Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Illugi telur Guðlaug Þór stýra Vigdísi

Furða sig á orð­um Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur á Face­book, sem lýsti því yf­ir á Út­varpi Sögu að rit­stjóri Kjarn­ans væri mögu­lega að af­vega­leiða les­end­ur. „Röð af til­hæfu­laus­um ásök­un­um,“ seg­ir Þórð­ur Snær.

Illugi telur Guðlaug Þór stýra Vigdísi

Orð sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, lét falla á Útvarpi Sögu í gær hafa vakið nokkurn kurr í dag. Vigdís gaf í skyn að Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, væri vísvitandi að blekkja lesendur í máli Víglundar Þorsteinssonar, fyrrum eigandi BM Vallár.

Hún taldi að tengsl samstarfsmanns Þórðar, Magnúsar Halldórssonar, við fyrrverandi aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar sýni fram á vanhæfi hans til að fjalla um málið. Magnús er bróðir Valdimars Halldórssonar sem var aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar á meðan hann gegndi embætti viðskipta- og atvinnuvegaráðherra.

„Mér hefur tekist nokkuð sem engum hefur tekist áður! Það er að stýra Vigdísi Hauksdóttur!“

Taldi Kjarnann verja Steingrím

Magnús birti í gær eftirfarandi tilvitnun í orð Vigdísar á Útvarp Sögu: „Ég veit ekki hvort það hafi áhrif, að aðili sem er með honum þarna á Kjarnanum, er bróðir fyrrverandi aðstoðarmanns Steingríms J. Sigfússonar … Þannig að það gætu nú alveg verið þarna einhverjar upplýsingar sem lægu þarna inni skiluru, sem eru til varnar fyrrverandi fjármálaráðherra.

Ég ætla einmitt að spyrja hann að þessu, þegar þar að kemur, þegar hann kemur fyrir nefndina, hvort það hafi haft áhrif á skrif hans.

Síðan var það náttúrulega aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sem lak upplýsingum úr ráðuneytinu og var að reyna að afvegaleiða fjölmiðla, þegar hérna, fyrirgefðu orðbragðið, þegar pósturinn sem að nefndist tussufínt, að afvegaleiða, fjölmiðla, þetta var nú sá tími sjáðu.“

Hver stýrir Vigdísi?

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fyrrum ritstjóri, skrifaði færslu um málið á Facebook-síðu sína í dag þar sem hann upplýsir lesendur um leyndarmál úr innsta hring Framsóknarflokksins. „Ég hef fengið þær óvæntu upplýsingar úr innsta hring Framsóknarflokksins, þar sem menn eru misjafnlega ánægðir með framgöngu Vigdísar Hauksdóttur, að flestallar þær furður frá henni komi séu í raun ættaðar frá sjálfstæðismanninum Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Ætli sé eitthvað til í því?,“ spyr Illugi.

Guðlaugur Þór var ekki lengi að svara þessari kenningu á sinni síðu. „Nú er það staðfest mér hefur tekist nokkuð sem engum hefur tekist áður! Það er að stýra Vigdísi Hauksdóttur! Allir vita að hún myndi aldrei gagnrýna vinstrimenn nema að því að ég segði henni að gera það,“ skrifar þingmaðurinn.

„Þetta þykir víst bara í lagi í dag. Að þingmenn geti delerað tómt rugl um nafngreint fólk í fjölmiðlum. Það er hresst.“

„Facepalm“

Vísaði ásökunum á bug
Vísaði ásökunum á bug Formaður fjárlaganefndar gaf til kynna að Þórður Snær, ritstjóri Kjarnans, léti fréttaflutning stýrast af tengslum samstarfsmanns hans við fyrrverandi aðstoðarmann Steingríms.

Þingmaðurinn og rithöfundurinn eru ekki þeir einu sem gantast með orð Vigdísar á Facebook. Þórður Snær skrifar fyrr í dag stöðufærslu þar sem hann furðar sig á orðum Vigdísar. „Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að segja. Hérna er röð af tilhæfulausum ásökunum sem þingmaður í mikilli valdastöðu setur fram án nokkurs rökstuðnings og dæma. Allt sem haldið er fram er þvæla. En þetta þykir víst bara í lagi í dag. Að þingmenn geti delerað tómt rugl um nafngreint fólk í fjölmiðlum. Það er hresst,“ skrifar Þórður.

Kastljósmaðurinn Helgi Seljan lýsir yfir skoðun sinni á málinu í athugasemd við þessa færsla og er ekki að flækja málið. „facepalm (fast),“ skrifar Helgi.

Þórður Snær notar tækifærið til að sýna fram á hversu fjarstæðukennd kenning formanns fjárlaganefndar sé. „Með því að kommenta ertu að opinbera að við þekkjumst Helgi Seljan. Ég sé risastórt samsæri í smíðum um samantekin eineltismátt fjölmiðla. Þekkir þú nokkur bróðir einhvers sem hefur einhvern tímann verið aðstoðarmaður einhvers?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu