Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Össur bað innflytjendur um atkvæði – notaði ráðherranetfangið

Kvenna­blað­ið birt­ir tölvu­póst sem Öss­ur sendi inn­flytj­anda í próf­kjör­un­um ár­ið 2012 og und­ir­rit­aði sem ut­an­rík­is­ráð­herra Ís­lands. Sagð­ur hafa beð­ið er­lenda rík­is­borg­ara í erfiðri stöðu um að kjósa sig.

Össur bað innflytjendur um atkvæði – notaði ráðherranetfangið

Össur Skarphéðinsson nýtti sér tölvupóstfang utanríkisráðuneytisins til smölunar í prófkjöri Samfylkingarinnar árið 2012. Kvennablaðið hefur birt tölvupóst sem Össur sendi einstaklingi af erlendum uppruna frá netfangi sínu úr ráðuneytinu. Þar óskar Össur eftir stuðningi mannsins í prófkjöri og undirritar póstinn sem utanríkisráðherra Íslands. 

Að því er fram kemur í frétt Atla Þórs Fanndals blaðamanns á vef Kvennablaðsins eru dæmi um fleiri sambærileg bréf, meðal annars póstur til hóps manna af afrískum uppruna sem allir voru í flókinni stöðu varðandi leyfi til búsetu og atvinnu hér á landi. 

Stundin greindi frá því í gærkvöldi að á annað hundrað innflytjenda hefði verið skráð á svokallaðan stuðningsmannalista Samfylkingarinnar vegna prófkjara flokksins í Reykjavík sem nú standa yfir. Þetta er um fimmtungur þeirra sem skráðir eru á lista „skráðra stuðningsmanna“ flokksins, þeirra sem ekki eru félagsmenn en vilja geta kosið í prófkjörum. Um er að ræða fjölda fólks frá Austur-Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum, þar á meðal fólk sem kom til Íslands sem hælisleitendur. 

Svanur Kristjánsson
Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur

Eftir að frétt Stundarinnar birtist fór af stað fjörug umræða á samfélagsmiðlum. Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur sakaði Össur um að hafa smalað nýbúum og flóttafólki á stuðningsmannalista Samfylkingarinnar til að fá atkvæði þeirra í prófkjöri. 

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi formaður Félags Samfylkingarinnar í Reykjavík, sagði í samtali við Stundina í morgun að þegar hún kom að prófkjöri flokksins fyrir fjórum árum hafi hún orðið vitni að því þegar nokkur fjöldi erlendra borgara staðfesti við túlk að þeim hefði verið lofaður ríkisborgararéttur gegn því að kjósa Össur Skarphéðinsson í prófkjöri Samfylkingarinnar. „Ég er ekki að segja að hann hafi lofað því persónulega, en það gerði það að minnsta kosti einhver sem vildi veg hans vel í því prófkjöri,“ segir hún. Fleiri viðmælendur staðfesta þetta í samtölum við Stundina. 

Nú hefur Kvennablaðið birt tölvupóst sem bendir til þess að málið sé mun alvarlegra en áður var talið. Tölvupóstinn má sjá hér að neðan: 

Í frétt Kvennablaðsins segir meðal annars: 

Samfylkingin hefur um nokkurt bil lagt áherslu á að ná til innflytjenda, og fólks sem vill setjast hér að, í von um að virkja þátttöku fólks. Saga prófkjara Samfylkingarinnar vekja þó spurningar um hvort hér sé um að ræða raunverulegan vilja til þátttöku eða misnotkun á aðstöðumun þingmanns, og árið 2012 ráðherra, og svo einstaklinga með veika félagslega- og lagalega stöðu hér á landi.

Þá kemur eftirfarandi fram:

Samkvæmt heimildum Kvennablaðsins var mönnunum sem Össur sendi tölvupóst úr póstfangi ráðuneytisins gefið loforð um aðstoð vegna aðstæðna sinna. Þá sést á póstinum að Össur gefur þeim upp símann sinn og segir þeim velkomið að hringja í hann. Í bréfinu má finna farsíma Össurar ásamt farsíma Hrafns Jökulssonar. Þá skrifar Össur undir sem utanríkisráðherra.

Flestir voru mennirnir voru í viðkvæmri stöðu þegar samskiptin áttu sér stað og biðu úrlausna. Heimildamaður Kvennablaðsins hefur staðfest að samskiptunum fylgdu vilyrði um aðstoð vegna stöðu þeirra. Óánægja kom upp meðal mannanna vegna málsins þegar aðili með tengsl inn í hópinn útskýrði fyrir mönnunum að utanríkisráðherra hefði ekki beint vald yfir því hverjir fá vernd hér á landi eða ríkisborgararétt. Heimildamaður Kvennablaðsins sem átti í samskiptum við mennina segir alveg ljóst að hér hafi aðstöðumunur verið nýttur Össuri í hag. Kvennablaðið hefur undir höndum tölvupóstsamskipti við þá menn fyrir hönd Össurar.

Stundin hefur gert árangurslausar tilraunir til að ná tali af Össuri í dag, bæði í gsm-síma, með tölvupósti og á Facebook. Í frétt Vísis.is um málið kemur fram að hann vísi ásökunum Helgu Völu á bug í Facebook-skilaboðum til blaðamanns. „Að sjálfsögðu ekki. Ég hef engum manni lofað slíku, hvorki víetnömskum né öðrum, og minnist þess ekki að hafa talað við mann af víetnömskum uppruna frá því 10 flóttamenn bjuggu á hæðinni fyrir neðan mig á Holtsgötunni,“ er haft eftir Össuri sem bendir á að sömu ásakanir hafi komið upp fyrir fjórum árum. „Af hverju ætti að þurfa stjórnmálamann til að gera víetnama að ríkisborgara? Hafi þeir dvalarleyfi hér á landi njóta þeir allra réttinda, og geta orðið ríkisborgarar einsog aðrir eftur tiltekna dvöl sk. einföldum reglum.“

Ekki náðist í Oddnýju G. Harðardóttur, formann Samfylkingarinnar, við vinnslu fréttarinnar. 

Óskar Steinn Jónínu- og Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, birti hins vegar Facebook-færslu skömmu áður en Kvennablaðið og Stundin fjölluðu um málið. Þar skrifar hann:

„Í dag hafa komið fram ásakanir um að innflytjendum hafi verið lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa tiltekinn frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Eins og flestum öðrum er mér verulega brugðið vegna þessara ásakana. Að misnota fólk í viðkvæmri stöðu með þessum hætti er fullkomlega siðlaust og það eru vinnubrögð sem eiga ekki að líðast í neinum stjórnmálaflokki. Því mun ég fara fram á það í stjórn Samfylkingarinnar að þetta mál verði rannsakað ofan í kjölinn og sannleikurinn í málinu dreginn upp á yfirborðið. Séu ásakanirnar á rökum reistar verður að grípa til aðgerða til að svona lagað komi ekki fyrir aftur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár