Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Skipuleggja mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar

Hóp­ur­inn Bein­ar að­gerð­ir ætl­ar að mót­mæla við heim­ili ráð­herr­anna. Fyrst­ur í röð­inni er Bjarni Bene­dikts­son. „Þetta er of langt geng­ið,“ seg­ir gagn­rýn­andi mót­mæl­anna.

Skipuleggja mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar
Mótmælamynd Mótmælendahópurinn Beinar aðgerðir ætlar að mótmæla við heimili ráðherra. Mynd: Beinar aðgerðir

Hópur sem hefur mótmælt ríkisstjórninni ætlar að taka mótmælin skrefinu lengra og halda mótmæli við heimili ráðherra, ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar. 

Í yfirlýsingu hópsins kemur fram að Bjarni Benediktsson sé fyrstur.

„Ef ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur ekki aðhafst fyrir 1. maí þá hittumst við, kæru landsmenn, stundvíslega við heimili Bjarna klukkan 19:00 þann 1. maí.“ 

Hópurinn krefst þess að mynduð verði utanþingsstjórn og að ríkisstjórnin segi af sér. Kosningar verði ekki síðar en 10. september.

Eftir mótmæli í kjölfar birtingu upplýsinga úr Panama-skjölunum, þar sem leyndir hagsmunir forsætisráðherra urðu ljósir, var því lýst yfir að stefnt væri að kosningum næsta haust. 

Ekki víst hvenær kosningar verða

Bjarni Bendiktsson var spurður hvenær haldnar yrðu kosningar í sjónvarpsfréttum RÚV, eftir fund með stjórnarandstöðunni í gær. „Já, við svona með öllum fyrirvörum um eðlilegan framgang þingstarfanna þá vorum við að ræða um það að síðari hluti október gæti verið ágætlega ákjósanlegur tími.“

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 34% í síðustu Gallup-könnun sem birt var fyrir tíu dögum, en hún skilyrðir boðun kosninga við að málaskrá hennar nái fram að ganga með eðlilegum hætti.

Skipuleggjendur mótmælanna taka fram að þau verði friðsamleg. „Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna!“ 

Atburðurinn gagnrýndur

Mótmælin hafa verið gagnrýnd, en mótmælendurnir rökstyðja röskun á heimili ráðherra með því að flokkar viðkomandi ráðherra hafi vegið að friðhelgi heimila landsmanna.

„Í samanburði við þá árás sem íslensk heimili máttu þola í hruninu mega rök um friðhelgi heimilis formanns Sjálfstæðisflokksins sín lítils, það var nú einu sinni hans flokkur sem tók þátt í árásinni á heimili landsins.“

Margir hafa skrifað skilaboð til skipuleggjenda á Facebook-síðu atburðarins. Meðal þeirra eru Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og einn eigenda Kjarnans. „Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar,“ skrifar hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
1
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
2
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.
Tvær konur hnífjafnar í einum mest spennandi kosningum lýðveldissögunnar
4
GreiningForsetakosningar 2024

Tvær kon­ur hníf­jafn­ar í ein­um mest spenn­andi kosn­ing­um lýð­veld­is­sög­unn­ar

Loka­kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að það eru yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að ann­að hvort Halla Tóm­as­dótt­ir eða Katrín Jak­obs­dótt­ir verði næsti for­seti Ís­lands. Hálf millj­ón sýnd­ar­kosn­ing­ar sýna að vart er hægt að greina mun á lík­um þeirra á sigri. Leita verð­ur aft­ur til árs­ins 1980 til að finna jafn tví­sýn­ar kosn­ing­ar.
Stendur keik frammi fyrir kjósendum
7
ViðtalForsetakosningar 2024

Stend­ur keik frammi fyr­ir kjós­end­um

Helga Þór­is­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi stend­ur keik frammi fyr­ir kjós­end­um á kjör­dag. Flest­ir í nán­asta um­hverfi Helgu koma úr heil­brigð­is­geir­an­um og um langt skeið kom ekk­ert ann­að til greina en að verða lækn­ir. Þó svo að hún hafi á end­an­um val­ið lög­fræði seg­ir hún að grunn­gildi sín séu að hlúa að sam­fé­lag­inu og gera það betra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
4
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Geðlæknirinn sem hefur upplifað „hæstu hæðirnar og lægstu lægðirnar“
10
Viðtal

Geð­lækn­ir­inn sem hef­ur upp­lif­að „hæstu hæð­irn­ar og lægstu lægð­irn­ar“

Þeg­ar lækn­ir nefndi fyrst við Astrid Freisen, nú geð­lækni á Kleppi, ár­ið 2006 að hún gæti ver­ið með geð­hvörf trúði hún því ekki. Það var ekki fyrr en fjór­um ár­um síð­ar, þeg­ar hún hafði í man­íu synt í ánni Rín, keyrt bíl á rúm­lega 200 kíló­metra hraða og eytt „mjög mikl­um“ pen­ing­um, sem hún var til­bú­in í að við­ur­kenna vand­ann og sækja sér með­ferð. Síð­an þá hef­ur hún gert sitt til þess að berj­ast gegn for­dóm­um gegn fólki með geð­hvörf, með­al ann­ars með nýrri bók þar sem hún seg­ir frá sinni reynslu.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu