Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nýlendur unga fólksins

Á Ís­landi verð­ur sí­fellt erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að koma und­ir sig fót­un­um á sí­hækk­andi fast­eigna­mark­aði og marg­ir velja að flytja ann­að­hvort út á land eða úr landi. Und­an­far­ið hef­ur Stund­in fjall­að ít­ar­lega um áhrif hækk­un­ar hús­næð­isverðs á stöðu ungs fólks og þau mis­skipt­ingaráhrif sem fylgja í kjöl­far­ið.

Á Íslandi ríkir neyðarástand á húsnæðismarkaði, samkvæmt opinberum aðilum, þar sem heimamenn keppast við ferðamenn og leigufélög um þær fáu íbúðir sem standa til boða. Tveir hópar standa verst á þessum markaði, fátækir og ungt fólk. Tæplega helmingur fólks býr í foreldrahúsum langt fram á þrítugsaldurinn, og aðrir sitja fastir í skuldasúpu á leigumarkaðnum. Ástandið er svo slæmt að ríkisstjórnin hefur sett saman aðgerðarhóp sem á að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði, á sama tíma hefur hópur fólks gefist upp og sagt skilið við baráttuna um húsnæðið, flutt af höfuðborgarsvæðinu eða stofnað heimili erlendis.

Íslenski draumurinn á Suðurnesjunum

Ungt fólk hefur í auknum mæli flust búferlum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Sveitarfélagið Ölfus varð vart við þessa þróun árið 2015, þegar íbúum þar fjölgaði um 3,7%, en þrír fjórðu þeirra sem fluttu þangað voru undir fertugu og um helmingurinn kom af höfðuborgarsvæðinu. Í nágrannasveitarfélaginu Hveragerði varð um það bil 3% fjölgun á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu