Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Guðni birtir nafnalistann

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­setafram­bjóð­andi birt­ir nöfn þeirra sem sitja í kosn­inga­stjórn fram­boðs­ins. „Ég spyr ekki vini mína um flokks­skír­teini,“ seg­ir Guðni. Helm­ing­ur kosn­inga­stjórn­ar teng­ist Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Guðni birtir nafnalistann

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi hefur uppfært heimasíðu sína og birtir nú nöfn allra þeirra sem sitja í kosningastjórn framboðsins. Meira en helmingur þeirra eru ýmist virkir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum eða hafa komið að starfi flokksins í gegnum tíðina.

Líkt og Stundin greindi frá á sunnudag á fólkið sem formlega stendur að baki framboði Guðna, samkvæmt þeim upplýsingum sem gefnar hafa verið upp á vef framboðsins, það sammerkt að tilheyra Sjálfstæðisflokknum og vera virkir þátttakendur í störfum flokksins, fyrir utan eiginkonu Guðna sem virðist ekki hafa neinar tengingar við íslenska stjórnmálaflokka. 

Stjórn félagsins sem ber fjárhags- og skipulega ábyrgð á framboði Guðna er skipuð Þorgerði Önnu Arnardóttur, Lúðvík Erni Steinarssyni og Elizu Reid, eiginkonu Guðna. Þorgerður Anna er í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og Lúvík Örn er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Í framkvæmdastjórn framboðsins sitja, auk Þorgerðar Önnu, þeir Magnús Lyngdal Magnússon og Friðjón R. Friðjónsson. Magnús sat síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins og var kosinn í allsherjar- og menntamálanefnd flokksins og Friðjón er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.  

Stór hópur kemur að framboðinu

Nýuppfærðar upplýsingar á heimasíðu Guðna sýna nú að kosningastjórn hans samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks með tengsl við fleiri stjórnmálaflokka. Má þar meðal annars nefna Huginn Frey Þorsteinsson og Kolbein Óttarsson Proppé, en báðir starfa fyrir ráðgjafafyrirtækið Aton. Huginn Freyr hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð, og var meðal annars aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann var fjármálaráðherra. Kolbeinn starfaði áður sem blaðamaður hjá 365 miðlum, en bauð sig fram í alþingiskosningum fyrir vinstri græna árið 2003. Þá er Margrét S. Björnsdóttir, verkefnisstjóri við Háskóla Íslands, einnig í kosningastjórn Guðna en hún var áður formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. 

Í kosningastjórn Guðna sitja jafnframt Þengill Björnsson og Janus Arn Guðmundsson, báðir miðstjórnarmenn í Sjálfstæðisflokknum, Erla María Tölgyes sem var á framboðslista hjá Sjálfstæðisflokknum í síðustu Alþingiskosningum, Stefanía Sigurðardóttir, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum og Heimir Hannesson, fyrrverandi hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs sem látið hefur að sér kveða í Heimdalli, ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Meira en helmingur þeirra sem sitja í kosningastjórn Guðna hafa tekið þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins.

Spyr ekki vini sína um flokksskírteini

Guðni var spurður út í tengslin við Sjálfstæðisflokkinn í Speglinum á Rás 1 í gær. „Þau sem eru í stjórn framboðsins eru vinir mínir frá fornu fari og ég spyr ekki vini mína um flokksskírteini. Svo eru margir fleiri sem koma að framboðinu, blessunarlega,“ sagði Guðni. 

Hvað varðar þau þrjú sem sitja í framkvæmdastjórn framboðsins sagðist Guðni hafa alist upp í sömu götu og Þorgerður Anna, Friðjón sé fjölskylduvinur og að hann hafi kynnst Magnúsi í sagnfræðinni í gamla daga. „Allt þetta fólk tengist Sjálfstæðisflokknum en það kemur mér ekki við. Ég hef aldrei verið í flokki. Allar mínar rannsóknir, öll mín verk, bera því vitni að ég hef aldrei látið flokkspólitík ráða gerðum mínum og ég fer ekki að byrja á því núna.“

„Allt þetta fólk tengist Sjálfstæðisflokknum en það kemur mér ekki við. Ég hef aldrei verið í flokki.“

Ástþór Magnússon, mótframbjóðandi Guðna, hefur ítrekað gert teymið að baki Guðna að umtalsefni í umræðuþáttum vegna forsetakosninganna. Í gær sauð að lokum upp úr og hótuðu þáttastjórnendur að vísa Ástþóri úr hljóðveri.   

Þau sem starfa að framboði Guðna

Stjórn Félags um forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar:

Þorgerður Anna Arnardóttir formaður, Lúðvík Örn Steinarsson og Eliza Reid.

Framkvæmdastjórn kosningabaráttunnar:

Þorgerður Anna Arnardóttir
Magnús Lyngdal Magnússon
Friðjón R. Friðjónsson

Kosningastjórn:

Eliza Reid
Erla María Tölgyes
Friðjón R. Friðjónsson – Samskipti
Heimir Hannesson
Huginn Freyr Þorsteinsson
Högni Óskarsson
Janus Arn Guðmundsson
Jóhannes Ólafur Jóhannesson
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Magnús Lyngdal Magnússon – Framkvæmd
Margrét S. Björnsdóttir
Pétur Hrafn Arnason
Stefanía Sigurðardóttir
Sveinn Guðmar Waage
Þengill Björnsson
Þorgerður Anna Arnardóttir – Umsýsla

Hlutverk innan kosningaskrifstofu í Reykjavík

Auglýsingar: Einar Geir Ingvarsson
Ferðalög frambjóðanda: Jóhannes Ólafur Jóhannesson
Fjármál og bókhald: Þorgerður Anna Arnardóttir
Kosningamiðstöð: Helga Steinunn Hauksdóttir og Inga Lára Kristinsdóttir, Jóhanna Ýr Jónsdóttir
Meðmælendaskráning: Pétur Hrafn Arnason
Myndbandsgerð: Håkon Broder Lund, Ágúst Örn Ágústsson, Jóhanna Ýr Jónsdóttir
Myndir og upptaka: Håkon Broder Lund
Ritstjóri vefsíðu: María Ásdís Stefánsdóttir
Samfélagsmiðlar: María Ásdís Stefánsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Jóhanna Ýr Jónsdóttir
Samskipti við fjölmiðla: Friðjón R. Friðjónsson
Samskipti við kjósendur og sjálfboðaliða: Arna Arnardóttir og Hlynur Einarsson
Umboðsmaður framboðsins og samskipti við kjörstjórn: Þorgerður
Umsjón samfélagsmiðla: Sveinn Guðmar Waage
Umsjón á dagskrá frambjóðanda: Erla María Tölgyes
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla: Ingibjörg Stefánsdóttir
Vefsíða og forritun: Daníel Freyr Hjartarson

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár