Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Athyglinni beint að bágstöddum Íslendingum

Áslaug Frið­riks­dótt­ir og Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir vekja at­hygli á bið­list­um hjá Reykja­vík­ur­borg. Kjart­an Magnús­son sat hjá í at­kvæða­greiðslu um mót­töku flótta­fólks.

Athyglinni beint að bágstöddum Íslendingum

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, skorar á alla þá sem boðist hafa til að hjálpa flóttamönnum á Facebook-hópnum Kæra Eygló að hjálpa einstaklingum og fjölskyldum á Íslandi sem eru á biðlista eftir stuðningi hjá borginni.

„Áskorun til allra þeirra sem skrifað hafa á Kæra Eygló hópinn. Í dag eru 500 einstaklingar og fjölskyldur á biðlista í Reykjavík eftir stuðningi þar sem þörf er á stuðningsfjölskyldum, liðveislu, tilsjón og fleira. Þeir sem vilja virkja kærleikann og hjartahlýjuna strax geta boðið sig fram í það verkefni og afsalað sér endurgjaldi fyrir. Það geri ég hér og nú,“ skrifar Sveinbjörg á Facebook. Undanfarna daga hefur fjöldi fólks lýst yfir vilja til að hýsa og aðstoða nauðstatt fólk sem flúið hefur yfir Miðjarðarhafið í leit að hæli í Evrópu. Sveinbjörg vekur athygli á íslenskum fjölskyldum í neyð en studdi einnig tillögu borgarstjórnar.

„Í dag eru 500 einstaklingar og fjölskyldur
á biðlista í Reykjavík eftir stuðningi“

Á fundi borgarstjórnar í dag var rætt um tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg bjóðist til að leggja sitt af mörkum við að taka á móti flóttafólki. Allir stjórnmálaflokkar með fulltrúa í borgarstjórn stóðu á bak við tillöguna en engu að síður gagnrýndu tveir borgarfulltrúar minnihlutans hana.

Tillagan hljóðar svo: Borgarstjórn samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks og lýsir sig reiðubúna til að leggja sitt af mörkum til að tryggja sem flestum öruggt skjól. Borgarstjóra er falið að hefja viðræðurnar, upplýsa borgarráð um framgang þeirra á meðan á viðræðunum stendur og leggja svo fram útfærða, tímasetta og kostnaðarmetna áætlun þegar niðurstaða liggur fyrir. 

Segir meirihlutann ekki einu sinni ráða við grunnþjónustuna

Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, telja borgarstjórnarmeirihlutann á villigötum og sat Kjartan hjá í atkvæðagreiðslu um málið. Sagði hann borgarstjórnarmeirihlutann vilja fá sinn skerf af athyglinni sem velvilji Íslendinga gagnvart flóttafólki hefur vakið. Telur Áslaug „ógeðslega illa“ staðið að forgangsröðun í fjármálum Reykjavíkurborgar og beindir sjónum, rétt eins og Sveinbjörg Birna, að biðlistum hjá borginni. Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, lýsti yfir stuðningi við tillöguna. Var hún samþykkt um fjögurleytið með fjórtán atkvæðum en Kjartan Magnússon sat hjá. Bæði Sveinbjörg Birna og Áslaug Friðriksdóttir greiddu atkvæði með henni.

Áslaug Friðriksdóttir
Áslaug Friðriksdóttir

„Þrátt fyrir að ég styðji tillöguna fannst mér ég þurfa að benda á að mjög ótrúverðugt væri að hlusta á borgarfulltrúa meirihlutans setja upp geislabaugana og tala um hversu mikið þeir vilji hjálpa og aðstoða flóttamenn,“ segir Áslaug Friðriksdóttir í samtali við Stundina. „Staða fjármála í Reykjavík sýnir að þau geta engu lofað, því þau ráða ekki við að reka grunnþjónustu eins og stuðningsþjónustu við fatlaða. Hvernig ætla þau þá að taka við enn fleiri flóttamönnum?“

Sveinbjörg Birna
Sveinbjörg Birna

„Ég vona að við finnum sameiginlega lausn“

Sveinbjörg Birna er óánægð með frétt Vísis um yfirlýsingar sínar. Í stöðuuppfærslu á Facebook skrifar hún: „Ég geri þá kröfu að mér séu ekki lögð orð í munn eða gerðar upp tilfinningar. Það er miður að blaðamaðurinn sé að gera mér upp tilfinningar um að mér hafi verið órótt undir umræðu um flóttamenn þessa helgi. Mér var fullkunnugt um að það væri áhætta að fara upp í ræðustól í borgarstjórn í dag og ræða málin, en ég gerði það samt. Ég talaði um náungakærleik, um hjálpfýsi og hjartahlýju Íslendinga, ég talaði um kristin gildi, ég talaði um að við virðum mannslifið umfram allt annað og látum okkur þykja vænt um náungann. Ég talaði um að við þurfum að horfa til einstaklinga, barna og fjölskyldna. Að við þurfum að horfa til velferðarmála, kostnaðar, húsnæðismála og áskorun sveitafélaga, ríkisins og frjálsra félagasamtaka um að finna leiðir. Ég talaði um að stjórnmálaflokkar þyrftu allir að marka sér ítarlega stefnu í innflytjendamálum, því málefnið sé ekki að yfirgefa okkur þó svo að við hjálpum fólki. Ég hvatti fólk til að virkja strax kærleikann og aðstoða fjölskyldur (sem eru bæði íslenskar og erlendar) sem þurfa stuðning við hjá Velferðarsviði Reykjavikur og ég endaði ræðuna mína á tilvísun úr Spámanninum þar sem segir " Til eru þeir sem gefa lítið af næktum sínum og þeir gefa til að láta þakka sér og hin dulda ósk þeirra eitrar gjöfina" - þeir taka það til sín sem eiga það, en ég vona að við finnum sameiginlega lausn á vandanum til heilla fyrir land og þjóð.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
7
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
9
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Hljóðin eru verst
10
RannsóknirÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Hljóð­in eru verst

„Ég fæ bara gæsa­húð sjálf þeg­ar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síð­an ég sá þetta mynd­skeið,“ seg­ir Bylgja lög­reglu­full­trúi sem hef­ur það hlut­verk að mynd­greina barn­aníðs­efni. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að hún þarf að horfa á mynd­skeið þar sem ver­ið er að beita börn of­beldi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu