Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Aðgerðir yfirvofandi vegna ástandsins í íslensku efnahagslífi

Hús­næð­isverð hækk­ar á met­hraða og spár segja að næsta haust muni hús­næð­isverð ná sögu­legu há­marki. Már Guð­muns­son seðla­banka­sjóri seg­ir að svo­köll­uð þjóð­hags­var­úð­ar­tæki verði virkj­uð.

Aðgerðir yfirvofandi vegna ástandsins í íslensku efnahagslífi
Hækkun húsnæðisverðs Svipar til þensluáranna fyrir hrun. Mynd: Shutterstock

Húsnæðisverð er á fljúgandi ferð og hefur ekki hækkað jafn ört síðan á árunum fyrir hrun. Á seinustu tólf mánuðum hefur húsnæðisverð hækkað um 17,8 prósent en ekki hefur mælst jafn mikil hækkun síðan á fyrri hluta ársins 2006. Nú er raunverð húsnæðis aðeins 4,5 prósentum lægra en þegar það mældist þegar það var hæst en spár segja að húsnæðisverð muni ná sögulegu hámarki næsta haust.

Már Guðmunsson seðlabankastjóri hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og sagt að á næstunni gætu þjóðhagsvarúðartæki verið virkjuð. Þetta kemur fram hjá Greiningardeild Íslandsbanka

Í ræðu sinni í Seðlabankanum á fimmtudag sagði Már Guðmunsson meðal annars: „Því er ekki að leyna að vaxandi áhyggjur eru af aðstæðum á fasteignamarkaði og til þess kann að koma á næstunni að tiltæk þjóðhagsvarúðartæki verði virkjuð til að draga úr áhættu sem tengist þeim.“ Greiningardeild Íslandsbanka bendir á að Már gæti átt við lög um fasteignalán nr. 118/2016  sem ganga í gildi á morgun, 1. apríl. Lögin kveða meðal annars á um heimild Fjármálaeftirlitsins til að koma á veðsetningarhlutfall og/eða þaki á heildarfjárhæð fasteignaláns eða greiðslubyrði eftir tekjum neytenda. 

Bætt staða heimilana

Greiningardeild Íslandsbanka segir húsnæðismarkaðnum nú svipa mikið til áranna fyrir hrun. Þar segir að bætt staða heimilanna spili stóran þátt í hækkun húsnæðisverðs. Bætt eiginfjárstaða húsnæðiseigenda hefur stutt við aukna eftirspurn eftir húsnæði en húsnæðislán lífeyrissjóðanna til heimilana hafa margfaldast á undanförnum þremur árum. 

Kaupmáttaraukning seinustu missera hefur jafnframt haft mikil áhrif. Á seinasta ári jókst kaupmáttur um 9,5 prósent og hefur jafn mikil kaupmáttaraukning ekki mælst síðan á árunum 2004 og 2007. Húsnæðisverð hefur hækkað töluvert umfram kaupmátt og verður því sífellt erfiðara að kaupa sína fyrstu fasteign. 

Eins og fyrir hrun

Uppgangur á atvinnumarkaðnum hefur einnig áhrif. Á seinasta ári fjölgaði erlendum starfsmönnum mikið, en rúmlega 10 prósent vinnuafls eru erlendir ríkisborgarar og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Á seinasta ári fluttu margir til landsins og voru aðfluttir umfram brottflutta rúmlega 4 þúsund manns. Aðeins hafa eins margir flutt til landsins á árunum 2006 og 2007. Greiningardeild Íslandsbanka telur að áhrif aðflutts vinnuafls á húsnæðismarkaðinn séu töluvert meiri en bein áhrif ferðaþjónustunnar vegna íbúða í útleigu til ferðamanna. Vöxtur í ferðaþjónustu hefur þó haft töluverð áhrif en á seinsta ári fjölgaði íbúðum sem eru í útleigu öllum stundum um 509 íbúðir milli ára.

Misskipting eykst

Mikill skortur er á húsnæði og talið er að byggja þurfi í minnsta lagi 8 þúsund íbúðir fyrir árslok 2019 til að ná jafnvægi á markaði. Stundin hefur undanfarið fjallað um áhrif hækkunar húsnæðisverð á stöðu ungs fólks og þau misskiptingaráhrif sem fylgja í kjölfarið. Ungt fólk á nú erfiðara með að flytja úr foreldrahúsum og komast almennt ekki inn á síhækkandi markaðinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.
Hvernig húsnæðislán velja þingmenn?: Óverðtryggð lán mest áberandi
ÚttektHúsnæðismál

Hvernig hús­næð­is­lán velja þing­menn?: Óverð­tryggð lán mest áber­andi

Þeir þing­menn sem út­skýra óverð­tryggð lán sín segj­ast hafa tek­ið þau vegna þess að þeir ráði vel við sveifl­ur í greiðslu­byrði vegna vaxta­hækk­ana. 34 af 47 þing­mönn­um sem Stund­in skoð­aði eru með ein­hver óverð­tryggð lán úti­stand­andi. Ein­ung­is 10 þing­menn af 63 svör­uðu spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um hús­næð­is­lán sín og þar af ein­ung­is einn úr rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra. Upp­lýs­ing­ar um hús­næð­is­lán annarra þing­manna eru sótt í veð­bóka­vott­orð fast­eigna sem þeir búa í.
10 til 20 milljóna króna munur á lánunum í stöðugu árferði
FréttirHúsnæðismál

10 til 20 millj­óna króna mun­ur á lán­un­um í stöð­ugu ár­ferði

Þeg­ar heild­ar­kostn­að­ur verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána eru reikn­uð út frá nú­ver­andi verð­bólgu og vöxt­um á Ís­landi er nið­ur­stað­an að þessi lán eru af­ar dýr. Stund­in hef­ur reikn­að út heild­ar­kostn­að verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána upp á 50 millj­ón­ir til 40 ára mið­að við ákveðn­ar for­send­ur. Þeg­ar verð­bólga og vaxta­kostn­að­ur er færð­ur í raun­hæf­ari átt en nú er kem­ur í ljós að mun­ur­inn á kostn­aði við verð­tryggð og óverð­tryggð lán er ekki svo hróp­andi.

Mest lesið

Ingrid Kuhlman
6
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
8
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár