Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir harðindin hafa gefið íslensku þjóðinni „hraust gen“,„sterkbyggða líkama“ og „hnífbeitt hugarfar“

Pistla­höf­und­ur á Rómi, vef­riti ungra ís­lenskra hægrimanna, tel­ur að sér­stak­ir eig­in­leik­ar ís­lensku þjóð­ar­inn­ar, með­al ann­ars áhættu­sækni í við­skipt­um, séu „sterkt dæmi um það hvernig Þró­un­ar­kenn­ing Darw­ins virk­ar“.

Segir harðindin hafa gefið íslensku þjóðinni „hraust gen“,„sterkbyggða líkama“ og „hnífbeitt hugarfar“

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, pistlahöfundur á vefritinu Rómi.is, telur að „hraust gen“ og „sterkbyggðir líkamar“ Íslendinga séu gott dæmi um það hvernig þróunarkenning Charles Darwins virkar. Það sama eigi við um „hnífbeitt hugarfar“ þjóðarinnar. Hún segist hafa áttað sig á því eftir að hún flutti til Þýskalands. 

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir
Ragnheiður Björk Halldórsdóttir

Þetta kemur fram í pistli Ragnheiðar, Hinn stórhuga litli Íslendingur, sem birtist á Rómi fyrir helgi. Ragnheiður er menntaður iðnaðarverkfræðingur, hefur setið í stjórn Stúdentaráðs fyrir hönd Vöku og var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar 2013. Hún starfar nú í Þýskalandi og heldur utan um svokallaðan Business Presentation Event fyrir Formula Student Germany á Hockenheimring.

„Ég hef oft haft orð á því að Íslendingar séu mjög sterkt dæmi um það hvernig Þróunarkenning Darwins virkar. Fyrir um 10 öldum síðan komu fyrstu menn að landi á Íslandi. Kynslóð eftir kynslóð lifði af mikil harðindi, slæm veðurskilyrði og veikindi,“ skrifar Ragnheiður og bætir við: „Á síðustu þúsund árum má því áætla að líkamlega sterk og hraust gen hafi haft yfirhöndina og þraukað einna helst ef mark er tekið á Þróunarkenningunni. Það varð mér þó ljóst, eftir að hafa flutt erlendis, að Íslendingar hafi ekki einungis þróað með sér sterkbyggða líkama heldur einnig hnífbeitt hugarfar. Hugarfar, sem gerir það að verkum að við teljum okkur fátt vera ómögulegt. Sama hversu fjarstæðukennda eða mikilfenglega hugmynd við kunnum að fá er ekkert sem fær okkur stöðvað. Fyrst þau geta þetta, af hverju ekki við?“

Karaktereinkenni skýri fjölda eignarhaldsfélaga

Ragnheiður nefnir sem dæmi að á Íslandi séu stofnuð mun fleiri fyrirtæki miðað við höfðatölu heldur en í Þýskalandi og dregur þá ályktun að Íslendingar séu í eðli sínu áhættusæknari en Þjóðverjar. 

„Hér í Þýskalandi hef ég undrast mikið hugarfar Þjóðverja – sem er öðruvísi en ég hef kynnst,“ skrifar hún. „Í landi eins og Þýskalandi, sem framleiðir margar af mestu gæðavörum sem fyrirfinnast, og rekur einhver stærstu og árangursríkustu fyrirtæki heimsins, ríkir nefnilega menning fyrir varkárni. Áður en ráðist er af stað í framkvæmdir skulu öll sjónarmið vera tekin til hliðsjónar og sterkt öryggisnet og öryggisáætlanir vera fyrir hendi. Þeir eru einfaldlega síður áhættusæknir.“

Telur Ragnheiður að þegar upp er staðið hafi „karaktereinkenni beggja þjóða“ bæði kosti og galla. Greininni lýkur hún á orðunum: „Ég er ein af þessum stórhuga litlu Íslendingum sem mun aldrei gefast upp og aldrei hætta að trúa á sjálfa sig!“

Viðskiptaævintýrin skýrist af náttúruvali

Orðræðunni sem birtist í grein Ragnheiðar svipar mjög til kenningar um sérkenni Íslendinga sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, setti fram á útrásarárunum.

Árið 2005 hélt hann ræðu í London þar sem hann rakti viðskiptaævintýri Íslendinga til sérstakra eðliseiginleika þjóðarinnar. Sams konar málflutningur birtist í fyrirlestri forsetans hjá Sagnfræðingafélagi Íslands í janúar 2006 þar sem hann nefndi áhættusækni sem einn af meginþáttum „íslenska andans“. Í kjölfarið gagnrýndu sagnfræðingar forsetann fyrir þjóðernishroka.

Í bókinni Sjálfstæð þjóð: Trylltur skríll og landráðalýður greinir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðiprófessor, orðræðu íslenskrar þjóðernishyggju og bendir á að í aðdraganda hrunsins hafi skýringa á íslenska efnahagsundrinu verið „leitað í eðlisbundnum einkennum og var því jafnvel haldið fram að sökum náttúruvals yrðu Íslendingar í forystu í alþjóðlegum fyrirtækjarekstri“. 

Vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk

Vefritið Rómur var stofnað þann 14. febrúar 2016 sem vettvangur fyrir „ungt frjálslynt fólk“ til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Fram kemur í lýsingu á vefritinu að stefna þess sé að „hafa fagmennsku að leiðarljósi og leggja frjálslynd gildi til umræðunnar í vel rökstuddum greinum“. Tekið er fram að pistlahöfundar hafi frjálst efnisval og skoðanir þeirra kunni að stangast á. Á Facebook-síðu Róms má sjá að pistlahöfundar og ritstjórnarmenn hafa „lækað“ deilingu á grein Ragnheiðar Bjarkar.

„Mótvægi við þeim jaðarskoðunum sem flesta dálka hafa fengið í dagblöðum landsins og flætt yfir bakka athugasemdakerfanna“

Samkvæmt eins konar manifestói vefsins, Ómi Rómur, er hann „hugsaður sem mótvægi við þeim jaðarskoðunum sem flesta dálka hafa fengið í dagblöðum landsins og flætt yfir bakka athugasemdakerfanna“. Pistlahöfundar eru kallaðir „Rómverjar“ og fram kemur að sá vettvangur sé „sjaldséður þar sem því má treysta að staðreyndir búi að baki skoðanaskrifum. Rómverjar snúa vörn í sókn og gæta þess í hvívetna að skoðanir séu mótaðar með gagnrýnni hugsun og að fagmennska verði höfð að leiðarljósi“. 

Ritstjórn Róms skipa Erla María Tölgyes, Håkon Broder Lund, Ísak Einar Rúnarsson, Janus Arn Guðmundsson, Jón Birgir Eiríksson, Sigurður Tómasson og Tryggvi Másson. Auk ritstjórnar skipa stjórn félagsins þeir Þengill Björnsson og Albert Guðmundsson. Albert er formaður Heimdallar, ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Ísak Rúnarsson, Janus Arn Guðmundsson og Þengill Björnsson sitja í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
4
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
10
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár