Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Reynir að svíkja fé út úr fólki í íbúðaleit í Reykjavík

Aust­ur­rísk­ur mað­ur býð­ur íbúð til leigu í Hlíð­un­um og not­ar nafn Airbnb til þess að ávinna sér traust þeirra sem hann svík­ur. Bú­ið er að til­kynna mann­inn til lög­reglu en Auð­ur Ösp, ein þeirra sem reynt var að svíkja, vill vara við hon­um.

Reynir að svíkja fé út úr fólki í íbúðaleit í Reykjavík
Auglýsti íbúð í Lönguhlíð Christian sagði íbúðina nýuppgerða og væri hér í Lönguhlíð 19. Enginn Christian Thurner er þó skráður fyrir fasteign á þessu svæði. Mynd: Já.is

„Þetta var eiginlega of gott til að vera satt og það var niðurstaðan á endanum,“ segir Auður Ösp Guðjónsdóttir en hún svaraði auglýsingu á Bland.is þar sem íbúð í Hlíðunum var auglýst til leigu.

Auður Ösp
Auður Ösp Varar við manninum sem reyndi að svíkja út úr henni 315 þúsund krónur.

Auglýsingin hljómaði virkilega vel , ekki nema 105 þúsund krónur á mánuði fyrir tveggja herbergja íbúð með öllu inniföldu á frábærum stað, miðsvæðis í Reykjavík. Auður Ösp var í vanda stödd þar sem hún er að missa íbúðina sína í Reykjavík núna í júní þannig að hún hafði samband við þann sem auglýsti íbúðina.

„Það var ekki hægt að hafa samband við hann í gegnum Bland.is þannig að ég sendi honum tölvupóst og spurðist fyrir um íbúðina,“ segir Auður Ösp sem starfar sem leikskólakennari í Reykjavík samhliða mastersnámi.

Ekki stóð á svörum því daginn eftir var komið svar frá manni sem kallar sig Christian Thurner. Auður Ösp sendi Christian Thurner tölvupóst á íslensku en svarið frá Christian var á ensku. Þar sagðist Christian vera 58 ára verkfræðingur sem starfaði fyrir alþjóðlega fyrirtækið MWH Global Engineering sem sérhæfir sig í að byggja betri heim, líkt og fram kemur á vefsíðu þeirra. Hann ætti yndislega konu sem heitir Sarah og 25 ára gamla dóttur að nafni Maria.

„Ég get með stolti sagt þér það að ég verð afi innan skamms. Síðan á fjölskyldan 8 ára gamlan labrador sem við öll elskum þannig að okkur er alveg sama þótt þú eigir gæludýr“

Hann sagðist búsettur í Vín í Austurríki og að fjölskyldan hafi fjárfest í íbúð í Lönguhlíð 19 í Reykjavík þegar dóttir hans sótti nám hér á landi. Hún sé hins vegar búin með námið, flutt aftur út og ætlar sér ekki til Íslands aftur. Sjálfur sagðist hann of gamall til þess að fara að flytja til Íslands: „...so we won‘t disturb you“ sem þýðir einfaldlega að Auður Ösp fengi að vera alveg í friði í nýju íbúðinni.

Notar nafn Airbnb í blekkingunum

„Ég var að sjálfsögðu ánægð með þetta en líkt og ég sendi til hans þá fannst mér þetta of gott til að vera satt. Ég bað hann um að vera í sambandi við mig, ég væri spennt fyrir íbúðinni. Þá fékk ég strax aftur svar um að íbúðin væri bara tilbúin fyrir mig og það eina sem ég þyrfti að greiða væri 105 þúsund krónur fyrir fyrsta mánuðinn og síðan 210 þúsund krónur í tryggingu. Þessa upphæð, 315 þúsund, átti ég að millifæra inn á reikning sem hann sagði að kæmi frá Airbnb.com,“ segir Auður Ösp en Airbnb.com er ein vinsælasta gistirýmaútleiga í heiminum.

„Ég vona bara að enginn falli fyrir þessu“

„Þetta þótti mér skrítið en ákvað að gefa honum upp nafnið mitt og heimilisfang til þess að sjá hvað myndi gerast. Þetta átti allt að fara í gegnum Airbnb.com en ég átti samt sjálf að leggja inn á hans persónulega reikning. Hann ætlaði síðan að senda mér lyklana og samning með DHL. Ég hefði þá þrjá daga til að skoða og gæti skilað lyklunum og fengið endurgreitt ef mér litist ekki á þetta. Það var síðan í morgun sem ég fékk tölvupóst sem virtist vera frá Airbnb en við nánari skoðun kom í ljós að hann hafði eflaust búið þetta til sjálfur,“ segir Auður Ösp sem sá í kjölfarið umræðu um þennan Christian Thurner í hópi á Facebook þar sem íbúðir eru auglýstar til leigu.

Hefur reynt að svíkja töluvert fleiri

Þar voru fleiri sem höfðu fengið tölvupóst og innantóm loforð frá Christian Thurner en sem betur fer hafði enginn lagt inn á hann fjármuni. Í samskiptum sínum við hina aðilana þá var hann ýmist á Ítalíu eða bauð til leigu íbúð á Háaleitisbraut. Ein þeirra sem hafði fengið svipaðan tölvupóst ákvað að hafa samband við Airbnb og spyrjast fyrir um það hvort fyrirtækið stæði í slíkum gjörningum sem Christian Thurner lýsti, það er að segja hvort fyrirtækið sæi um afhendingu á lyklum og samningi. Svörin sem konan fékk frá Airbnb var á þann veg að þeir sögðust aldrei vinna með fólki á þennan hátt – allt færi í fram í gegnum vefsíðuna þeirra, þar á meðal öll samskipti og íbúðarauglýsing. Airbnb kæmi ekki nálægt íbúðarauglýsingum á Bland.is.

Auður Ösp segist hafa ákveðið í morgun, eftir að hafa fengið þennan dularfulla póst frá „Airbnb,“ að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og láta hana vita af umræddum Christian og hans gylliboðum.

Enginn Christian Thurner skráður

„Ég vona bara að enginn falli fyrir þessu. Þetta er samt hrikalega leiðinlegt því ég hélt fyrst að ég væri komin með íbúð en ætli ég þurfi ekki að halda áfram að leita núna þannig að ef það er einhver þarna úti með íbúð til leigu þá er ég að leita í Reykjavík.“

Stundin hefur reynt að ná sambandi við Christian Thurner í gegnum tölvupóst en ekki haft erindi sem erfiði. Þá má líka einnig geta þess að enginn Christian Thurner, Sarah eða Maria eru skráð fyrir fasteign í Lönguhlíð 19.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
3
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Auður Jónsdóttir
5
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Kristján Þór starfandi stjórnarformaður styrktarfélags Samherjafrænda
10
Fréttir

Kristján Þór starf­andi stjórn­ar­formað­ur styrkt­ar­fé­lags Sam­herja­f­rænda

Kristján Þór Júlí­us­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur og ráð­herra, er stjórn­ar­formað­ur ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðl­a­fé­lags sem stofn­end­ur Sam­herja, Þor­steinn Már Bald­vins­son og Kristján Vil­helms­son, hafa sett á lagg­irn­ar. Um er að ræða enn eitt dæm­ið um starf­ið sem Kristján Þór tek­ur að sér fyr­ir stofn­end­ur Sam­herja í gegn­um ár­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
2
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
3
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
5
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
6
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
8
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
9
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár