Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skora á forsetann að vísa makrílfrumvarpi til þjóðarinnar

Und­ir­skrift­ar­söfn­un haf­in gegn frum­varpi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um út­hlut­un mak­ríl­kvóta. Frum­varp­ið fel­ur í sér þá breyt­ingu að kvóta er út­hlut­að til sex ára í senn. „Þjóð­in er hlunn­far­in um tugi millj­arða ár­lega.“

Skora á forsetann að vísa makrílfrumvarpi til þjóðarinnar

Undirskriftarsöfnun hefur verið sett af stað þar sem forseti Íslands er hvattur til að vísa væntanlegum lögum um úthlutun makrílkvóta til þjóðarinnar.

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem ráðgert er að úthluta aflahlutdeildum til sex ára, samkvæmt aflahlutdeild skipa á árunum 2011-2014. Í frumvarpinu segir meðal annars að óheimilt sé að fella aflahlutdeild úr gildi, að hluta eða öllu leyti, með minna en sex ára fyrirvara. Sex ára gildistími aflahlutdeilda framlengist síðan sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi þessi ákvæði ekki verið breytt fyrir 1. janúar ár hvert. Þá verður heimilt að flytja kvóta til á milli skipa innan sömu útgerðar. Um gríðarlega hagsmuni er að ræða, enda hafa tekjur útgerðarfélaga vegna makríls verið um og yfir 20 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

„Verði frumvarpið að lögum er útgerðinni í fyrsta sinn veitt óafturkallanlegt forræði yfir afla­heimildum til lengri tíma en eins árs.“

Þessu mótmælir hópurinn sem stendur að undirskriftarsöfnuninni á þeim forsendum að þetta feli í sér grundvallarbreytingu á tilhögun fiskveiðistjórnunarkerfisins. „Verði frumvarpið að lögum er útgerðinni í fyrsta sinn veitt óafturkallanlegt forræði yfir afla­heimildum til lengri tíma en eins árs og Alþingi getur í reynd ekki afturkallað þá ráð­stöfun. Um leið leggja stjórnvöld til að veiðigjöld verði ákveðin til þriggja ára sem aftur bindur hendur Alþingis fram yfir næstu kosningar.

Lagasetning af þessu tagi kemur í veg fyrir að unnt sé að kveða á um skilyrðislaust eignar­hald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni með ákvæði í stjórnarskrá sem jafnframt tryggi að þjóðin njóti fulls gjalds af afnotum á auðlindinni,“ segir í yfirlýsingu frá hópnum.

Skora á forsetann 

Skora á forsetann
Skora á forsetann Hópurinn skorar á forseta Íslands að vísa lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þar segir einnig að ef fram fari sem horfi muni meirihluti Alþingis samþykkja umrætt frumvarp um nánast varanlega úthlutun makrílkvóta. Því hafi verið sett af stað undirskriftarsöfnun á þjóðareign.is þar sem forseti Íslands er hvattur til að vísa væntanlegum til þjóðarinnar svo hún fái að ákveða hvort fella skuli lögin úr gildi.

„Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“

Undir þetta skrifa Agnar K. Þorsteinsson, sérfræðingur í upplýsingatækni, Bolli Héðinsson, hagfræðingur, Elín Björg Ragnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur, Henný Hinz, hagfræðingur, Jón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri Bifröst, Jón Steinsson, hagfræðingur og Þorkell Helgason, fyrrverandi prófessor.

Þingmaður hagnast á frumvarpinu

Páll Jóhann
Páll Jóhann Sat í atvinnuveganefnd sem hafði frumvarpið til umfjöllunar og gæti hagnast persónulega á því.

Mikið hefur verið fjallað um umrætt frumvarp á undanförnum dögum. Fréttablaðið greindi frá því að Marver, útgerðarfélag í eigu eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, fái úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna verði frumvarpið að lögum.

„Allt hennar er mitt og allt mitt er hennar.“

Áður en Páll Jóhann tók sæti á þingi skráði hann eignarhlut sinn í fyrirtækinu á eiginkonuna, en hann var áður framkvæmdastjóri og prókúruhafi þess. Í samtali við Stundina sagðist Páll Jóhann líta svo á að þrátt fyrir það ætti hann enn helming í fyrirtækinu í gegnum eiginkonu sína, þau ættu það saman. „Allt hennar er mitt og allt mitt er hennar,“ sagði Páll Jóhann.

Páll Jóhann situr í atvinnuveganefnd sem hefur haft frumvarpið til meðferðar og leit ekki svo á að hann væri vanhæfur til þess að fjalla um málið, vegna þekkingar sinnar á sjávarútvegi. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu sagðist Páll Jóhann ekki ætla að greiða atkvæði um málið á þingi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár