Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jón Steinar segir að þolendum Róberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son seg­ir að þo­lend­um kyn­ferð­is­glæpa líði bet­ur ef þeir fyr­ir­gefa brot­in í stað þess að „ganga sinn ævi­veg upp­full­ir af hatri“. Fólk eigi að skamm­ast sín fyr­ir fram­göngu sína gagn­vart Ró­berti Dow­ney og láta hann í friði. Svo virð­ist sem það sé jafn­vel betra að tapa dóms­mál­um sem tengj­ast kyn­ferð­is­brot­um vegna við­bragða al­menn­ings. Sjálf­ur hafi hann ver­ið sak­að­ur um ann­ar­leg­ar hvat­ir gagn­vart ung­lings­stúlk­um í um­fjöll­un um mál­ið.

Jón Steinar segir að þolendum Róberts myndi líða betur ef þeir fyrirgæfu brotin

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður Róberts Downey, segir að umræðan um réttmæti þess að kynferðisbrotamaður hljóti uppreist æru sé byggð á hatri. Stúlkunum sem hann braut á myndi líða betur ef þær gætu fyrirgefið honum brotin. Um leið sagði hann jafnvel verra fyrir menn að vinna mál fyrir dómstólum ef þau tengjast kynferðisbrotum með einhverjum hætti, vegna viðbragða samfélagsins. 

„Ég fullyrði það að þeim sem brotið er gegn, þeim myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu, gegn alvarlegu broti. Stundum eru brot miklu alvarlegri en þetta.“ 

Þetta kemur fram í viðtali Eyjunnar við Jón Steinar, þar sem óskað var eftir sýn hans á þetta mál, fyrirgefninguna og ummæli sem sagt er að fallið hafi um Jón Steinar í athugasemdakerfum vefmiðla. 

„Það er bara hatur“

Í viðtalinu segir Jón Steinar furðulegt að fylgjast með umræðunni um endurheimt Róberts á málflutningsréttindum og segir netheimasamfélagið hafa farið úrskeiðis. Með því að veita honum uppreist æru sé ekki verið að leggja mat á brotin, því búið sé að afgreiða það með dómi og afplánun Róberts. Í eðli flestra Íslendinga búi skilningur og viljinn til að veita mönnum tækifæri til að hefja líf sitt að nýju eftir að afplánun er lokið. „Þetta er það sem þetta gengur allt út á. Það er alveg furðulegt að fylgjast með því finnst mér, núna þegar maðurinn fær málflutningsréttindin aftur sem hann var sviptur á sínum tíma, þá er eins og að netheimasamfélagið gangi eitthvað úrskeiðis yfir því. Af hverju er það? Getur hann frekar drýgt brot á því sviði sem hann var dæmdur fyrir ef hann hefur málflutningsréttindi? Auðvitað ekki,“ segir Jón Steinar.

„Hvenær hefur mannfólkið bætt veröldina með hatri? Ég spyr nú að því.“

„Hver er þá ástæðan fyrir því að fólk hagar sér svona, að ráðast með þessum hætti að þessari aðgerð? Það er bara hatur.

Það er alveg augljóst að það hefur ekkert að gera með brotið að gera sem hann drýgði heldur er það bara einhvers konar hatur á hendur manninum fyrir þau brot sem hann drýgði á sínum tíma. Það er auðvitað ekkert hægt að breyta þeim. Hann var dæmdur fyrir þau. Hann afplánaði þá refsingu. Hvenær hefur mannfólkið bætt veröldina með hatri? Ég spyr nú að því.

Eigum við ekki frekar að sýna fyrirgefningu? Það er miklu nær lagi að gera það en taka svo auðvitað fast á ef koma brot aftur. Auðvitað eigum við miklu frekar að gera það. Það eru lagareglur um það sem greiða fyrir því að getum veitt mönnum sem brjóta af sér annað tækifæri. Það eigum við auðvitað bara að gera.

Ég fullyrði það að þeir sem brotið er gegn þeim myndi líða mikla betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu, gegn alvarlegu broti. Stundum eru brot miklu alvarlegri en þetta, jafnvel allt upp í það að svipta menn lífi. Þeir sem geta þróað með sér hugmynd um fyrirgefningu á slíku þeim líður miklu betur heldur en þeim sem ætla að ganga sinn æviveg uppfullir af hatri gagnvart þeim sem einstaklingi sem vissulega hefur brotið af sér, en afplánaði refsingu sína samkvæmt lögum landsins.“

Uppreist æruRóbert Árni Hreiðarsson, nú Róbert Downey, var dæmdur fyrir að brjóta gegn fimm unglingsstúlkum. Hann fékk uppreist æru og endurheimti lögmannsréttindin á dögunum.

„Nóg lagt á aumingja manninn“

Fram hefur komið að fyrir dómi játaði Róbert aldrei að hafa gert nokkuð rangt, eftir að hafa beitt fimm unglingsstúlkur blekkingum um langt tímabil, tælt þær til sín á fölskum forsendum, brotið á þeim og gefið þeim peninga. Þá hafa stúlkurnar og fjölskyldur þeirra stigið fram og gagnrýnt að mannorð hans sé hreinsað með þessum hætti án þess að hann hafi nokkurn tímann beðist fyrirgefningar eða sýnt iðrun.

Aðspurður hvort Róbert þurfi þá ekki að sýna iðrun og biðjast fyrirgefningar segist Jón Steinar ekki hafa fulla yfirsýn yfir allt sem Róbert kann að hafa sagt, en hann hafi ekki haft aðstöðu til þess að tala opinberlega um þessi brot, vegna þess að það hallar alltaf á hann. „Hann er undir stöðugum árásum,“ segir Jón Steinar.

Stundin hafði samband við Jón Steinar í síðustu viku og bað um aðstoð við að komast í samband við Róbert, svo hann gæti tjáð sig opinberlega um brot sín og afstöðu til þess að hann hefði fengið uppreist æru. Jón Steinar hafnaði því hins vegar, sagði „víst nóg lagt á aumingja manninn“ svo hann færi ekki að „siga“ Stundinni á hann, kvaðst vera í golfi og skellti á.

„Þetta voru ekki lítil börn“

Þá sagði Jón Steinar það merki um iðrun að Róbert hefði leitað sér sálfræðihjálpar og tók sérstaklega fram að hann hefði ekki brotið gegn litlum börnum heldur unglingsstúlkum. „Ég veit það alveg að honum finnst þetta slæmt gagnvart þeim unglingsstúlkum sem þetta voru nú, þetta voru ekki lítil börn sko, þetta voru unglingsstúlkur sem hann braut gegn. Hvað er ætlast til að hann geri? Að hann tali við þær eða hvað á hann að gera? Hann iðrast auðvitað gjörða sinna og hefur auðvitað afplánað sinn dóm og fær núna réttindi sín aftur og fólk á bara að láta manninn í friði.“

„Fólk á bara að láta manninn í friði“

Þetta væri annað málið á ferlinum sínum sem lögmaður sem tengdust kynferðisbrotamálum og það lægi við að það væri verra fyrir menn að ná árangri í málflutngi sínum fyrir dómi heldur en ekki. Í fyrra skiptið var prófessor við Háskóla Íslands sýknaður af kynferðisbroti gegn dóttur sinni. „Ætli það kunni ekki jafnvel að hafa verið verra fyrir hann, að hafa verið sýknaður? Vegna þess að það reis upp hér. Það voru ná alþingismenn og menn sem almennt taka þátt í þjóðfélagsumræðunni sem réðust á manninn og þóttust vita betur um sökina. Það endaði með því að hann missti fjölskyldu sína, hann missti atvinnu sína og þurfti að flýja land. Hefur ekki búið á Íslandi síðan. Það var mikill fengur í því að vera sýknaður í málinu þegar hér á landi grasserar svona fólk sem veit allt miklu betur heldur en dómstólar fyrir dómi og ræðst svo á menn eftir að dómar hafa gengið í málinu. Það sama er að segja núna. Það er veist að Róberti með þeim hætti að menn ættu auðvitað að skammast sín fyrir það.“

Sagði sér líkt við kynferðisbrotamann

Í viðtalinu, sem er ómerkt höfundi, er fjórum spurningum beint að Jóni Steinari. Í einni spurningunni er fullyrt að í athugasemdakerfum vefmiðla hafi hann sjálfur verið kallaður öllum illum nöfnum vegna aðkomu sinnar að málinu, og meðal annars verið sakaður um siðblindu fyrir að verja kynferðisbrotamann. 

Í svarinu sagði Jón Steinar að Róbert hefði leitað til sín sem lögmanns til þess að endurheimta réttindi sem hann teldi sig eiga að hafa og hefði verið viðurkennt fyrir dómstólum. Sem lögmaður Róberts hafi hann, „þegar ráðist er á hann,“ stigið fram til að útskýra að málið byggði á grundvallarreglu um fyrirgefningu og rétti manna til þess að fá annað tækifæri. Í kjölfarið hafi verið veist að honum persónulega.

„Það er eins verið að það sé verið að reyna að tengja mig persónulega við einhverjar annarlegar hvatir á því sviði sem hér er um að ræða.“

„Ég hef mátt lesa það í þessum ritsmíðum þessara rithöfunda í bloggheiminum og meira að segja á einhverjum fjölmiðlum sem gefnir eru út, Stundin heitir einn þeirra, að ég sé eitthvað varhugaverður maður út af því að ég hef fært fram þennan boðskap. Það er eins verið að það sé verið að reyna að tengja mig persónulega við einhverjar annarlegar hvatir á því sviði sem hér er um að ræða. Ég hef slíka skömm á því að fólk, menn, skuli grípa til slíkra hluta. Þetta er auðvitað ekki samboðið nokkrum manni og síst af öllu einhverjum sem þykjast vera að gefa út einhverja fjölmiðla.“

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið, meðal annars um ferlið að baki því að Róbert fékk uppreist æru og ábyrgðina á því, aðferðir Róberts og málsvörn, auk þess sem rætt hefur verið við málsaðila, stúlkur sem hann braut gegn og aðstandendur þeirra, sem sitja eftir með afleiðingarnar. Umfjöllun Stundarinnar mál lesa hér: Stelpurnar segja alla söguna.

Yfirlýsingu Stundarinnar vegna þeirra ávirðinga sem Jón Steinar setur fram í svari sínu við spurningu Eyjunnar má hins vegar lesa hér að neðan. 

Andmæli gegn ósönnum ásökunum Jóns Steinars Gunnlaugssonar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og verjandi manns sem nýverið hlaut uppreist æru eftir kynferðisbrot gegn fimm unglingsstúlkum, færir fram ósannar ávirðingar á hendur Stundinni í viðtali sem birt er við hann á vefmiðlinum Eyjunni.

Jón Steinar lætur að því liggja að hann hafi verið sakaður um barnagirnd í umfjöllun um ábyrgð í kynferðisbrotamálum. Hvergi í umfjöllun Stundarinnar er með nokkrum hætti vísað til slíkra hvata. Í víðtækri umfjöllun um málið í síðasta tölublaði Stundarinnar var meðal annars farið yfir sérálit og mildandi áherslur Jóns Steinars í kynferðisbrotamálum eftir að hann var skipaður hæstaréttardómari fram yfir aðra umsækjendur sem metnir voru hæfari, sem og þá vörn Jóns Steinars að umbjóðandi hans hafi verið beittur órétti í umræðu um veitingu uppreistar æru.

Í viðtalinu fer Jón Steinar fram á fyrirgefningu þolenda í málinu og almennings í garð umbjóðenda hans, gerandans, í málinu. Gagnrýni á slíkan málflutning og á tilfærslu ábyrgðar frá gerendum í kynferðisbrotamálum jafngildir með engum hætti ásökun um barnagirnd.

Innistæðulausar og ósannar ásakanir Jóns Steinars bera vott um alvarlegan dómgreindarbrest og/eða sterkan vilja til að afvegaleiða umræðuna um ábyrgð í kynferðisbrotamálum.

Í umfjöllun Stundarinnar var sérstaklega beint sjónum að þeirri stöðu að enginn innan íslenska stjórnkerfisins hefur tekið ábyrgð á þeirri aðgerð og ákvörðun að sæma dæmdan kynferðisbrotamann óflekkuðu mannorði. Slíkt rof í ábyrgðaruppbyggingu samfélagsins kallar á umræðu og getur kostað óvissu og ósætti hjá þolendum í kynferðisbrotamálum. Óskandi er að í slíkri samfélagsumræðu geti aðilar málanna sem og fjölmiðlar lagt sitt af mörkum að byggja málflutning á staðreyndum fremur en dreifingu ósannra ávirðinga.

Umrædd ummæli Jóns Steinars eru eftirfarandi: „Ég hef mátt lesa það í þessum ritsmíðum þessara rithöfunda í bloggheiminum og meira að segja á einhverjum fjölmiðlum sem gefnir eru út, Stundin heitir einn þeirra, að ég sé eitthvað varhugaverður maður út af því að ég hef fært fram þennan boðskap. Það er eins verið að það sé verið að reyna að tengja mig persónulega við einhverjar annarlegar hvatir á því sviði sem hér er um að ræða. Ég hef slíka skömm á því að fólk, menn, skuli grípa til slíkra hluta. Þetta er auðvitað ekki samboðið nokkrum manni og síst af öllu einhverjum sem þykjast vera að gefa út einhverja fjölmiðla.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þróttur ætlar ekki að gefa eftir svæði undir nýjan unglingaskóla í Laugardal
3
Fréttir

Þrótt­ur ætl­ar ekki að gefa eft­ir svæði und­ir nýj­an ung­linga­skóla í Laug­ar­dal

Það log­ar allt í Laug­ar­daln­um eft­ir U-beygju Reykja­vík­ur­borg­ar um fram­tíð skóla­mála í hverf­inu. Fall­ið hef­ur ver­ið frá áform­um um að stækka þrjá grunn­skóla og þess í stað á að byggja nýj­an ung­linga­skóla í Daln­um. Á með­al þeirra lóða sem borg­in skoð­ar að byggja á er lóð sem kall­ast „Þrí­hyrn­ing­ur­inn“ og Þrótt­ur tel­ur sig hafa full yf­ir­ráð. Fé­lag­ið ætl­ar ekki að láta lóð­ina eft­ir.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
4
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Alvotech tapaði 332 milljónum krónum á dag á fyrsta ársfjórðungi
5
GreiningRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech tap­aði 332 millj­ón­um krón­um á dag á fyrsta árs­fjórð­ungi

Fjöl­marg­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa veðj­að stórt á að Al­votech muni með tíð og tíma verða mylj­andi pen­inga­vél. Hökt hef­ur ver­ið á því ferli og á síð­ustu 27 mán­uð­um hef­ur fé­lag­ið tap­að um 180 millj­örð­um króna. Stjórn­end­ur Al­votech eru hins veg­ar bratt­ir og spá því að tekj­ur fé­lags­ins muni allt að fimm­fald­ast milli ára.
Erlendar veðmálasíður herja á íslensk börn og ungmenni
8
Fréttir

Er­lend­ar veð­mála­síð­ur herja á ís­lensk börn og ung­menni

Er­lend veð­mála­fyr­ir­tæki hafa á und­an­förn­um ár­um ver­ið í mik­illi sókn á ís­lensk­um spila­mark­aði. Aug­lýs­ing­ar frá fyr­ir­tækj­un­um má sjá víða á sam­fé­lags­miðl­um og öðr­um vef­síð­um. Lít­ið sem ekk­ert eft­ir­lit er haft með tengsl­um slíkra aug­lýs­inga og auk­inni spila­mennsku með­al ung­menna hér á landi. Ís­lensk stjórn­völd virð­ast vera mátt­laus gagn­vart þró­un­inni en starf­sem­in fer fram hand­an lög­sögu þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
3
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
6
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
9
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár