Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Lék jólasvein og var rekinn úr álverinu

Ólaf­ur Hr. Sig­urðs­son missti vinn­una í Alcoa á Reyð­ar­firði eft­ir að hafa leik­ið jóla­svein og gef­ið gjaf­ir. Yf­ir­menn greindu upp­reisn­ar­tón í jóla­svein­in­um.

Lék jólasvein og var rekinn úr álverinu
Rekinn Ólafur Hr. Sigurðsson hefur stundum brugðið sér í gervi jólasveins. Hann missti vinnuna eftir að hafa brugðið á leik á vinnustað sínum á Reyðarfirði.

Ólafur Hr. Sigurðsson, starfsmaður í kerskála Alcoa-Fjarðaráls á Reyðarfirði, var rekinn úr starfi sínum í álverinu á Reyðarfirði eftir að hafa glatt fyrrverandi vaktfélaga sína neð því að mæta í gervi jólasveins með gjafir og skemmtiatriði fyrir síðustu jól. Hann segir frá þessu í aðsendri grein í Austurfrétt.

,,Til að gleðja nú mína gömlu vakt ákvað ég í samráði við leiðtoga, sem tekið hafði við af mér, að koma í heimsókn sem jólasveinn enda dregið nærri jólum. Hafði ég gert þetta árið áður og allir haft af því nokkurt gaman. Nú ég mætti á vaktina sem jólasveinn og færði vaktinni nammi og gos. Jafnframt var ég með svona smá jólasveinauppistand,“ skrifar Ólafur sem eitt sinn starfaði sem bæjarstjóri á Seyðisfirði.

Einhverjir af toppunum hjá Fjarðaáli þóttust greina uppreisnartón í jólasveininum

Hann segir að einn félaganna hefði tekið heimsóknina upp á símann sinn og sett á netið. Þá hafi allt farið af stað.

,,Nokkrum dögum síðar var ég svo kallaður niður í álver þar sem mér var tilkynnt að inn fyrir dyr þessa álvers kæmi ég ekki aftur. Einhverjir af toppunum hjá Fjarðaáli þóttust greina uppreisnartón í jólasveininum og að hann hefði gert grín að fyrirtækinu. Slíkt væri ekki líðandi.“

Ólafur óskaði í framhaldinu eftir fundi með nýjum forstjóra Alcoa sem tók honum, að sögn, vel.

,,Nokkrum vikum síðar kom svo niðurstaðan. Með fundinum hafði skilningur hans á mínum málið aukist en því miður yrði jólasveinaatriðið ekki fyrirgefið. Ekki væri þó alveg útilokað að í framtíðinni yrði kannski hægt að ráða mig aftur,“ skrifar Ólafur og telur ólíklegt að hann fari aftur til Alcoa enda að verða 61 árs og styttist í eftirlaunaaldurinn.

Hann lýsir því í greininni að hafa átt flekklausan feril hjá Alcoa þar sem hann hafði starfað í fjögur ár. Að vera rekinn úr vinnu var því ekki inni í myndinni.

,,Aldrei hafði mér dottið í hug að ég ætti eftir að verða rekinn úr vinnu. Hef ætíð lagt mig fram við alla vinnu sem ég hef unnið um dagana og oftast unnið talsvert umfram það sem ætlast var til af mér. Fáa daga hef ég legið heima veikur og aldrei hefur mér dottið í hug að tilkynna mig veikan þegar ég hef ekki verið það. Hef ætíð lagt mig fram um að koma vel fram við vinnufélaga og vinnuveitendur, sama hvort mér hafa þótt þeir skemmtilegir eða leiðinlegir,“ skrifar hann.

Ólafur telur ljóst að hefði hann orðið uppvís að óreglu væri staða hans betri.

,,Samkvæmt reglum Alcoa hefði ég kannski átt að fá skriflega áminningu og svona föðurlegt tiltal en það hefði samt verið mjög strangt að mínu mati. Hefði ég mætt fullur til vinnu hefði ég verið sendur heim og boðið að fara í afvötnun,“ skrifar hann.

Pistillinn í heild sinni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Álver

Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls úr landi tvö­falt hærri en hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins

Laga­setn­ing­in til að sporna við skatta­hag­ræð­ingu ál­fyr­ir­tækj­anna á Ís­landi mun ekki hafa mik­il áhrif á Norð­ur­ál og Alcoa. Vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls frá Ís­landi til eig­in fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um nema rúm­lega 84 millj­ón­um, hærri upp­hæð en sam­bæri­leg­ar greiðsl­ur hjá Alcoa.
Alcoa: Lagasetningin hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 milljarða vaxtagreiðslur 2014 og 2015
FréttirÁlver

Alcoa: Laga­setn­ing­in hefði ekki haft nein áhrif á 6,2 millj­arða vaxta­greiðsl­ur 2014 og 2015

Vaxt­greiðsl­ur ál­fyr­ir­tæk­is­ins Alcoa hafa al­mennt ver­ið und­ir þeim við­mið­um sem kveð­ið er á um í nýj­um lög­um um tekju­skatt. Laga­breyt­ing­in sem á að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot slíkra fyr­ir­tækja virð­ist því ekki hafa mik­il áhrif. For­stjóri Alcoa seg­ir að fyr­ir­tæk­ið vinni að því að kanna áhrif laga­breyt­ing­ar­inn­ar á starf­semi ál­fyr­ir­tæk­is­ins.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Alcoa úr álverinu nema 67 milljörðum króna
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Alcoa úr ál­ver­inu nema 67 millj­örð­um króna

Vaxta­greiðsl­ur ál­vers­ins á Reyð­ar­firði til fé­lags í eigu Alcoa í Lúx­em­borg eru rúm­lega tveim­ur millj­örð­um króna hærri en bók­fært tap ál­vers­ins á Ís­landi. Síð­asta rík­is­stjórn breytti lög­um um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir slíka skatta­snún­inga. Indriði Þor­láks­son seg­ir að laga­breyt­ing­arn­ar séu ekki nægi­lega rót­tæk­ar til að koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot með lána­við­skipt­um á milli tengdra fé­laga.
Stjórnendur álveranna væru lögbrjótar í Noregi
FréttirÁlver

Stjórn­end­ur ál­ver­anna væru lög­brjót­ar í Nor­egi

Norsk meng­un­ar­lög­gjöf er með tals­vert öðru sniði en sú ís­lenska. Í henni eru heim­ild­ir fyr­ir því að refsa stjórn­end­um fyr­ir­tækja sér­stak­lega, fremji þau ít­rek­að það sem kall­að er „meng­un­ar­glæpi“. Reglu­legt eft­ir­lit fag­að­ila með vökt­un ál­vera og hegn­ing fyr­ir brot á meng­un­ar­lög­um, sem er við­tek­inn sið­ur í Nor­egi, þekk­ist ekki á ís­landi.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
1
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
8
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu