Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nemendur og kennarar komnir með nóg af því að vera veikir í skólanum

„Þeir sem stjórna hérna vilja bara gleyma okk­ur,“ seg­ir nem­andi í Lista­há­skóla Ís­lands, þar sem bæði starfs­fólk og nem­ar finna fyr­ir marg­vís­leg­um ein­kenn­um veik­inda sem þeir tengja við myglu­svepp. Nem­end­ur lýsa bættri heilsu eft­ir út­skrift.

Nemendur og kennarar komnir með nóg af því að vera veikir í skólanum

Nemendur Listaháskóla Íslands hafa fundið fyrir veikindum í áraraðir  í húsnæði Listaháskólans á Sölvhólsgötu 13. Einkennin geta lýst sér sem þurkur í hálsi, sviði í augum, mígreni, krónískum höfuðverk og svefntruflunum. Nemendurnir fullyrða að um myglusvepp sé að ræða, en rektor hefur ekki staðfest það. Þeir segja ástandið óviðunandi og krefjast umbóta strax í herferð á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #LHÍmygla.

Að sögn nemenda er myglan hluti af stærri húsnæðisvanda Listaháskólans þar sem húsnæðið henti ekki listnámi og þar sé ekki hjólastólaaðgengi fyrir hreyfihamlaða nemendur. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir nemandi á sviðshöfundabraut segir í samtali við Stundina, „furðulegt að árið 2017 viðgengst það að aðeins ófatlaðir einstaklingar sem eru ónæmir fyrir myglusvepp geta stundað þetta nám.“

 

„Kennarinn hætti að geta kennt okkur vegna sviða í augum“

„Sjálf finn ég fyrir miklum þurk í hálsi og sviða í augum. Fjölmargir nemendur finna fyrir einkennum og hafa talað um þau í um tíu ár en aldrei er tekið á málinu. Málið er víst núna til rannsóknar en engin niðurstaða er komin svo við vitum. Án þess að vera einhver vísindamaður finnst mér ólíklegt að 100 nemendur séu allir með ímyndunarveiki. Margir kennarara vilja ekki stíga inn fyrir húsið því þeir finna fyrir strax fyrir einkennunum. Við viljum auðvitað geta lært án þess að finna fyrir slappleika og verða sljó. Við viljum að gengið sé í málið í eitt skipti fyrir öll og viljum að niðurstöðurnar úr þessari rannsókn sem stendur yfir verði birtar sem fyrst,“ segir Salvör.

Í byrjun desember greindi Fréttablaðið frá því að Fasteignaumsýsla ríkissjóðs kannaði hvort myglusvepp væri að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna LHÍ, segir að von sé á niðurstöðum eftir hálfan mánuð. Í samtali við Stundina segir Ólafur að ef niðurstaðan verði að myglusvepppur sé í húsinu þurfi að grípa til aðgerða. Það væri alfarið á ábyrgð Ríkiseigna sem eiga húsið. Listaháskólinn leigir húsið af Ríkiseignum og þeir verða að sjá til þess að húsið sé í lagi.

Adolf Smári Unnarsson
Adolf Smári Unnarsson Segir nemendur finna fyrir djöfullegum kvillum

 

Kennarinn hætti að geta kennt vegna sviða í augum 

Snæfríður Sól Gunnarsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut, segir mikla reiði hafa vaknað meðal nemenda í gær. „Við vorum í tíma í inni í rýminu sem er hvað verst sett og undir lokin var kennarinn hættur að geta kennt okkur vegna sviða í augum. Það er enginn vafi á að það sé myglusveppur. Núna finn ég ekki fyrir miklum einkennum. Margir bekkjarfélagar mínir og starfsfólk skólans finnur fyrir þessu. Ég ætla ekki bara að sitja og bíða á meðan einkennin hrannast upp,“ segir Snæfríður Sól í samtali við Stundina.

Adolf Smári Unnarsson segir myglusveppinn aðeins vera hluti af stærra vandamáli. „Nemendur finna fyrir djöfullegum kvillum sem eiga rætur sínar að rekja til myglusveppsins. Okkur grunar að það sé bara litið framhjá þessu, það er tendens í samfélaginu að líta fram hjá listnámi. Ég held að okkur verði bara úthýst hérna því þeir sem stjórna hérna vilja bara gleyma okkur,“ segir Adolf Smári

„Okkur grunar að það sé bara litið framhjá þessu, það er tendens í samfélaginu að líta framhjá listnámi.“

„Fyrir einhverjum árum var sett upp bráðabyrgðhúsnæði fyrir listdansbrautina sem átti að vera hérna til tveggja eða þriggja ára. Þeir sem voru þá nemendur eru byrjaðir að kenna okkur og nú 12 árum síðar er þetta húsnæði enn hérna,“ segir Adolf Smári. Hann segir að fyrrum nemendur hafi varað þau við þegar þau hófu nám í Listaháskólanum og jafnframt að þau lýsi undraverðum bata þegar þau útskrifast.

Skólpleki fór í sófa

Hallveg Kristin Eiríksdóttir er í starfsnámi í Stokkhólmi og segist hafa fundið gríðarlegan mun á heilsufari sínu eftir að hún fór út fyrir rúmum mánuði síðan. „Hérna er ég að vinna nákvæmlega sömu vinnu og á Íslandi undir nákvæmlega sama álagi en hef ekki fundið fyrir neinum af þessum einkennum. Þetta er mikið líkamleg vinna og stundum erum við að setja upp sýningar í marga daga, þetta húsnæði er viðbjóður. Það er ekki bara myglan, í fyrra sprakk eitthvað rör og myndaði skólpleka. Það lak niður í eina sófann sem sviðshöfundarbraut hefur. Við stóðum bara yfir sófanum sem var rennandi blautur með einhverju svörtu vatni í,“ segir Hallveig Kristín í samtali við Stundina.

Erfitt er fyrir nemendur að bregðast við vandamálinu.

„Það er alltaf einhver að mótmæla og vekja athygli á þessu og einhver plön sett í gang. Svo gerist aldrei neitt, nemendurnir útskrifast og nýjir nemendur koma og ferlið fer aftur á byrjunarreit. Við erum að borga hálfa milljón á ári fyrir myglað húsnæði með engu hjólastólaaðgengi þar sem stundum kemur skólpleki,“ segir Hallveig Kristín.

Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Hallveig Kristín Eiríksdóttir Andar að sér fersku lofti í starfsnámi í Svíþjóð

„Við erum að borga hálfa milljón á ári fyrir myglað húsnæði með engu hjólastólaaðgengi þar sem stundum kemur skólpleki.“ 

Í samtali við Stundina segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, að litið sé mjög alvarlegum augum á vandamálið. „Við höfum grun um að það sé húsasótt. Listaháskólinn fór fram á rannsókn en niðurstaðan liggur ekki fyrir. Rannsóknin snýst um að fá það staðfest hvort um myglusvepp sé að ræða eða ekki. Fyrir utan grun um myglusvepp vitum við að húsnæðið er algjörlega óviðunandi of hefur verið það í 20 ár. Við höfum lagt hart að ríkinu að eiga við okkur samtal um framtíðaruppbyggingu en það hefur verið árangurslaust. Listaháskólinn er núna á fjórum stöðum í borginni og í tveim þeirra er ekki hjólastólaaðgengi. Við beittum öllum ráðum sem við kunnum til að eiga samtal við seinustu ríkisstjórn en án árangurs. Við bindum vonir um að ná áheyrn núverandi mennta- og mennignarmálaráðherra. Hvort sem það er húsasótt eða ekki hæfir þetta húsnæði ekki til listnáms,“ segir Fríða Björk. 

Snæfríður Björnsdóttir
Snæfríður Björnsdóttir Hefur haft hálsbólgu og höfuðverk nánast frá því skólaárið hófst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
6
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu