Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stjórnendur hjá Isavia fóru í skemmtiferð í boði Icelandair

Hlyn­ur Sig­urðs­son og Guð­mund­ur Daði Rún­ars­son fóru á lands­leik Ís­lands og Nor­egs í undan­keppni HM í boði Icelanda­ir.

Stjórnendur hjá Isavia fóru í skemmtiferð í boði Icelandair
Framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Hlynur Sigurðsson fór í skemmtiferð í boði Icelandair árið 2013.

Bæði framkvæmdastjóri, Hlynur Sigurðsson, og aðstoðarframkvæmdastjóri, Guðmundur Daði Rúnarsson, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fóru í dagsferð þann 15. október árið 2013 til að sjá seinni landsleik Íslands og Noregs í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta sem haldin var í Osló. Flugferðin var alfarið í boði Icelandair en óljóst er hvort önnur útgjöld hafi verið borguð af flugfélaginu. Þetta herma heimildir Stundarinnar innan Isavia.

Alvarlegur hagsmunaárekstur

Alvarleiki málsins snýst einna helst um það að Icelandair er aðeins eitt fjölmargra flugfélaga sem stundar viðskipti við Isavia og hefur félagið því mikinn hag af því að hafa stjórnendur jákvæða í sinn garð. Með því að þiggja slík boð getur hæglega komið til hagsmunaárekstra milli Isavia, sem er opinbert hlutafélag, og Icelandair sem kaupir þjónustu af félaginu.

Sem framkvæmdastjóri flugstöðvarinnar heyrir Hlynur Sigurðsson beint undir forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson. Hlynur situr enn fremur í framkvæmdaráði Isavia. Hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010.

Ekki eins og sýnist

Stundin hafði samband við Friðþór Eydal, talsmann Isavia, síðla miðvikudags og spurði hvort það teldist eðlilegt að framkvæmdastjóri hjá Isavia færi í slíka boðsferð. Hann óskaði eftir að fá fyrirspurnina senda í tölvupóst. Henni hefur ekki verið svarað.

Í samtali við Stundina í dag neitaði Hlynur að tjá sig um boðsferðina. Hann sagði að fréttatilkynning yrði sendi út „í dag eða á morgun“ vegna málsins. „Við erum að skoða þessi mál og við sendum tilkynningu. Nei, ég tjái mig ekki persónulega um þetta. Þetta er ekki eins og sýnist,“ segir Hlynur. Ekki náðist í Guðmund Daða Rúnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóra, vegna málsins.

„Þetta er ekki eins og sýnist“

Stundin óskaði eftir viðbrögðum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segist koma af fjöllum um málið og ekki geta tjáð sig um flug einstakra farþega. „Spurðu þá bara. Ég get ekki einu sinni staðfest að þessi ferð hafi verið farin. Ég hef ekki grænan grun um hvað þú ert að tala. Spurðu þá fyrst, þessa ágætu drengi,“ segir Guðjón.

Enn eitt Isavia-málið

Ríkisfyrirtækið Isavia hefur nú ítrekað verið í fréttum vegna ýmissa mála. Skemmst er að minnast fréttaflutnings Kastljóss á dögunum þar sem greint var frá því að fyrirtækið hafi greitt fleiri hundruð þúsund krónur í ferðalög eiginkonu Björns Óla Haukssonar, forstjóra Isavia. 

Viðskiptablaðið greindi svo frá því að bílahlunnindi væru ríflega tvær og hálfar milljónir á síðasta ári. Tíu stjórnendur hjá ríkisfyrirtækinu hafa bifreið til afnota.

Uppsögn þriggja yfirmanna við öryggisdeild Isavia hefur auk þessa verið gagnrýnd harðlega. Uppsagnirnar voru sagðar vera vegna skipulagsbreytinga sem við nánari skoðun stenst ekki. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt þessar uppsagnir.

„Þeir sátu einir á móti tveimur yfirmönnum þegar þeim voru sögð ótíðindin og muna varla orð af því sem sagt var vegna áfalls yfir fréttunum. Trúnaðarmaður var ekki boðaður til stuðnings mönnunum. Það er sárt að horfa á fullfríska menn bogna vegna harkalegra aðgerða yfirmanna sem hvergi þurfa að standa skil á verkum sínum. Fjölskyldur þeirra, börn og foreldrar brotna, öryggi heimilisins hverfur og eftir sitja góðir menn í þoku vonleysis og kvíða. Á sama tíma líðst yfirmönnum fyrirtækisins að ganga hart fram í starfsmannamálum og brjóta eigin reglur um siðferði og meðferð fjármuna fyrirtækisins og misnota aðstöðu sína meðan vammlausum starfsmönnum er sagt upp störfum án þess að hafa nokkuð til saka unnið,“ sagði Ásmundur í umræðu um störf þingsins síðastliðinn þriðjudag.

Viðskiptablaðið greindi frá því upphafi mánaðar að aðalmenn í stjórn Isavia fá hæst laun af stjórnarmönnum opinberra hlutafélaga á Íslandi. Aðalmenn stjórnar Isavia hafa 137 þúsund krónur í laun á mánuði og stjórnarformaður um 300 þúsund krónur.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
7
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu