Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Neitar tengslum við Sjálfstæðisflokkinn - fer á landsfundinn

Nýr fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðv­ar ferða­mála, sem var ráð­inn án aug­lýs­ing­ar, er á leið á lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ein­ung­is flokks­menn mega sitja fund­inn. Mynd af fram­kvæmda­stjóra ásamt áhrifa­mönn­um inn­an Sjálf­stæð­is­flokks vek­ur at­hygli.

Neitar tengslum við Sjálfstæðisflokkinn - fer á landsfundinn
Ráðinn án auglýsingar Hörður Þórhallsson var ráðinn til að stýra nýrri Stjórnstöð ferðamála, án þess að staðan hefði verið auglýst, þrátt fyrir að lög geri ráð fyrir að öll laus störf hjá ríkinu skuli auglýsa.

Mynd þar sem Hörður Þórhallsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sést ásamt áhrifamönnum í Sjálfstæðisflokknum hefur vakið athygli í dag. Um er að ræða mynd frá árinu 2013 en þar sést Hörður að snæðingi ásamt meðal annars Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Haraldi Johannessen ritstjóra Morgunblaðsins og Þórði Þórarinssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Þá er Hörður einnig skráður til þátttöku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Samkvæmt upplýsingum um landsfund eru það aðildarfélög og fulltrúaráð flokksins sem skipa landsfundarfulltrúa og geta allir sjálfstæðismenn sóst eftir seturétti. 

Neitar tengslum við Sjálfstæðisflokkinn
Neitar tengslum við Sjálfstæðisflokkinn Á myndinni sést Hörður að snæðingi ásamt meðal annars Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Haraldi Johannessen ritstjóra Morgunblaðsins og Þórði Þórarinssyni framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Í samtali við Stundina fyrr í dag þvertók Hörður fyrir að hafa tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. „Það hefur ekkert með það að gera. Trúðu mér, í þessu embætti mun ég skila auðu. Þetta hefur ekkert með slíkt að gera.“

Blaðamaður: „Þannig þú hefur engin tengsl við Sjálfstæðisflokkinn?“

Hörður: „Nei.“

Með tvær milljónir á mánuði

Líkt og Stundin greindi frá fyrr í dag var Hörður ráðinn sem framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála án auglýsingar. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu var gerður tímabundinn ráðgjafasamningur við Hörð og þess vegna eiga reglur um auglýsingar á lausum störfum hjá ríki ekki við í þessu tilviki. Hörður tekur til starfa um næstu mánaðamót og mun fá 1.950.000 krónur á mánuði fyrir störf sín. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála og þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í viðtali við Spegilinn í gær að framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar þyrfti að hafa reynslu af því að leiða saman ólík sjónarmið og hafa reynslu af verkefnastjórnun. „Við vildum fá þungavigtarmann helst og þegar við verðum þess áskynja að þessi ágæti einstaklingur er á lausu þá uppfyllti hann öll þessi skilyrði,“ sagði hún meðal annars. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar sagði jafnframt að það hafði verið talinn kostur „að Hörður er hvorki tengdur ferðaþjónustunni né stjórnsýslunni og gengur því óbundinn til leiks.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
6
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár