Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Isavia: Góðar fyrirmyndir „læka“ ekki neikvæðar fréttir

Upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, Guðni Sig­urðs­son, seg­ir að starfs­menn hafi ekki ver­ið tekn­ir á tepp­ið, held­ur hafi átt sér stað „óform­legt og já­kvætt spjall“ um hvort starfs­menn eigi að setja „like“ við nei­kvæð­ar frétt­ir af fyr­ir­tæk­inu.

Isavia: Góðar fyrirmyndir „læka“ ekki neikvæðar fréttir
Starfsmenn Isavia Starfsmönnum hefur verið fjölgað til að mæta auknu álagi, samkvæmt svari fyrirtækisins við gagnrýni starfsmanns. Mynd: Isavia

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að starfsmenn hafi ekki verið teknir á teppið fyrir að læka færslu starfsmanns fyrirtækisins, þar sem álag og fleira var gagnrýnt, heldur hafi verið um að ræða „óformlegt og jákvætt spjall“.

Stundin greindi frá því fyrr í dag að starfsmanni í flugverndargæslu Isavia hefði verið veitt tiltal vegna stöðuuppfærslu á Facebook. Starfsmaðurinn er nú hættur störfum.

Guðni segir að „like“ hafi þó vissulega verið rædd og að málið snúist meðal annars um að stjórnendur eigi að vera góðar fyrirmyndir sem læki ekki neikvæðar fréttir um Isavia. Hann segir að mannauðsstjóri Isavia Sóley Ragnarsdóttir hafi ekki tekið þátt í umræðu um lækin. Árni Gísli Árnason, yfirmaður öryggisdeildar hjá Isavia, hafi hins vegar óformlega gagnrýnt lækin.

Starfsmönnum „líki“ ekki við neikvæðar fréttir

Að sögn Guðna er samhengi gagnrýninnar á lækin stjórnendanámskeið sem haldið var nýverið.

„Árni Gísli hafði verið á stjórnandanámskeiði með öllum sem hafa mannaforráð í flugverndinni, sem eru varðstjórar, vaktstjórar og fleiri. Þar var rætt um hvað það er sem hefur áhrif á starfanda í fyrirtækjum. Starfsmenn sem voru á þessu námskeiði var sagt að til dæmis slæm umfjöllun hefði áhrif á móralinn. Það var rætt um lausnir á því og allir voru sammála um það að lausnin við því væri að segja sannleikann og fara vel yfir öll mál. Ein leið í því er að stjórnendur séu góð fyrirmynd og til dæmis með því að læka ekki fréttir eða eitthvað þar sem er talað illa um fyrirtækið,“ segir Guðni.

Óformlegt spjall, ekki skammir
Óformlegt spjall, ekki skammir Samkvæmt svari Isavia ræddi Árni Gísli, yfirmaður öryggisdeildar, óformlega um lækin við þá sem líkuðu við færslu gagnrýna ærslu.

Óformlegt spjall

Guðni segir enn fremur að starfsmennirnir hafi ekki verið teknir á teppið heldur hafi aðeins verið um að ræða óformlegt spjall á kaffistofunni. Þetta stangast á við orð Grétars Hermannssonar um að hann hafi verið kallað á fund á þriðju hæð. „Svo kemur þessi status hjá Grétari, sem er nýhættur. Árni Gísli sér að það eru þarna þrír sem höfðu verið á þessu námskeiði sem höfðu lækað og hann ákvað að fara niður á kaffistofu á varðstofu og eiga spjall við þá um þetta. Þetta var ekki tiltal.

„Árni Gísli átti óformlegt spjall við þá stjórnendur sem höfðu like-að statusinn“

Árni Gísli átti óformlegt spjall við þá stjórnendur sem höfðu like-að statusinn, þar var meðal annars rætt um mismunandi túlkun fólks á „like“ hnappnum,“ segir Guðni.

Gífurlegt álag

Málið snýst fyrst og fremst um stöðufærslu Grétars Hermannssonar, sem nú er hættur hjá Isavia, og fjallar um um það mikla álag sem er á starfsmönnum flugverndargæslunnar. „Gríðarlega mikið álag er á flugverndargæslu Isavia. Ekki er bætt mikið við af mannskap vegna þessarar fjölgunar farþega. (Menn helst reknir vegna þess að þeir eru of gamlir og ekkert graðir). Menn eru að vakna um kl 04.30 á nóttunni til þess að koma til vinnu 05.30. Unnið er á 12 klst vakt og það er unnið í 12 klst. Lítið um pásur eða kaffitíma,“ skrifaði Grétar.

Hann bætir svo við uppástungum um hvernig megi minnka álagið. Þar nefnir hann meðal annars að hægt sé að fjölga mannskap, hækka laun eða bæta samskipti við yfirmenn á þriðju hæð. „Isavia er að tæta í kassann vegna fjölda ferðamanna, það skilar sér ekki til vinnandi manns á gólfinu. Hvorki í launum né öðru, jú fengum ávexti á hamingjudögum,“ skrifaði Grétar.

Statusinn í heild sinni
Statusinn í heild sinni Stöðufærslan sem þótti neikvæð.

Ætla að stækka kaffistofuna

Í tölvupósti til Stundarinnar svarar Guðni þessari gagnrýni Grétars. „Varðandi það sem kom fram í greininni um álag þá hefur auðvitað verið gríðarleg farþegaaukning um Keflavíkurflugvöll en við höfum fjölgað starfsfólki í takt við þessa aukningu. Nú í sumar erum við einmitt með metfjölda starfsmanna og þá sérstaklega í flugverndinni. Varðandi umræðu um laun þá hækkuðu laun flugverndarstarfsmanna í kjarasamningum sem undirritaðir voru í sumar og félagar í FFR samþykktu í atkvæðagreiðslu. Einnig má nefna það að laun flugverndarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli eru vel yfir meðallaunum þeirra sem starfa við öryggisgæslu á Íslandi. Varðandi 12 tíma vaktir þá hefur breyting á því fyrirkomulagi verið skoðuð með starfsfólki en sú skoðun hefur sýnt að mikill meirihluti starfsfólks vill ekki breyta vaktakerfinu heldur halda sig við 12 tíma vaktir. Þá má nefna að nú í sumar erum við að stækka hvíldar- og kaffiaðstöðu mikið, meðal annars vegna fjölgunar starfsfólks. Vinnuaðstaðan er líka að verða betri með hækkanlegum borðum og sjálfvirku bakkakerfi, sem gerir það að verkum að bakkarnir sem fólk setur málmhluti og annað í fyrir öryggisleit koma sjálfkrafa til baka svo starfsfólk þurfi ekki að sækja þá,“ skrifar Guðni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
2
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
3
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
Brosir gegnum sárin
7
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
8
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár