Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ólafur Ragnar var „lamaður“ yfir yfirlýsingu sendiherra Sádí Arabíu

For­seti Ís­lands var „hissa og lamað­ur“ á fundi með sendi­herra Sádí-Ar­ab­íu vegna orða hans um að rík­ið myndi leggja millj­ón doll­ara í bygg­ingu mosku á Ís­landi.

Ólafur Ragnar var „lamaður“ yfir yfirlýsingu sendiherra Sádí Arabíu
Ólafur Ragnar með sendiherra Sádí-Arabíu Myndin er tekin á fundi forseta Íslands með Ibrahim S. I. Alibrahim, sendiherra Sádi-Arabíu, í mars síðastliðnum, þar sem sendiherrann tilkynnti um milljón Bandaríkjadala stuðning við byggingu mosku í Reykjavík. Mynd: Forseti.is

Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýsir því að hann hafi verið orðlaus á fundi með sendiherra Sádí Arabíu þegar sendiherrann lýsti því yfir að ríkið hygðist styrkja byggingu mosku á Íslandi með rúmlega 130 milljóna króna framlagi.

Í samtali við Ríkisútvarpið lýsir Ólafur Ragnar fundi sem hann átti með sendiherranum, Ibrahim S.IAlibrahim, þar sem umræðuefnið kom óvænt upp. „Ég varð eiginlega bara svo hissa, og svo lamaður, við þessa yfirlýsingu, að ég tók bara á móti henni, og settist svo niður og hugleiddi hana og taldi svo rétt að segja frá henni, eins og ég gerði,“ segir forsetinn.

Tilkynningin um fund forsetans og sendiherrans var birt á vefsíðu forsetaembættisins í mars síðastliðnum. Þar sagði: „Þá greindi sendiherrann frá því að Sádi-Arabía styddi byggingu væntanlegrar mosku í Reykjavík, myndi leggja fram rúmlega eina milljón Bandaríkjadala til byggingar hennar og að hann hefði í gær skoðað lóðina þar sem moskan myndi rísa.“

Forsetinn segist ekki hafa andmælt fyrirætlununum. „Ég gerði það nú ekki á þeim fundi, vegna þess að þetta kom mér satt að segja í svo opna skjöldu, og var undir lok fundarins, að ég vissi eiginlega ekki með hvaða hætti ætti að bregðast við.“

Umburðarlyndi nægi ekki gegn ógninni

Eftir hryðjuverkin í París fyrir rúmri viku varaði forsetinn við því að öfgafullir íslamistar væru mesta ógn samtímans. „Ég hef verið þeirrar skoðunar í allmörg ár að þessi ógn sem kennd er við hið öfgafulla íslam sé mesta ógn okkar tíma og hún eigi sér mjög djúpstæðar rætur. Og að eðli hennar sé á þann veg að engar venjulega aðferðir dugi til þess að brjóta hana á bak aftur.“

Hann sagði hryðjuverkin vera atlögu „að siðmenningu okkar tíma, atlaga að því frjálsa samfélagi sem er okkur svo mikils virði og eiginlega enn ein áminningin um það, til viðbótar við hryllilega atburði á allra síðustu árum, að baráttan gegn þessum hræðilegu öflum er orðið eitt brýnasta verk okkar tíma.“

Forsetinn varaði við þeirri trú að hægt væri að taka á vandanum með umburðarlyndi og umbótum. „Um leið og við eigum ekki að fara fordæma flóttamenn og hlaupa frá samfélagi fjölmenningar og umburðarlyndis eigum við ekki heldur að lifa í barnalegri einfeldni um það að með einhverjum aðgerðum á sviði umburðarlyndis og félagslegum umbóta sé hægt að taka á þessum vanda.“

Í viðtali við Ríkisútvarpið um helgina kallaði hann eftir breyttum viðhorfum og nefndi hertar aðgerðir Norðmanna gegn flóttamannastraumi í því samhengi. „Við verðum að hafa burði og hugrekki og getu til þess að fara með nýjum hætti í þessa umræðu.“

Forseti eigi ekki að vara við umburðarlyndi

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur gagnrýnir forseta Íslands í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag fyrir að tala gegn umburðarlyndi.

„Forseti lýðveldisins á helst ekki að nota orð eins og „umburðarlyndi“ í neikvæðri merkingu. Það mætti meira að segja hæglega rökstyðja það að eitt helsta hlutverk forseta sé einmitt að hvetja landsmenn sína til umburðarlyndis gagnvart hver öðrum, en ekki að etja þeim saman. Kannski erfitt að vera „sameiningartákn“ nú á dögum en samt óþarfi að tala eins og „sundrungartákn“. Forseti lands, „ábyrgðarlaus gagnvart stjórnarathöfnum,“ á helst ekki að tala inn í hugarfar eins hluta þjóðarinnar, og alls ekki þess hluta sem andvígur er „umburðarlyndi“. Umburðarlyndi er megindyggð.“

Sendiráðsskjöl lýsa jákvæðum samskiptum

Skjöl sem Wikileaks birti úr sendiráðskerfi Sádí-Arabíu greindu frá jákvæðum samskiptum forseta Íslands við sádíska sendiherrann árið 2013. Í skjölunum segir að Ólafur Ragnar hefði lýst vilja sínum til að heimsækja Sádí-Arabíu:

„Í þessu samhengi ræddi sendiherra Sáda við forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Í samtalinu talaði forsetinn um hið mikla hlutverk sem Sádi-Arabía hefur, undir stjórn og í krafti Verndara hinna tveggja helgu moska [viðbót blaðamanns: nafnbót konungs Sádi-Arabíu], við að ná fram friði í heimshlutanum. Hann orðaði einnig áhuga á að styrkja og víkka tvíhliða samskipti milli Sádi-Arabíu og Íslands, með þeim hætti að þau nái yfir allar efnahagslegar og viðskiptalegar víddir, til viðbótar við stjórnmálaleg tengsl ... Hann útskýrði að land hans styddi öll arabísk málefni á alþjóðlegum vettvangi, þar sem Palestínumálið er í forgrunni, en í því hafi Ísland verið fyrsta evrópska þjóðin til að viðurkenna palestínska ríkið. Forsetinn tjáði sendiherra Sáda löngun sína til að heimsækja Sádi-Arabíu og hvernig honum yrði heiður að því að hitta leiðtoga okkar, Verndara hinna tveggja helgu moska - megi Guð geyma hann - og sádíska embættismenn einhvern tímann á þessu ári til að ræða fleti á samvinnu landanna tveggja.“

Forsetaembættið hefur hafnað því að efni skjalanna sé rétt.

Íslenskir múslimar boðaðir á fund sendiráðsins

Eins og Stundin greindi frá í júní voru forsprakkar Félags múslima á Íslandi boðaðir á fund í sendiráði Sádí-Arabíu gagnvart Íslandi fyrir rúmum tveimur árum, þar sem reynt var að sameina þá undir „öfgahóp“ undir regnhlíf Ar-Risalah-stofnunarinnar í Svíþjóð, samkvæmt Salmann Tamimi, þáverandi formanni.

Salmann sagði í samtali við Stundina í júní að á fundinum hefði komið fram að til hans hefði verið boðað með vilja íslenskra yfirvalda. Það er í samræmi við skjöl sem Wikileaks birti úr sendiráði Sádí-Arabíu. „Ég heyrði það þarna einmitt. Og ég sagði: Hvað kemur þeim þarna á Íslandi til að skipta sér af málefnum okkar? Hann sagði að það hefði verið talað við hann þarna í sendiráðinu um að reyna að sameina okkur. Það var á Íslandi sem það var búið að tala við þá og vekja athygli á því. Þetta hljómar mjög undarlega. Til að byrja með: Enginn talaði við okkur. Og það er eitthvað bakvið tjöldin að ske þarna. Alveg eins og með peningana sem komu þarna. Forsetinn segir á heimasíðu sinni að það sé verið að gefa okkur milljón dollara. En við höfðum ekki heyrt í manninum [innsk. núverandi sendiherra Sádi-Arabíu], höfðum ekki séð hann heldur. Svo þetta kom mér á óvart á sínum tíma, að það væri í raun og veru ósk Íslands að við værum eitt félag. En hver sagði það? Þetta eru pólitíkusar sem segja þetta. En ég hef ekki hugmynd hver.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
1
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
8
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár