Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Grímur Grímsson verður yfirmaður miðlægu rannsóknardeildarinnar

Grím­ur starf­aði hjá embætti hér­aðssak­sókn­ara og sagði sig frá rann­sókn á máli lög­reglu­full­trú­ans sem sak­að­ur var rang­lega um brot í starfi. Hann tek­ur nú við yf­ir­manns­stöðu í deild sem lýst hef­ur ver­ið sem bruna­rúst­um vegna sam­skipta­vanda, fólks­flótta og skipu­lags­breyt­inga.

Grímur Grímsson verður yfirmaður miðlægu rannsóknardeildarinnar

Grímur Grímsson, sem starfað hefur sem yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, mun taka við starfi yfirmanns hjá miðlægu rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þetta var starfsmönnum deildarinnar tilkynnt í gær en Stundin greindi frá því þann 22. september síðastliðinn að Runólfur Þórhallsson myndi hætta sem yfirmaður deildarinnar. 

Grímur hefur áður starfað sem lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Sem yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara átti Grímur aðkomu að rannsókn á máli lögreglufulltrúans sem kallaður hefur verið lögreglufulltrúi x í umfjöllun Stundarinnar og tók þátt í að yfirheyra nokkra þeirra sem borið höfðu sakir á lögreglufulltrúann. Aðkoma Gríms að málinu olli titringi vegna vinatengsla hans við við Karl Steinar Valsson og Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmenn fíkniefnadeildar og í kjölfarið ákvað Grímur að segja sig alfarið frá rannsókninni. 

Mynd tengist frétt ekki beint.

Í skýrslutökunum hjá héraðssaksóknara lýstu lögreglumenn ólgu, ósætti og flokkadráttum og haft var á orði að „smákóngastríð“ geisaði innan fíkniefnadeildar. Niðurstaða saksóknaraembættisins var sú að lögreglufulltrúi x hefði verið hafður fyrir rangri sök. Fullyrt var að eftir ítarlega rannsókn – þar sem meðal annars voru teknar skýrslur af 29 vitnum og tveimur mönnum með réttarstöðu sakbornings – lægi ekkert fyrir sem renndi stoðum undir að lögreglufulltrúinn hefði með neinum hætti gerst brotlegur í starfi.

Stundin hefur fjallað ítarlega um málefni miðlægu rannsóknardeildarinnar undanfarna mánuði. Eftir að lögreglufulltrúi x var sakaður um brot í starfi og óeðlileg samskipti við aðila úr undirheimum fór af stað þróun þar sem meira en helmingur þeirra sem áður störfuðu að fíkniefnarannsóknum var færður til, hætti eða tók sér launalaust leyfi. Reyndum starfsmönnum var bolað úr deildinni og tveir þeirra kvörtuðu undan einelti Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Nokkrir þeirra sem höfðu tortryggt lögreglufulltrúann voru hins vegar hækkaðir í tign, fengu óauglýsta stöðu eða framgang af einhverju tagi. 

Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í september að starfsemi miðlægu rannsóknardeildarinnar hefði beðið hnekki; lítið væri um frumkvæðisrannsóknir, lögreglan réði ekki lengur við flókin og umfangsmikil fíkniefnamál og mannaflsfrekum rannsóknarúrræðum á borð við skyggingar væri síður beitt en áður, enda skorti mannskap, sérþekkingu og reynslu til að framkvæma slíkar aðgerðir. Þetta staðfesti fjöldi lögreglumanna, meðal annars starfsmenn umræddrar deildar og fólk í yfirmannsstöðum hjá lögregluembættinu, í samtölum við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
8
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
8
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár