Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Örlög íslenska drengsins í höndum dómara: „Ég er bara búin að gráta í allan dag“

Helena Brynj­ólfs­dótt­ir, amma fimm ára gam­als drengs, barð­ist fyr­ir dómi í dag við norsku barna­vernd­ina, sem vill setja dreng­inn í fóst­ur í Nor­egi. „Þetta er fimm ára gam­alt barn sem ég elska meira en allt,“ seg­ir Helena, sem grét í við­tali við blaða­mann.

Aðalmeðferð máls fimm ára gamals íslensks drengs sem norska barnaverndin vill fá framseldan til Noregs til vistunar hjá fósturforeldrum fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Amma drengsins vill halda honum hjá sér á Íslandi, en ekki gefa hann frá sér í fóstur.

Vika er þar til dómur verður kveðinn upp í máli norsku barnaverndarinnar hér á landi en stofnunin hefur krafist þess frá því í sumar að fá framseldan fimm ára gamlan íslenskan dreng. 

„Ég er bara búin að gráta í allan dag,“ sagði Helena Brynjólfsdóttir, amma drengsins, þegar Stundin ræddi við hana að lokinni aðalmeðferð í dag.

Helena flúði fyrr á þessu ári með barnabarn sitt til Íslands þegar norska barnaverndin vildi vista barnið hjá norskum fósturforeldrum til átján ára aldurs. Stundin hefur fjallað ítarlega um málið og ræddi meðal annars við Helenu sem greindi frá atburðarrásinni í viðtali við Stundina í lok júlí.

„Þetta er búið að vera í gangi síðan í desember. Tilfinningasveiflur, svefnlausar nætur og endalausar áhyggjur,“ sagði Helena sem átti erfitt með að ræða við blaðamann. Henni var mikið niður fyrir og barðist við tárin.

„Hugsum þetta aðeins. Þetta er fimm ára gamalt barn sem ég elska meira en allt. Ég gæti verið að sjá fram á það að hann hverfi algjörlega úr mínu lífi. Ég fæ aldrei að hitta hann aftur. Ég get þetta ekki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnavernd í Noregi

Helena reynir að bjarga húsinu: Eyjólfur fær að alast upp á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Helena reyn­ir að bjarga hús­inu: Eyj­ólf­ur fær að al­ast upp á Ís­landi

Á með­an Helena Brynj­ólfs­dótt­ir reyn­ir að bjarga hús­inu sínu í Nor­egi þá eru norsk og ís­lensk yf­ir­völd að klára sam­komu­lag land­anna á milli varð­andi fram­tíð Eyj­ólfs Krist­ins. Elva Christ­ina hef­ur fyr­ir­gert rétti sín­um í Nor­egi með því skil­yrði að hann fái að al­ast upp á Ís­landi. Norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vilja að hon­um sé kom­ið í fóst­ur ut­an fjöl­skyld­unn­ar.
Meira en tífalt líklegra að barn sé tekið af íslensku foreldri í Noregi en á Íslandi
FréttirBarnavernd í Noregi

Meira en tí­falt lík­legra að barn sé tek­ið af ís­lensku for­eldri í Nor­egi en á Ís­landi

Norska barna­vernd­in hef­ur tek­ið 11 ís­lensk börn á að­eins tveim­ur ár­um í Nor­egi og kom­ið fyr­ir í var­an­legu fóstri. „For­eldr­ar geta áfrýj­að ár hvert en á hinn bóg­inn er sjald­gæft að slík­ar áfrýj­an­ir séu tekn­ar til skoð­un­ar,“ seg­ir einn æðsti yf­ir­mað­ur norsku barna­vernd­ar­inn­ar.
Norska barnaverndin setur skilyrði: Eyjólfur fær nýja fjölskyldu fyrir jól
FréttirBarnavernd í Noregi

Norska barna­vernd­in set­ur skil­yrði: Eyj­ólf­ur fær nýja fjöl­skyldu fyr­ir jól

Móð­ir og fað­ir Eyj­ólfs þurfa að fyr­ir­gera rétti sín­um til þess að sækja mál gegn norsku barna­vernd­inni ef stofn­un­in á að taka það til greina að vista son þeirra á Ís­landi. Ef þau gera það ekki verð­ur Eyj­ólf­ur flutt­ur með valdi til Nor­egs í byrj­un des­em­ber, þar sem bú­ið er að finna hon­um fjöl­skyldu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu