst ég bara þurfa að standa upp og gera eitthvað. Mig langar ekki að lifa lífinu í skugga blóðskilunarvélarinnar. Sú manneskja sem er tilbúin að gefa mér nýra, svo ég fái heilsuna og frelsið aftur tilbaka sem ég þrái svo heitt í dag, þarf taka upplýsta, heiðarlega og óeigingjarna ákvörðun. Ég átta mig á hversu risastór ákvörðun það er að gefa og set mig í fótspor gjafans,“ segir Svanur Þór og hvetur alla þá sem vilja aðstoða hann að dreifa umræddri stöðuuppfærslu á Facebook sem birtist hér að neðan.

Aðgerð úr lifandi gjafa er framkvæmd á Landspítanum og sá sem gefur þarf ekki vera blóðskyldur en aðalatriðið er að nýrnagjafi:

1. Hafi tekið upplýsta ákvörðun um vilja gefa nýra

2. Líkamlega og andlega heilbrigður 

3. Í blóðflokki O 

4. Eldri en 18 ára

Hildigunnur Friðjónsdóttir og Selma Maríusdóttir hjúkrunarfræðingar á ígræðslugöngudeild Landspítala 10-E veita frekari upplýsingar um nýrnagjafir í síma 8253766 / 8255837 á dagvinnutíma og einnig er hægt að senda tölvupóst á transplant@landspitali.is / hildigun@landspitali.is

Með því að smella hér og hér er hægt að nálgast upplýsingar um ígræðslur og nýrnagjafir.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár